Helga Vilborg og Stjáni Sverris

mánudagur, maí 29, 2006

Nýtt blog

Vegna vandamála með blogsíðuna höfum við ákveðið að skipta um bloggsíðu. Slóðin á nýju síðuna er www.helgavilborg.blog.is.

mánudagur, maí 15, 2006

8.- 15. maí

8. maí

Litli kaffi karlinn er veikur. Fékk hita í nótt og er óttalega slappur. Hann er búinn að vera slappur í maganum undanfarið og með endalaust kvef og er svo að fá jaxla í ofanálag. Maður þarf samt alltaf að vera á varðbergi, enn meira hér en heima þegar þau fá hita litlu skinnin, því það getur alltaf verið eitthvað annað. Ég bara vona að þetta sé einhver venjuleg pest.
Bóndinn á svo afmæli á morgun, verður 32 ára. Það er nú ekki búið að gera neinar stórkostlegar ráðstafanir, enda erfitt þegar litli maðurinn er svona lasinn. En eitthvað gerum við nú, kanski ég baki allvega súkkulaðiköku í kvöld þegar hann fer í boltann.

Við erum byrjuð aftur í skólanum eftir langt og gott páskafrí. Síðasta vika var ekki nema þrír dagar vegna þess að það var frí fyrsta maí og svo var eþíópskur frídagur þann 5. Það var fínt að byrja rólega en nú er allt komið á fullt aftur. Það er ekki nema mánuður eftir, tíminn flýgur alveg áfram.

Við fengum gesti í grill á föstudaginn. Það voru Craig og Allison og strákarnir þeirra og önnur bandarísk hjón, Jake og Erin og börnin þeirra tvö. Þau starfa fyrir sömu kristniboðssamtök og Craig og Allison og eru einnig að fara að starfa meðal Gumus fólksins. Þetta var mjög vel heppnað kvöld þrátt fyrir að það færi að hellirigna einmitt þegar við ætluðum að fara að borða úti á palli. Þá var bara að drífa allt inn. Við borðuðum svo svínakjöt og pylsur og grillaða banana í eftirrétt. Gestirnir höfðu aldrei smakkað svoleiðis áður og þótti alveg sérlega ljúffengt. Er þetta kanski íslensk uppfinnining?

Sl. fimmtudag kom ég við í bankanum til að hitta litlu vinina hans Kristjáns. Í síðustu viku kom það upp á að móðir Gabrexhiabers væri á leiðinni norður til Tigrai þaðan sem þau koma og vildi hafa Gabri með sér. Þeir voru í miklu uppnámi yfir þessu og endaði með því að Kristján fór til þeirra og komið var á fundi með móður hans og einum kennara í skólanum. Niðurstaðan varð sú að Gabri átti að fá að búa hjá nágranna þeirra þar til móðir hans kæmi til baka efir tvo mánuði svo hann gæti sótt skólann. Eitthvað breyttist þetta nú því á fimmtudaginn hringdi Mickias alveg miður sín því Gabre væri á leiðinni með móður sinni til Tigrai um kvöldið. Ég fór því og hitti hann og við spurðum móður Mickiasar hvort Gabri mætti búa hjá þeim þennan tíma ef við borguðum fyrir hann uppihald og játti hún því. Ég fór því með Mickiasi heim til Gabri en þá höfðu þau farið um morguninn svo við vorum of sein. Mickias greyjið var mjög miður sín en hann er duglegur og heldur áfram að stunda skólann. Ég komst líka að því að móðir Gabrexhiabers á von á barni og er það eflaust hluti af skýringunni hvers vegna hún fór. Þessi fjölskylda þarf á fyrirbæn að halda. Líf þeirra er síður en svo auðvelt en svona er líf svo ótalmargra hér í Addis. Margir koma utan að landi til að freista gæfunnar en þurfa svo að búa við mikla fátækt og neyð.
Við hugsuðum eftir á að kanski var bara best að hann fór með móður sinni. Þau eru mjög náin og eflaust þarf hún á honum að halda við þessar astæður. Við höfum heyrt að þau komi til baka eftir tvo mánuði en vitum svo sem ekkert. Þá kanski fær Gabri tækifæri til að byrja aftur í skólanum. Eins og Eþíóparnir segja þá veit það Guð einn.

Ég get líka fært gleðifréttir. Kristján fór með Yilma, vaktmanninn okkar sem er veikur á Kóreanska spítalann í CT scan einmitt daginn sem ég skrifaði síðast. Ekkert sást á myndunum þannig að líklega er þetta ekkert alvarleg. Gabríel Lende, norski læknirinn, sagði að líklegast væri þetta veirusýking í taugum og ekkert hægt að gera annað en hvílast. Þó er öruggara að taka blóðprufur til að sjá hvort eitthvað kemur fram en þetta virðist að minnsta kosti ekki vera jafnalvarlegt og leit út í fyrstu. Þið megið samt halda áfram að biðja fyrir honum og fjölskyldu hans, að hann nái fullum bata.

12. maí

Það gengur illa að komast á netið þannig að það líður lengra á milli þess sem ég get sett færslur á síðuna. Eins og er er ekki hægt að komast inn. Svona er þetta bara hér.
Ég ákvað að fara ekki í skólann í dag því ég hef ekki sofið neitt af ráði undanfarna fimm sólarhringa. Dagbjartur Elí er búinn að vera veikur, var með yfir 40 stiga hita tvær nætur í röð en var loks hitalaus í gærmorgun. Hann er samt langt frá að vera alveg frískur og er voða grátgjarn og sefur illa bæði á nóttunni og daginn. Þetta er einhver víruspest, virðist vera, í honum og svo eru jaxlarnir mikið að plaga hann. En þetta gengur nú allt yfir.
Hin tvö eru spræk og hress og eru núna í leikskólanum. Það var síðasta barnakórsæfingin í gær en þau eiga að syngja í kirkjunni á sunnudaginn og svo á 17. maí (þjóðhátíðardegi norðmanna) sem haldinn verður hátíðlegur með pompi og pragt.
Þeim fannst nú frekar fáránlegt að ekki skyldi vera nein veisla fyrir pabba á afmælisdaginn. Þau voru mjög spennt yfir að pabbi ætti afmæli og vildu fá að vera í fínum fötum. Þau teiknuðu myndir handa pabba og sungu afmælissönginn og svo borðuðum við góðan morgunverð en svo voru þau alltaf að bíða eftir gestunum. Það varð nú ekkert úr því að bjóða neinum þar sem minnsti maðurinn var svo lasinn en við borðuðum afmælisköku fjölskyldan sem Margrét Helga og Jóel fengu að skreyta.
Margrét Helga er mjög mikið að velta vöngum yfir lífinu og tilverunni. Hún spyr mikið um dauðann og talar mikið um Diddu frænku. Við höfum spjallað um að þegar fólk deyr þá er það í rauninni bara líkaminn sem deyr sem er hulstrið sem við búum í hér á jörðinni. Sálin sem erum við sjálf fær að búa á himnum með Jesú. Við höfum líka lesið mikið bók sem heitir “ég og afi tölum saman um dauðann” sem er mjög góð útskýring fyrir börn um dauðann. Mér fannst svo merkilegt að fyrstu dagana eftir að Didda dó var hún alltaf að teikna myndir af Jesú á krossinum. Við spjölluðum dálítið um það hvers vegna Jesús dó á krossinum og svo spurði ég hann hvað hefði svo gerst, hvort Jesús hefði bara dáið. “Nei hann lifnaði upp!” sagði hún þá brosandi.
Í gærkvöld vildi hún svo vita nákvæmlega hvernig börnin yrðu til. Hún las stundum heima á Karlagötunni bók með mömmu sem fjallar um líkamann, beinabókin kallar hún hana. Þar hafði hún nú eitthvað lesið um þetta með börnin og ýmislegt fleira um líkamann sem hún hefur mikinn áhuga á. Enda ætlar hún að verða hjúkrunarfræðingur eins og amma Magga.

Jóel er alltaf að æfa sig eins og pabbi því hann ætlar að verða sterkur. Hann hleypur hring eftir hring á lóðinni og “lyftir sér” svo á stöng á rólunni og svo geriri hann armbeygjur í stofunni. Svo spyr hann “mamma er ég ekki rosalega duglegur?” Svo þarf auðvitað að fara í sturtu eftir allar æfingarnar! Fyrir nokkrum vikum var varla nokkur leið að koma drengnum ógrátandi í bað en nú vill hann helst fara í sturtu tvisvar á dag!

Nú er staðfest að við fáum húsið sem við vonuðumst eftir á seminarlóðinni. Það verður rosalegur munur. Þar er stór stofa, fimm herbergi, þvottahús, bílskúr, gott eldhús með búri, nóg skápapláss og stór, fallegur garður. Þetta verður algjör lúxus. Ég ætla fljótlega að fá að fara og mæla gluggana svo ég geti farið að sauma gardínur. Svo þurfum við að fara að huga að því að kaupa þá húsmuni sem okkur vantar. Hér erum við bara með það helsta í láni.

Jæja nú loksins er ég komin á netið, sjáum hvort ég kemst inn á síðuna...

15. maí
Ekki hefur mér enn tekist að koma þessu áleiðis á þessa blessuðu heimsíðu okkar. Annaðhvort er bara ekki hægt að komast á netið og þá sjaldan kemst ég af einhverjum ástæðum ekki inn á síðuna. Ég held því bara áfram að skrifa dagbók og svo verður bara að koma í ljós hvenær þetta kemst fyrir auðu almennings.

Helgin var bara nokkuð viðburðarrík hjá okkur.
Á föstudagskvöldið fengum við pössun og fórum tvö út að borða hjónin eftir að hafa tekið á því í ræktinni. Ragnhild vinkona okkar var svo elskuleg að passa og finnst krökkunum ekki leiðinlegt að vera með henni. Við ákváðum að prófa stað sem við höfum aldrei farið á áður og urðum sko ekki fyrir vonbrygðum. Maturinn var himneskur, þjónustan til fyrirmyndar og allt svo hreint og snyrtilegt sem er nú ekkert alveg sjálfsagt hér í þessari borg. Svo var þetta bara alveg hræódýrt.Fjórréttuð máltíð fyrir okkur tvö kostaði jafnmikið og hálfur aðalréttur fyrir einn myndi kosta heima. Þetta var alveg frábært kvöld.

Á laugardaginn voru Ten- sing tónleikar. Það var æfing allan daginn og ég æfði með þeim fyrstu tvo tímana frá 10- 12. Svo voru tónleikarnir sem voru mjög vel heppnaðir kl. 4. Margrét Helga og Jóel voru með mér og fannst gaman að fá að leika við krakkana á casa inces (tónleikarnir voru í kapellu norska skólans) Svo á sunnudaginn söng barnakórinn í alþjóðlegu kirkjunni auk þess sem ég spilaði við messuna. Krakkarnir stóðu sig alveg frábærlega en spilamenskuna ætla ég ekki að ræða hér. Ekki annað en að tónlistarmálin í kirkjunni þarfnast fyribænar.

Barnakórinn á svo að syngja í guðsþjónustunni á 17. maí auk þess sem ég stjórna fullorðinskór og spila í kirkjunni. Það verður mikið um dýrðir á norska skólanum og allur dagurinn hjá mér á morgun fer í æfingar og pönnukökubakstur því ég var beðin að koma með íslenskar pönnukökur. Við urðum reyndar frekar svekkt að heyra í dag að okkur er ekki boðið í norska sendiráðið seinna um daginn af því að við erum hvorki norskir ríkisborgarar né vinnum á norska skólanum eða eigum börn þar (leiskólinn telur ekki) – en svo er nú það það er ekki sama Jón eða séra Jón!Ekki meri um það.


Jæja LOOOOKSINS er ég komin inn á síðuna. Ég þarf reyndar skoða eitthvað þetta með kommentin mér sýnist það ekki virka eins og er, sjáum hvað mér tekst að gera.

Ég bið Guð að blessa ykkur öll sem lesið og bið ykkur að muna eftir okkur í bænum okkar. Ég hef líka enn meiri gleðifréttir að færa af Yilma, vakmanninum okkar því hann er á góðum batavegi- takk fyrir að biðja með okkur.

laugardagur, apríl 29, 2006

Mikið var!!!!

24. apríl

Nú skulda ég langt blogg!!!
Ég var eiginlega komin með hálfgerðan bloggleiða og svo er netsambandið svo stopult búið að vera undanfarið. En annars eru bara engar fréttir góðar fréttir er það ekki ?

Við erum búin að hafa það alveg rosalega gott með mömmu og pabba í heimsókn. En áður en ég segi frá því verð ég aðeins að segja frá Melodie Grand prix sem er söng/ hæfileikakeppni sem haldin er á norska skólanum ár hvert. Að þessu sinni var það 25. mars. Leikskólinn var með fyrsta atriðið og tóku Margrét Helga og Jóel að sjálfsögðu þátt. Þau voru búin að vera að æfa lag ú Karíusi og Baktusi nokkrar vikur á undan og áttu svo öll að mæta klædd upp sem Karíus og Baktus. Þetta voru ekkert smá krúttlegir Karíusar og Baktusar. Ég var búin að segja Margréti Helgu og Jóel að þau þyrftu að syngja hátt og snjallt svo allt fólkið myndi heyra í þeim og þau gerðu það sko, sungu manna hæst. Þeim fannst þetta alveg rosalega spennandi og hlökkuðu til í margar vikur á undan!

Mamma og pabbi komu svo laugardaginn 1. apríl, alveg voðalega föl á vangan eitthvað en úr því hefur nú aldeilis ræst og við sendum þau til vetrarríkisins kaffibrún og sælleg! Sunnudaginn annan apríl var páskaguðsþjónusta á norska skólanum þar sem litli sæti kórinn okkar söng. Þau stóðu sig alveg svakalega vel og litla konan mín söng einsöng í hljóðnema eins og hún hefði aldrei gert neitt annað og alveg alsæl með sjálfa sig “Var þetta ekki gott hjá mér amma?” spurði hún á eftir.

4. apríl heldum viðs svo til Awassa þar sem við áttum fimm góða daga ásamt apaköttum og híenum. Það var mikið buslað í sundlauginni og svo var spilað og lesið eins og í góðri sumarbústaðarferð á Íslandi. Annars höfum við bara verið hér í Addis. Farið út að borða, í fjallgöngu á Menagesha, í sund á Sheraton og bara haft það rosalega huggulegt. Mamma og pabbi hafa gist á gestahúsi danska kristniboðsins DEM (Danish Ethiopia Mission) sem er hér á næstu lóð. Það er alveg ægilega huggulegt og þar sem íbúðin okkar er heldur lítil var það vel þegið. Krökkunum hefur líka þótt spennandi að fá að gista hjá ömmu og afa.

Við héldum páskana hér heima. Páskadaginn byrjuðum við á hátíðarmorgunverði með Nóa og Siríus páskaegg í eftirrétt. Svo fórum við í kirkju þar sem ég sá um alla tónlistina ásamt Ellen og Alf Åge Hansen ( við erum síðan að fara að halda tónleika hér 30. apríl) Seinnipartinn grilluðum við svo íslenskt lambalæri sem rann ljúflega niður með eþíópsku blandi (Mirinda appelsíni og malti). Í eftirrétt var svo dýrindis ís sem afi keypti sem minnti mjög á heimalagaða ísinn hennar ömmu Borgu þannig að þetta var allt saman alveg dásamlegt.

Mamma átti svo afmæli 18. apríl. Við byrjuðum daginn á að syngja fyrir utan gluggan hjá ömmu og færa henni pakka og myndir sem krakkarnir höfðu teiknað. Svo fórum við öll saman út að borða á veitingastað sem heitir Top Vew. Krökkunum finnst svo gaman þar því þar er svo skemmtilegt leiksvæði.

Við fórum líka í nokkur heimboð. Fyrst til fjölskyldu Almas sem er eþíópsk vinkona mömmu sem býr á Íslandi. Það var tekið á móti okkur eins og höfðingjum með dýrindis kræsingum. Á Eþíópsku páskunum sem voru viku á eftir okkar var okkur boðið í mat heim til Asnakú, barnfóstrunnar okkar og svo í dag fórum við heim til Fantanesh, húsjálparinnar okkar. Að sjálfsögðu var allstaðar boðið upp á injera og wodd sem er þjóðarréttur Eþíópa. Alveg hrikalega góður matur, en injeran gerir það að verkum að maður verður alveg sprengsaddur lengi á eftir það er eins og það blási út í maganum á manni. Við fórum líka í heimsókn til Mörtu vinkonu minnar en þar var okkur boðið í kaffi.

26. apríl

Þá held ég áfram....

Mamma og pabbi voru að fara áðan. Kveðjustundirnar verða bara erfiðari og erfiðari. En þetta fylgir. Við erum mjög þakklát fyrir þennan tíma sem við höfum átt saman, við erum öll búin að njóta þess mjög vel. Margrét Helga átti erfitt með að sleppa ömmu sinni í morgun og við grétum saman mæðgurnar á eftir. Svo tókst okkur að dreyfa aðeins huganum við leik í dúkkuhúsinu.

28. apríl

Jæja, eitthvað ætlar það að ganga hægt hjá mér að skrifa. Það kanski breytir ekki miklu þar sem ég kemst hvort eð er ekki á netið. Það er búið að vera mjög lélegt samband undanfarnar vikur.

Annars er búið að vera fínt að fá frí úr skólanum. Flestir eru orðnir frekar þreyttir en nú er bara einn mánuður eftir. Síðustu dagana fyrir páskafrí var einskonar verklegt nám. Við fengum þrjá daga þar sem við áttum að finna okkur verkefni sem helst tengist því sem við erum að fara að vinna við eftir málaskólann, en fyrst og fremst til að æfa okkur að tala amharísku. Ég fór einn dag og fylgdist með tónlistarkennslu á seminarinu. Reyndar fer allt þar fram á ensku en ég var búin að fá leyfi til að nota einn dag í þetta þar sem áætlað er að ég taki yfir hluta af kennslunni þar. Annan daginn var ég svo heima hjá Mörtu þar sem ég spjallaði við fjölskylduna og lærði meðal annars að baka injera hjá mömmu hennar. Það varð nú ekki beint fallegt injera en ég reyndi þó! Svo borðuðum við nýbakað injera með berberre (krydd sem er mikið notað í matargerð hér) sem er bara alveg hrikalega gott. Annars var ég bara heima og spjallaði við húshjálpirnar. Mér finnst ég oft bara mest læra á að vera heima og spjalla við þær. Þær eru mjög meðvitaðar og duglegar að leiðrétta mig og hjálpa mér að læra. Önnur þeirra talar nánast enga ensku og hin er mjög stíf á að tala bara amharísku þótt hún kunni smá ensku en það er bara gott fyrir mig. Ég er allavega búin að læra heilmikið af þeim.

Kristján ákvað að fara niður í bæ og spjalla við tvo skóburstunardrengi sem hann hafði kynnst. Hann kannaði aðeins aðstæður þeirra og ákvað svo að hjálpa þeim að fara í skóla. Eftir talsverða leit fann hann skóla handa þeim þar sem kennslan er í eftirmiðdaginn svo þeir geta unnið á daginn. Hann keypti líka handa þeim skó og skólatösku og bækur fyrir skólann. Þeir voru auðvitað alsælir en þeir halda áfram og reyna að sjá hvað þeir geta fengið meira. Núna hringja þeir nánast daglega til að biðja Kristján um hitt og þetta og að hann komi og hitti þá. Það er ekki á hverjum degi það kemur útlendingur og bíðst til að borga fyrir þá skólagöngu og kemur fram við þá sem jafningja.
Þið megið gjarnan muna eftir þessum drengjum í bænum ykkar. Þetta er verkefni sem hvergi nærri er lokið. Þessir drengir búa við mjög þröngan kost og eru báðir föðurlausir. Þeir sem vilja heyra nánar um verknámið okkar ættu að verða sér úti um eintak af næstu Kristniboðsfréttum. Annars hvet ég nú bara alla til að gerast áskrifendur. Áskriftin er ókeypis og þá fær maður reglulega fréttir af kristniboðinu. Upplýsingar má finna á www.sik.is .

Svo höfum við fengið í hendur annað verkefni sem er fyrirbænarefni líka. Einn af vaktmönnunum okkar er mjög veikur. Hann hefur undanfarið verið með mikinn höfuðverk en alltaf komið til vinnu. Svo einn daginn ætlaði ég varla að þekkja hann því hann var allt í einu allur orðinn skakkur í andlitinu. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og spyrja hitt vinnufólkið og þá kemur í ljós að hann getur ekki einu sinni lokað öðru auganu meðan hann sefur. Hann virðist hafa farið til einhvers læknis sem sagði að þetta væri vegna kulda, gefið honum einhverjar pillur og sent hann heim. Mér fannst þetta nú dálítið undarleg sjúkdómsgreining og talaðu um þetta við Tuulu sem er nágranni okkar, læknir. Af lýsingunni að dæma sagði hún að þetta gæti verið hvað sem er, æxli, berklar , hvað sem er og því væri CT scan , nauðsynlegt. Hún sagði þó að best væri að tala við Gabriel Lende sem er norskur taugaskurðlæknir sem starfar á Kóreanska spítalanum. Ég gerði það og hann sagði það sama að CT scan væri nauðsynlegt. Ég fékk svo leyfir hjá NLM til að senda hann á Kóreanska og svo hjálpuðu hinar vaktirnar mér að ná í hann og nú bíðum við efir honum. Þessi vaktmaður heitir Yilma og er giftur og á þrjú börn.

Við erum þakklát fyrir að Guð vill nota okkur. Við getum auðvitað aldrei hjálpað öllum en biðjum Guð að sýna okkur hvað hann vill að við gerum. Það getur stundum verið erfitt og lýjandi að keyra um götur bæjarins því allsstaðar sér maður neyðina. Við bara biðjum Guð að gefa okkur visku þannig að við getum mætt fólkinu með kærleika hans. Ég bið ykku aftur að muna eftir Yilma og fjölskyldu hans og eins drengjunum tveimur Mickias sem er 10 ára og Gabrexhiaber 11 ára (sem hefur aldrei áður fengið tækifæri til að ganga í skóla) og fjölskyldum þeirra.


Af krökkunum er allt gott að frétta. Þau virðast nokkurnvegin búin að jafna sig eftir kveðjustundina. Þau fóru í leikskólann í dag og virðast bara nokkuð sátt. Margrét Helga er dugleg að tjá tilfinningar sínar í orðum sem er mjög gott. Jóel á ekki eins auðvelt með það. Enda er hann yngri og kanski skilur ekki eins og hún allt saman. Í fyrrakvöld þegar hann var að fara að sofa sagði hann allt í einu við mig:” Mamma er afi hérna? Ég heyri í honum.” Nei, sagði ég “ afi og amma eru farin heim til Íslands, nú eru þau á leiðinni í flugvélinni” Þá sagði hann allt í einu með grátstafina í kverkunum,” Mig langar svo að fá afa” Þetta voru eiginlega fyrstu viðbrögðin hans. Þrátt fyrir allt eru þau mjög ánægð hér og líður vel en auðvitað sakna þau allra heima, annað væri varla eðlilegt.
Minnst maðurinn stækkar og dafnar og verður bara meira krútt með hverjum deginum. Hann er alltaf að segja eitthvað nýtt, ýmist á íslensku eða amharísku en megnið af því sem hann hefur að segja skilur nú enginn ennþá, hann hefur allavega alltaf frá alveg rosalega miklu að segja. Svo er hann orðinn vitlaus í kaffi. Pabbi hans ákvað að leyfa honum að smakka til að hann sannfærðist um að þetta væri ekkert gott en annað kom nú á daginn. Drengurinn er vitlaus í kaffi. Þetta er verst þegar við erum í heimsókn hjá eþíópskum vinum því þar er ávalt boðið upp á kaffi og því fylgir sérstök kaffiseremónía sem er alveg sérstök fyrir Eþíópíu. Þá veit minn sko alveg hvað er í gangi og það þýðir ekkert að plata hann með því að setja saft í bolla eða eitthvað svoleiðis, hann vill bara almennilegt kaffi!!

Jæja þá er ég loksins komin inn á netið svo ég reyni að koma þessu á síðuna..

föstudagur, apríl 28, 2006

Heimsókn frá Íslandi og fleira

16. mars

Ætli ég reyni nú ekki loksins að fara að koma þessu á netið. Við vorum nú ekki alveg orðin jafnhress og ég hélt um daginn en núna loksins erum við að ná okkur en þá er Jóel tekinn við. Þetta virðist nú samt ekki leggjast jafn illa á hann eins og foreldrana. Dagbjartur Elí fór að kasta upp í gærkvöld en það var bara einu sinni svo ég held það hafi ekki verið neitt. Líklega hefur hann bara gleypt jarðaberin sem ég gaf honum í gær af of mikilli áfergju. Hann er alveg vitlaus í ávexti, sérstaklega banana og jarðaber að ekki sé minnst á plómur. Hann tryllist ef hann sér skál með plómum og á það til að borða tuttugu stykki í einum rykk (reyndar frekar litlar, en samt...!). Þótt hann líti út fyrir að vera algjört matargat þá er hann það ekki, burtséð frá því hversu sólgin hann er er í ávexti. Það er eiginlega óttalegt vesen að gefa honum að borða. Hann er alltaf svo upptekinn af einhverju öðru. Það er ekki nema það séu eins og ég segi, ávextir og kanski injera (sem er aðal fæða Eþíópanna). En ekki kvartar maður nú yfir að hann vilji borða ávexti!!

Eftir rúmar tvær vikur koma mamma og pabbi til okkar og við erum farin að hlakka mikið til. Þá verður nú glatt á hjalla, ekki síst hjá litla fólkinu. Þau telja dagana og nota til þess fingurna, fín stærðfræðiæfing það.

Jæja ætli ég láti þá ekki staðarnumið í bili.

Guð geymi ykkur!24. apríl

Nú skulda ég langt blogg!!!
Ég var eiginlega komin með hálfgerðan bloggleiða og svo er netsambandið svo stopult búið að vera undanfarið. En annars eru bara engar fréttir góðar fréttir er það ekki ?

Við erum búin að hafa það alveg rosalega gott með mömmu og pabba í heimsókn. En áður en ég segi frá því verð ég aðeins að segja frá Melodie Grand prix sem er söng/ hæfileikakeppni sem haldin er á norska skólanum ár hvert. Að þessu sinni var það 25. mars. Leikskólinn var með fyrsta atriðið og tóku Margrét Helga og Jóel að sjálfsögðu þátt. Þau voru búin að vera að æfa lag ú Karíusi og Baktusi nokkrar vikur á undan og áttu svo öll að mæta klædd upp sem Karíus og Baktus. Þetta voru ekkert smá krúttlegir Karíusar og Baktusar. Ég var búin að segja Margréti Helgu og Jóel að þau þyrftu að syngja hátt og snjallt svo allt fólkið myndi heyra í þeim og þau gerðu það sko, sungu manna hæst. Þeim fannst þetta alveg rosalega spennandi og hlökkuðu til í margar vikur á undan!

Mamma og pabbi komu svo laugardaginn 1. apríl, alveg voðalega föl á vangan eitthvað en úr því hefur nú aldeilis ræst og við sendum þau til vetrarríkisins kaffibrún og sælleg! Sunnudaginn annan apríl var páskaguðsþjónusta á norska skólanum þar sem litli sæti kórinn okkar söng. Þau stóðu sig alveg svakalega vel og litla konan mín söng einsöng í hljóðnema eins og hún hefði aldrei gert neitt annað og alveg alsæl með sjálfa sig “Var þetta ekki gott hjá mér amma?” spurði hún á eftir.

4. apríl heldum viðs svo til Awassa þar sem við áttum fimm góða daga ásamt apaköttum og híenum. Það var mikið buslað í sundlauginni og svo var spilað og lesið eins og í góðri sumarbústaðarferð á Íslandi. Annars höfum við bara verið hér í Addis. Farið út að borða, í fjallgöngu á Menagesha, í sund á Sheraton og bara haft það rosalega huggulegt. Mamma og pabbi hafa gist á gestahúsi danska kristniboðsins DEM (Danish Ethiopia Mission) sem er hér á næstu lóð. Það er alveg ægilega huggulegt og þar sem íbúðin okkar er heldur lítil var það vel þegið. Krökkunum hefur líka þótt spennandi að fá að gista hjá ömmu og afa.

Við héldum páskana hér heima. Páskadaginn byrjuðum við á hátíðarmorgunverði með Nóa og Siríus páskaegg í eftirrétt. Svo fórum við í kirkju þar sem ég sá um alla tónlistina ásamt Ellen og Alf Åge Hansen ( við erum síðan að fara að halda tónleika hér 30. apríl) Seinnipartinn grilluðum við svo íslenskt lambalæri sem rann ljúflega niður með eþíópsku blandi (Mirinda appelsíni og malti). Í eftirrétt var svo dýrindis ís sem afi keypti sem minnti mjög á heimalagaða ísinn hennar ömmu Borgu þannig að þetta var allt saman alveg dásamlegt.

Mamma átti svo afmæli 18. apríl. Við byrjuðum daginn á að syngja fyrir utan gluggan hjá ömmu og færa henni pakka og myndir sem krakkarnir höfðu teiknað. Svo fórum við öll saman út að borða á veitingastað sem heitir Top Vew. Krökkunum finnst svo gaman þar því þar er svo skemmtilegt leiksvæði.

Við fórum líka í nokkur heimboð. Fyrst til fjölskyldu Almas sem er eþíópsk vinkona mömmu sem býr á Íslandi. Það var tekið á móti okkur eins og höfðingjum með dýrindis kræsingum. Á Eþíópsku páskunum sem voru viku á eftir okkar var okkur boðið í mat heim til Asnakú, barnfóstrunnar okkar og svo í dag fórum við heim til Fantanesh, húsjálparinnar okkar. Að sjálfsögðu var allstaðar boðið upp á injera og wodd sem er þjóðarréttur Eþíópa. Alveg hrikalega góður matur, en injeran gerir það að verkum að maður verður alveg sprengsaddur lengi á eftir það er eins og það blási út í maganum á manni. Við fórum líka í heimsókn til Mörtu vinkonu minnar en þar var okkur boðið í kaffi.

26. apríl

Þá held ég áfram....

Mamma og pabbi voru að fara áðan. Kveðjustundirnar verða bara erfiðari og erfiðari. En þetta fylgir. Við erum mjög þakklát fyrir þennan tíma sem við höfum átt saman, við erum öll búin að njóta þess mjög vel. Margrét Helga átti erfitt með að sleppa ömmu sinni í morgun og við grétum saman mæðgurnar á eftir. Svo tókst okkur að dreyfa aðeins huganum við leik í dúkkuhúsinu.

28. apríl

Jæja, eitthvað ætlar það að ganga hægt hjá mér að skrifa. Það kanski breytir ekki miklu þar sem ég kemst hvort eð er ekki á netið. Það er búið að vera mjög lélegt samband undanfarnar vikur.

Annars er búið að vera fínt að fá frí úr skólanum. Flestir eru orðnir frekar þreyttir en nú er bara einn mánuður eftir. Síðustu dagana fyrir páskafrí var einskonar verklegt nám. Við fengum þrjá daga þar sem við áttum að finna okkur verkefni sem helst tengist því sem við erum að fara að vinna við eftir málaskólann, en fyrst og fremst til að æfa okkur að tala amharísku. Ég fór einn dag og fylgdist með tónlistarkennslu á seminarinu. Reyndar fer allt þar fram á ensku en ég var búin að fá leyfi til að nota einn dag í þetta þar sem áætlað er að ég taki yfir hluta af kennslunni þar. Annan daginn var ég svo heima hjá Mörtu þar sem ég spjallaði við fjölskylduna og lærði meðal annars að baka injera hjá mömmu hennar. Það varð nú ekki beint fallegt injera en ég reyndi þó! Svo borðuðum við nýbakað injera með berberre (krydd sem er mikið notað í matargerð hér) sem er bara alveg hrikalega gott. Annars var ég bara heima og spjallaði við húshjálpirnar. Mér finst ég oft bara mest læra á að vera heima og spjalla við þær. Þær eru mjög meðvitaðar og duglegar að leiðrétta mig og hjálpa mér að læra. Önnur þeirra talar nánast enga ensku og hin er mjög stíf á að tala bara amharísku þótt hún kunni smá ensku en það er bara gott fyrir mig. Ég er allavega búin að læra heilmikið af þeim.

Kristján ákvað að fara niður í bæ og spjalla við tvo skóburstunardrengi sem hann hafði kynnst. Hann kannaði aðeins aðstæður þeirra og ákvað svo að hjálpa þeim að fara í skóla. Eftir talsverða leit fann hann skóla handa þeim þar sem kennslan er í eftirmiðdaginn svo þeir geta unnið á daginn. Hann keypti líka handa þeim skó og skólatösku og bækur fyrir skólann. Þeir voru auðvitað alsælir en þeir halda áfram og reyna að sjá hvað þeir geta fengið meira. Núna hringja þeir nánast daglega til að biðja Kristján um hitt og þetta og að hann komi og hitti þá. Það er ekki á hverjum degi það kemur útlendingur og bíðst til að borga fyrir þá skólagöngu og kemur fram við þá sem jafningja.
Þið megið gjarnan muna eftir þessum drengjum í bænum ykkar. Þetta er verkefni sem hvergi nærri er lokið. Þessir drengir búa við mjög þröngan kost og eru báðir föðurlausir. Þeir sem vilja heyra nánar um verknámið okkar ættu að verða sér úti um eintak af næstu Kristniboðsfréttum. Annars hvet ég nú bara alla til að gerast áskrifendur. Áskriftin er ókeypis og þá fær maður reglulega fréttir af kristniboðinu. Upplýsaingar má finna á www.sik.is .

Svo höfum við fengið í hendur annað verkefni sem er fyrirbænarefni líka. Einn af vaktmönnunum okkar er mjög veikur. Hann hefur undanfarið verið með mikinn höfuðverk en alltaf komið til vinnu. Svo einn daginn ætlaði ég varla að þekkja hann því hann var allt í einu allur orðinn skakkur í andlitinu. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og spyrja hitt vinnufólkið og þá kemur í ljós að hann getur ekki einu sinni lokað öðru auganu meðan hann sefur. Hann virðist hafa farið til einhvers læknis sem sagði að þetta væri vegna kulda, gefið honum einhverjar pillur og sent hann heim. Mér fannst þetta nú dálítið undarleg sjúkdómsgreining og talaðu um þetta við Tuulu sem er nággranni okkar, læknir. Af lýsingunni að dæma sagði hún að þetta gæti verið hvað sem er, æxli, berklar , hvað sem er og því væri CT scan , nauðsynlegt. Hún sagði þó að best væri að tala við Gabriel Lende sem er norskur taugaskurðlæknir sem starfar á Kóreanska spítalanum. Ég gerði það og hann sagði það sama að CT scan væri nauðsynlegt. Ég fékk svo leyfir hjá NLM til að senda hann á Kóreanska og svo hjálpuðu hinar vaktirnar mér að ná í hann og nú bíðum við efir honum. Þessi vaktmaður heitir Yilma og er giftur og á þrjú börn.

Við erum þakklát fyrir að Guð vill nota okkur. Við getum auðvitað aldrei hjálpað öllum en biðjum Guð að sýna okkur hvað hann vill að við gerum. Það getur stundum verið erfitt og lýjandi að keyra um götur bæjarins því allsstaðar sér maður neyðina. Við bara biðjum Guð að gefa okkur visku þannig að við getum mætt fólkinu með kærleika hans. Ég bið ykku aftur að muna eftir Yilma og fjölskyldu hans og eins drengjunum tveimur Mickias sem er 10 ára og Gabrexhiaber 11 ára (sem hefur aldrei áður fengið tækifæri til að ganga í skóla) og fjölskyldum þeirra.


Af krökkunum er allt gott að frétta. Þau eru búin að jafna sig eftir kveðjustundina. Þau fóru í leikskólann í dag og virðast bara nokkuð sátt. Margrét Helga er dugleg að tjá tilfinningar sínar í orðum sem er mjög gott. Jóel á ekki eins auðvelt með það. Enda er hann yngri og knski skilur ekki eins og hún allt saman. Í fyrrakvöld þegar hann var að fara að sofa sagði hann allt í einu við mig:” Mamma er afi hérna? Ég heyri í honum.” Nei, sagði ég “ afi og amma eru farin heim til Íslands, nú eru þau á leiðinni í flugvélinni” Þá sagði hann allt í einu með grátstafina í kverkunum,” Mig langar svo að fá afa” Þetta voru eiginlega fyrstu viðbrögðin hans. Þrátt fyrir allt eru þau mjög ánægð hér og líður vel en auðvitað sakna þau allra heima, annað væri varla eðlilegt.
Minnst maðurinn stækkar og dafnar og verður bara meira krútt með hverjum deginum. Hann er alltaf að segja eitthvað nýtt, ýmist á íslensku eða amharísku en megnið af því sem hann hefur að segja skilur nú enginn ennþá, hann hefur allavega alltaf frá alveg rosalega miklu að segja. Svo er hann orðinn vitlaus í kaffi. Pabbi hans ákvað að leyfa honum að smakka til að hann sannfærðist um að þetta væri ekkert gott en annað kom nú á daginn. Drengurinn er vitlaus í kaffi. Þetta er verst þegar við erum í heimsókn hjá eþíópskum vinum því þar er ávalt boðið upp á kaffi og því fylgir sérstök kaffiseremónía sem er alveg sérstök fyrir Eþíópíu. Þá veit minn sko alveg hvað er í gangi og það þíðir ekkert að plata hann með því að setja saft í bolla eða eitthvað svoleiðis, hann vill bara almennilegt kaffi!!

Jæja þá er ég loksins komin inn á netið svo ég reyni að koma þessu á síðuna..

fimmtudagur, mars 16, 2006

Margrét Helga ræður

13. mars

Þá kem ég mér loksins að þvó að setjast niður og skrifa. Sl. tvær vikur hafa verið hálfundarlegar og ekki beint auðveldar. Þriðjudaginn 28. febrúar hringdu mamma og pabbi til að segja mér að Didda frænka hefði látist fyrr um daginn. Þetta gerðist mjög skyndilega og var því óneytanlega áfall þótt Didda hafi verið orðin fullorðin. Hún var alveg einstök frænka og við söknum hennar svo sárt. Mér hefur líka fundist svo erfitt að vera svona fjarri, geta ekki verið með að kveðja og líka erfitt að hafa ekki fjölskylduna til að rifja upp minningar og deila sorginni með. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt Diddu frænku og það var gott að hún fékk að fara, eins og amma orðaði það, beint heim í himininn án þess að vera veik eða þurfa að þjást. Hún fékk að njóta lífsins fram á síðasta dag. Hún var alltaf svo kát og glöð og tók okkur alltaf fagnandi þegar við komum í heimsókn. Ég veit líka að hún bað fyrir okkur á hverjum degi og það er ég svo óendanlega þakklát fyrir. Daginn sem Didda dó fór litli Dagbjartur Elí að ganga. Ég hugsaði að það hefði nú glatt hana að heyra það. Hún fylgdist svo vel með og gladdist yfir hverju framfaraskrefi barnanna. Núna fær Didda að ganga í dýrðinni með frelsaranum.

Þessar vikur hafa líka einkennst af veikindum okkar hjóna. Það hefur plagað okkur einhver leiðinda magapest sem ég held hafi byrjað hjá mér fyrir tveimur vikum með uppköstum og látum og hélt svo áfram í þessari viku. Kristján kom svo veikur heim af fótboltaæfingu sl. mánudag. Þetta var ekki beint skemmtilegt ástand. Sem betur fer hafa börnin ekki veikst. Ég er nokkurnvegin búin að ná mér þótt ég sé enn fremur þreklítil eftir að hafa lítið sem engu komið niður af mað en Kristján er ekki alveg orðinn góður. Svona er þetta við erum eflaust að venjast flórunni. Þetta virðist nú hafa verið einhver pest því fleiri en við hafa verið veikir af kristniboðunum.

Annars gengur lífið sinn vanagang. Ég er búin að missa töluvert mikið úr skólanum vegna veikinda minna og barnanna núna eftir jól þannig að það tekur dálitla orku að ná upp aftur. Einbeitingin hefur heldur ekki verið upp á marga fiska hjá mér að undanförnu. Ég reyni bara að taka hlutunum eins og þeir eru og ekki gera of miklar kröfur til sjálfrar mín. Ég hef líka fengið að sleppa síðasta tímanum núna í nokkrar vikur þar sem ég var orðin svo uppgefin af þreytu. Það munar um að sitja 25 tíma í viku í stað 30. Ég sé svo bara til seinna hvort ég breyti þessu. Mér finnst amk ekki létt að vera mamma þriggja smábarna og í 100% námi í nýju landi osfrv.! En Guð er með okkur og hann leiðir okkur í gegnum þetta. Þrátt fyrir allt hefur mér nú bara gengið nokkuð vel að læra málið. Ég læri líka heilmikið þá daga sem ég er heima með því að spjalla við húshjálpirnar. Þær eru bara alveg þrælgóðir kennarar!

Annars er ég líka alltaf af og til að spila, bæði í kirkjunni (ILC) og í kristniboðssamhengi. Svo er ég með Ten sing einu sinni í mánuði, barnakórinn annan hvern fimmtudag og svo erum við aftur farin að hittast til að syngja saman. Það heldur mér gangandi að vera í þessu tónlistarstússi og er mér nánast lífsnauðsynlegt.

Börnin eru hin sprækustu, eins og ég sagði áður er DE farinn að ganga og hann er farinn að skilja svo mikið og er alltaf að myndast við að reyna að segja ný orð. Hann er nú ekki jafnfljótur til og systkini hans voru en það er nú kanski ekki skrítið þegar barnið er með 4 tungumál í kringum sig allan daginn. Ég fann líka 9. tönnina í dag. Það virðist vera sem hann sé að fá jaxl í efrigóm. Margrét Helga skoppar um alla daga eins og Lína langsokkur. Hún vill hafa Línu-fléttur og vera í pilsi og í sinhvorum sokknum alla daga. Henni finnst það ægilega flott. Móðirin vonar að það gangi fljótt yfir. Hún elskar að láta lesa fyrir sig og nú erum við að lesa Öddu eftir Jennu og Hreiðar í annað skiptið. Jóel hefur ekki alveg jafnmikið úthald í svona bækur með næstum engum myndumm, ekki ennþá, hann er nú líka bara þriggja ára. Systir hans á það nú til að vera nokkuð stjórnsöm við hann og um daginn sagði hann við mig: “Mamma Margrét Helga hún ræður öllu af því hún er svona (svo rétti hann fram fjóra fingur til að sýna hve gömul MH er). Hún ræður líka yfir dótinu mínu.” “Nei” sagði ég “Þú ræður alveg yfir dótinu þínu” Nei, Margrét Helga ræður” “ Þú ræður nú líka alveg einhverju” Sagði ég þá við hann. “Nei, ég kann það ekki” sagði þá litli stubbi. Þau eru dáldið ólík með það systkinin að það þarf ekki að kenna henni neitt því hún kann allt, að hennar eigin sögn en hann aftur á móti segist ekki kunna neitt. Hún er nú samt farin að vilja leyfa mér að kenna sér að skrifa nafnið sitt. Þau þekkja bæði nánast alla stafina og núna erum við að reyna að byrja að tengja saman í orð. Ég fékk líka lánaða myndlestrarbók í skólanum og það er mjög gaman að skoða hana með þeim. Ég var eiginlega alveg hissa á hversu mikinn orðaforða þau hafa. Þau, sérstaklega Margrét Helga, tala nú reyndar stundum eins og gamalt fólk en ekki eins og lítil börn því þau læra íslenskuna auðvitað bara af okkur og svo af því að lesa bækur.

16. mars

Ætli ég reyni nú ekki loksins að fara að koma þessu á netið. Við vorum nú ekki alveg orðin jafnhress og ég hélt um daginn en núna loksins erum við að ná okkur en þá er Jóel tekinn við. Þetta virðist nú samt ekki leggjast jafn illa á hann eins og foreldrana. Dagbjartur Elí fór að kasta upp í gærkvöld en það var bara einu sinni svo ég held það hafi ekki verið neitt. Líklega hefur hann bara gleypt jarðaberin sem ég gaf honum í gær af of mikilli áfergju. Hann er alveg vitlaus í ávexti, sérstaklega banana og jarðaber að ekki sé minnst á plómur. Hann tryllist ef hann sér skál með plómum og á það til að borða tuttugu stykki í einum rykk (reyndar frekar litlar, en samt...!). Þótt hann líti út fyrir að vera algjört matargat þá er hann það ekki, burtséð frá því hversu sólgin hann er er í ávexti. Það er eiginlega óttalegt vesen að gefa honum að borða. Hann er alltaf svo upptekinn af einhverju öðru. Það er ekki nema það séu eins og ég segi, ávextir og kanski injera (sem er aðal fæða Eþíópanna). En ekki kvartar maður nú yfir að hann vilji borða ávexti!!

Eftir rúmar tvær vikur koma mamma og pabbi til okkar og við erum farin að hlakka mikið til. Þá verður nú glatt á hjalla, ekki síst hjá litla fólkinu. Þau telja dagana og nota til þess fingurna, fín stærðfræðiæfing það.

Jæja ætli ég láti þá ekki staðarnumið í bili.

Guð geymi ykkur!

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ráðstefna í Awasa

22.febrúar

Þá erum við komin heim eftir vikudvöl á kristniboðaráðstefnu í Awasa. Þar er frístaður NLM (hef nú örugglega talað um það áður) þetta er alveg yndislegur staður og frábært að fara þarna til að slappa af. Ráðstefnan var nú svosem ekki mikil afslöppun, stíft prógram frá morgni til kvölds en þó gafst nú færi á að fara aðeins í sund í hádegishléinu. Krökkunum fannst þetta alveg æðisleg. Jóel sagist alltaf vilja eiga heima í Awasa, alla dagana! Þeim fannst líka alveg rosalega gaman að hitta Friðrik Pál aftur, það voru miklir fagnaðar fundir. Það vara líka prógram fyrir krakkana allan tíman á meðan fullorðnafólkið sat á fundum. Það var í umsjá biblíuskólanema frá Fjellhaug (skólinn sem Kritján var á í Noregi í fyrra). Þau eru hér í fimm vikna ferð og hjálpa til við ýmislegt fyrir kristniboðið. Margréti Helgu og Jóel fannst þetta helst til mikil dagskrá, vildu fá meiri tíma til að vera úti að leika. Ég var ekkert voðalega stíf á því að þau þurftu allan tíman að tak aþátt ídagskránni þar sem við vorum með Asnakú með okkur, aðallega til að vera með Dagbjart Elí.
Helsta umræðuefni ráðstefnunnar var heilsustarfið sem er einn mikilvægasti þátturinn í kristniboðsstarfinu. Núna er hafið mikið starf í Sómalílandi sem þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Það eru mörg vandamál á stöðvunum sérstaklega vegna skorts á læknum og öðru menntuðu heilbrigðisstarfsfólki. Ég skildi nú ekki mikið af því sem fram fór þar sem öll praktísk mál eru rædd á ensku og mörg lykilorð sem vantar í minn orðaforða. Stundum sat ég heilu fundina og skildi hvorki upp né niður í neinu. Það var ákveðið að breyta þessu yfir á ensku fyrir tveimur árum síðan vegna Finnanna en það eru ekki allir á eitt sáttir um það. Biblíulestrarnir á morgnana voru þó á norsku og mest öll kvölddagskrá líka.
Það var nú gott að komast aðeins út fyrir borgina og anda að sér frísku lofti! Við komum svo aftur heim á laugardaginn var. Það var ágætt að hafa einn dag heima áður en skólinn byrjaði. Krakkarnir fóru svo í leikskólann og við í skólann á mánudaginn. Ég var alveg hrikalega þreytt í gær og fyrradag og varla að ég gæti fylgst með í skólanum. Ég hef örugglega verið eitthvað hálflasin líka svo ég ákvað að vera heima í dag til að hvíla mig.

Svona af því að ég var að tala um híenur síðast þá verð ég að bæta því við að við fórum í híenusafarí í Awasa. Það er alltaf dáldið um híenur þarna og á nóttunni heyrir maður í þeim. Það er mikið af hestum þarna og ef einhver þeirra slalsast eða veikist eru híenurnar ekki lengi að átta sig á því. Eitt kvöldið hafði drepist hestur rétt fyrir utan lóðina. Við fórum ásamt Torleif Kiserud sem er læknir í Jinka á bíl til að skoða híenustóðið og þetta var enginn smá fjöldi. Bara rétt fyrir utan girðinguna, alveg örugglega svona 50- 60 híenur, jafnvel fleiri! Þetta eru ekki beint geðsleg dýr en gaman að sjá þetta.

4. febrúar var haldið upp á eins árs afmæli minnsta mannsins með pompi og prakt. Það vara fullt hús gesta, afmæliskaka , rjómapönsur og fleira góðgæti á boðstólum. Hann var alsæll með þetta allt saman, fannst voða gaman að láta syngja fyrir sig.
Hann er tvisvar sinnum búinn að sýna tilburði í þá átt að fara ganga en svo hefur alltaf eitthvað sett strik í reikninginn, fyrst varð hann veikur svo þegar við komum til Awasa hætti hann aftur alveg við allt saman. Það var ekki alveg nógu öruggt. En í fyrradag stóð hann í fyrsta skipti sjálfur upp á miðju gólfi óstuddur og í dag virðist hann aftur vera farinn að gera tilraunir til að ganga. Hann þrammar um allt með því að halda í einn fingur á manni en þorir ekki að sleppa alveg. Hann er farinn að skilja svo margt og er farinn að sýna mjög ákveðnar skoðanir. Nú er litli regntíminn svo það rignir af og til á daginn. Í gærmorgunn setti ég hann í nýju stígvélin og regnbuxurnar því það var allt svo blautt úti. Hann var nú ekki par ánægður með að þurfa að vera í svona miklum fötum enda ekki vanur því. Seinna um daginn kom svo hellidemba og þá vildu stóru systkinin fara út til að sulla í pollunum. Þá var nú komið annað hljóð í strokkinn hjá herra Dagbjarti Elí. Hann vildi vera eins og þau og náði í stígvélin sín og gaf Fantanesh merki um að hann vildi líka fá sína regnkápu. Það var alveg hrikalega fyndið að fylgjast með honum. Hann var ekkert smá krúttlegur þegar hann var kominn í gallann og stígvélin og skottaðist úti í pollunum. Hann elskar að vera úti og þegar Asnakú kemur á morgnana fer hann rakleiðis og nær í sandalana sína sem er merki um að hann vill fara út að leika.
Hann er líka farinn að mótmæla á kvöldin þegar hann á að fara að sofa en er nú samt yfirleitt fljótur að gefa sig því hann er svo þreyttur eftir að hafa verið úti allan daginn.

Jónas Þórisson, formaður Kristniboðssambandsins lenti í Addis 3. feb. Kristján fór og náði í hann út á flugvöll og svo borðaði hann kvöldmat með okkur. Áætlað var að hann færi með flugi til Jinka eldsnemma á laugardagsmorguninn þar sem Raggi Schram ætlaði að sækja hann og fara með hann til Omo Rate. Fluginu var hins vegar seinkað um sólarhring svo Jónas kom bara í afmælisveislu hér og bauð okkur svo út að borða um kvöldið. Hann var svo með okkur hluta af ráðstefnunni í Awasa og áttum við gott spjall þar Íslendingarnir.

Ætli ég fari þá ekki að segja þetta gott í bili, ég man ekki eftir neinu fleiru markverðu í bili, bæti því bara við næst ef ég man eftir því - takk fyrir kommentin alltaf gaman að sjá að fólk man eftir okkur!

Enda þetta á orðunum sem voru yfirskrift kristniboðaráðstefnunnar :
“Ég gjöri allt vegna fagnaðarerindisins til þess að ég fái hlutdeild með því. Vitið þér ekki að þeir sem hlaupa á íþróttavelli hlaupa að sönnu allir en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig að þér hljótið þau”. 1. Kor.9:23-24

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Híenur og kakkalakkar

26.janúar

Þá virðist sem allir, amk á þessu heimili séu orðnir frískir. Ég hef nú bara aldrei vitað aðra eins gubbupest! Við Kristján urðum líka lasin ég var rúmliggjandi í tvo daga en Kristján kastaði bara einu sinni upp. Krakkarnir hafa fengið þetta miklu verr, þau voru alveg hrikalega slöpp og ekki fyrr en á laugardaginn sem Margrét Helga fór að borða að ráði, en nú sem sagt er þetta gengið yfir hjá okkur. Það eru samt enn einhverjir veikir á lóðinni, það hafa allir með tölu, bæði börn og fullorðnir fengið þessa pest í einhverri mynd.
Ég byrjaði því ekkert í skólanum fyrr en á mánudag. Það var óþægilegt að missa úr heila viku því það sem við erum að fara í núna er mjög erfitt en ég er nú svona nokkurnvegin að ná hinum núna. Það sem er erfiðast við amharískuna finnst mér er að hugsunin á bak við uppbyggingu setninga er svo ólík öllu sem maður þekkir. En þetta er nú allt í rétta átt.
Við fórum út að borða á Kaldis sem er veitingastaður í rosafínni verslunarmiðstöð hér rétt hjá, á þriðjudagskvöld til að halda upp á að við værum risin úr rekkju öll sömul. Það var ágætt að komast aðeins út af lóðinni!
Í dag byrjuðum við svo barnakór niðri á norska skólanum. Þetta er kór fyrir minnstu krakkana 3- 5 ára og svo fá þau sem eru enn yngri líka að vera með ef þau hafa einhvern fullorðinn með sér. Margrét Helga og Jóel eru búin að hlakka svo mikið til. Margrét Helga söng meira að segja einsöng, hún var eiginlega búin að panta það. Hún er sko ekki feimin stelpan. Jóel langar líka að fá að syngja einsöng svo ég þarf að finna eitthvað sem hann getur líka sungið. (Systir hans þvertekur fyrir að hann fái að syngja með henni, hún ætlar sko að syngja ein!). Þetta gekk mjög vel og góður hópur af börnum hér á þessum aldri.
Það er nú svo sem ekkert mikið annað að frétta þar sem við erum búin að liggja meira eða minna í veikindum. Kristján er reyndar búinn að setja loftnet upp á þak svo nú getur hann horft á bæði enska boltann og svo er Afríkumeistarakeppnin í hámarki núna- mikil hamingja!

Við heyrðum aðeins í Ragga Schram í vikunni, í fyrsta skipti eftir að þau fluttu suður eftir (það er enginn sími þar). Það var bara gott í honum hljóðið og hann sagði að þau væru bara mjög sátt. Það verður gaman að hitta þau í Awasa eftir rúmar tvær vikur en þá er ráðstefna allra NLM kristniboða sem starfa hér í Eþíópíu.

Annars er bara allt gott að frétta- það er heitt á daginn núna og líka fyrripart nætur þannig að ekki verður kvartað yfir því.....


30. jan

Það gengur eitthvað erfiðlega hjá mér að komast inn á bloggið þannig að þið fáið aftur tvær færslur í einu...
Það er svo sem ekkert nýtt að frétta þannig, allt bara gengur sinn vanagang. Nóg að gera í skólanum og svoleiðis. Margrét Helga reyndar kastaði upp í gærkvöld, aftur, og Jóel var voða flökurt í nótt svo við sendum þau ekkert í leikskólann í dag. Þau voru samt bara hress í dag þannig að þetta hefur verið eitthvað tilfallandi.
Á laugardaginn fórum við á basar sem er hér einu sinni í mánuði og ég fjárfesti í málverki sem nú á bara eftir að ramma inn og finna stað á vegg í stofunni. Eftir hádegi skrapp ég svo með Ragnhild á Gihon að synda. Það er nú orðið miklu hlýrra svo það er bara fínt að synda þar núna. Ég fékk líka lánaða sundhettu hjá Ann Kristin og það er enginn smá munur. Næst á dagskrá er að fjárfesta í einni slíkri.
Á sunnudaginn ákváðum við að prófa að fara í aðra kirkju en venjulega. Formið þar er miklu léttara og ég kann að mörgu leiti betur við það. Ég hugsa samt að við komum til með að sækja ILC áfram þar sem þangað sækja flest af samstarfsfóllkinu okkar. Okkur langar líka að reyna að sækja eþíópska kirkju en það er ekki eins auðvelt með börnin, þarf að reyna að athuga hvort það sé einhversstaðar sunnudagaskóli.

Svo styttist í að minnsti maðurinn verði eins árs. Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður. Hann er farinn að spjalla heilmikið, mest er það nú bara eitthvað babl en svo segir hann nokkur orð, mér sýnist nú eins og er amharískan hafa vinninginn. Hann segir samt mamma og babba, takk og gakka (krakkar). Hann spjallar líka við alla sem ganga framhjá og hefur frá heilmiklu að segja. Svo segir hann qoy (bíddu), bäqqa (nóg), dabbo (brauð) og qú eða qúqú (Asnakú sem er barnapían okkar) og na (komdu). Áur en hann varð lasinn (fyrir uþb 4 vikum) var hann farinn að taka fjögur til fimm skref alveg einn en það kom eitthvað bakslag við veikindin, enda var hann alveg hrikalega slappur greyið í heila viku. Núna er samt nóg að halda bara í aðra höndina á honum og honum finnst alveg svakalega gaman að fara í göngutúr á lóðinni og ekki síst gaman að fara og skoða kanínurnar hjá honum Thomasi nágranna okkar. Honum finnst líka alveg æðislegt að vera úti að leika með stóru krökkunum og vill helst vera úti í sandkassa allan daginn. Svo finnst honum líka alveg svakalega gaman að syngja og þegar við syngjum þá klappar hann í takt, líka þegar ég syng fyrir hann “Enginn þarf að óttast síður” áður en hann fer að sofa! Hann er bara alveg yndislegur lítill sólageisli! Það verður auðvitað veisla á laugardaginn og það er nokkuð ljóst að það verður pitsa á borðum! Honum finnst pitsa alveg rosalega góð og borðaði þrjár sneiðar á föstudaginn var á meðan stóri bróðir borðaði bara eina!
Nú er kominn tími til að skella sér í sturtu fyrir nóttina. Það er orðið mjög heitt á daginn núna og í dag var líka mjög rakt þannig að maður er hálfklístraður eitthvað. Ég reyndi ekki einu sinni að fara út að skokka í dag. Ég gerði það á föstudaginn (kl. 3 nb!) og hélt ég myndi bráðna! Kanski ekki mjög gáfulegt en maður verður nú að hreyfa sig...

Geri þá tilraun til að koma þessu á netið- já og endilega skrifið komment, ég er farin að sakna þess að fá engin komment. Ég held síðan að ég stefni á að skrifa með tveggja vikna fresti héðan af – það er bara svo mikið að gera að ég held ég geti ekki staðið við vikuáætlunina

Svona að lokum: Við heyrðum í híenu á sunnudagsmorguninn, líklega hér á lóðinni, gerist af og til að þær komi hingað en þá yfirleitt bara á nóttunni. Reyndar var í haust ungi að sniglast hér í kringum húsin um hábjartan dag- hefur líklega villst frá mömmu sinni!
Svo átti ég alltaf eftir að segja frá nýju gæludýrunum okkar- kakkalökkunum. Þeir halda fund á hverju kvöldi í eldhúsinu og virðast una sér vel......svona er Afríka!!

Bless í bili

“Ég vil lofa þig Drottinn af öllu hjarta, segja frá öllum þínum dásemdarverkum. Ég vil gleðjast og kætast yfir þér, lofsyngja nafni þínu, þú hinn hæsti.” Sálm.9:2-3