Helga Vilborg og Stjáni Sverris

laugardagur, desember 18, 2004

Advent på Sinsen

Laugardagur 18. des. 04

Jæja, þá er að verða vika síðan ég koma einhverju á bla ð síðast. Vona að fastir lesendur séu ekki farnir að missa voninina, þ.e.a.s. ef þeir eru þá einhverjir. Jú, ég veit nú að allavega nánustu ættingjar kíkja á þetta.
Nú er spurning hvort ófríska konan með gullfiskaminnið muni eitthvað á því sem á daga fjölskyldunnar hefur drifið sl. viku.
Síðasta mánudag fékk Kristján afhent heimaprófið sem stóð yfir fram á fimmtudag. Ég held honum hafi bara gengið nokkuð vel, allavega leist mér vel á það sem hann skrifaði. Efnið fjallaði að mestu um kristilegt uppeldi og ábyrgð fjölskyldunnar í þeim efnum. Hann gat valið um tvö ritgerðarefni og var held ég einn af fáum sem völdu þetta. Mánudagseftirmiðdagurinn var nýttur til að skreyta og setjva saman piparkökuhúsið. Það fengi kanski ekki fyrstu verðlaun í piparkökuhúsasamkeppni Kötlu (er það ekki annars Katla sem stendur fyrir slíkri keppni í Kringlunni ár hvert??) en þetta er húsið okkar og við erum bara svo ánægð með það. Margrét Helga og Jóel sáu um að skreyta. Mamma fann út að best var að setja bara smá glassúr í bolla og leifa svo bara litla fólkinu að nota fingurna í þetta svo þetta er bara ægilega krúttlegt. Húsið minnir mest á eþíópskt “djigga”- hús (dæmigert íbúðarhús í Addis) og finnst mér það bara mjög við hæfi!!
Eins og ég sagði frá í síðustu skrifum fengu systkinin að kaupa jólagjafir handa hvoru öðru. Það er mikið búið að reyna að útskýra að þetta eigi allt saman að vera leyndarmál fram að jólum en það er erfitt fyrir lítlar manneskjur að skilja tilganginn með því. MH er auðvitað löngu búin að kjafta í bróður sinn hvað hún keypti handa honum en ég held hann skilji ekkert hvað hún er að tala um. Hún reynir svo stöðugt að veiða upp úr honum hvað hann keypti. Einn morguninn í vikunni lágum við hjónin enn í rúminu og börnin voru í sínu herbergi að spjalla saman eins og gerist oft á morgnana. Þá heyrum við MH spyrja Jóel:” Keyptir þú eitthvað handa mér? Hvað keyptirðu? Var það eitthvað Barbie?! Og í gær spurði hún mig sömu spurninga.. Hún er anars orðin mjög spennt litla konan og lætur það óspart bitna á bróður sínum. Spenningurinn er samt eiginlega fyrst að byrja núna sem betur fer, hefur ekkert verið eitthvað yfirþyrmandi á aðventunni og við höfum haft okkar undirbúning í rólegheitum.
Fyrr í vikunni komu þau heim með jólapakka til mömmu og pabba sem þau hafa búið til í barneparken, það verður spennandi að opna þá pakka. Ég spurði MH hvort þau hefðu búið til pakka handa okkur en hún sagði að það hefði verið Arnveig (önnur af leiðbeinendunum) Hún átti þá að sjálfsögðu við hver pakkaði inn á meðan ég var að meina innihaldið!
Á Miðvikudaginn var síðasta kóræfingin hjá barnakórnum fyrir jól. Að venju var voða spenna hjá systkinunum. Þetta var í fyrsta skipti sem Margrét Helga tók virkan þátt í æfingu. Hún var bara smá feimin fyrstu 10 mín. En svo söng hún fullum hálsi, færði sig meira að segja úr mínu fangi í sér sæti og var bara voða sjálfstæð og dugleg. Mamma var svo stolt af henni. Þetta er allt að koma. Jóel hefur hins vegar frá byrjun verið miklu ófeimnari. Í lok æfingarinnar fengu krakkarnir svo jólahressingu.
Á finntudagskvöld var öllum boðið í julemiddag á skólanum í tilefni skólaloka. Það var gaman að smakka norskan jólamat sem er nú talsvert frábrugðinn þeim íslenska. Þar var á boðstólum lutefisk sem ég hef alltaf haldið að líktist eitthvað skötu en gerir það nú ekki. Skatan er nú betri!! Svo var pinnekjött og ribbe (sem ég skil nú reyndar ekki alveg hvernig þeir fara að að borða...) og ýmislegt fleira. Þetta braðgaðist mest mjög vel. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. MHK og JK voru dugleg að borða og fóru svo strax að hlaupa með hinum krökkunum (þ.e. stelpunum, Jóel var eini strákurinn). Jóel hljóp um allan matsalinn með beran magan og buxurnar á hælunum...Þegar mamma spurði hvað þetta ætti eiginlega að þýða sagðist hann vera að sýna litla barnið sitt, hann segist sko vera með lítið barn í maganum eins og mamma!!
Annars var ég voða glöð þegar Kristján var búinn með prófin, það var eiginlega öll fjölskyldan í prófum. Mér tekst alltaf að stressa mig líka. Í gær fóru svo feðgarnir að sinna erindum í bænum á meðan við mæðgurnar reyndum að gera heimiliða ðeins huggulegar útlýtandi en það hefur verið sl. vikuna. Það þurfti líka eiginlega að gefa systkinunum frí frá hvort öðru í smá stund þar sem jólaspenningurinn kemur dáldið mikið fram í slagsmálum. Þegar feðgarnir komu heim hafði litli stubbur sofnað og vildi svo helst ekkert vakna. Hann var síðan voða stúrinn enda var hann líka kominn með hita og vildi bara leggja sig aftur- ekki mjög líkt honum. Hann var síðan með hita í nótt en var svonánast hitalaus í morgun þótt hann hafi verið hálf druslulegur í dag litla skinnið.Ég ákvað því að fara með litlu frökeninni í bæinn að klára jólagjafainnkaupin. Það fannst henni ekki leiðinlegt. Ég passaði mig á því núna að koma ekki nálægt verslunarmiðstöðvunum en hélt mig við Karl Johann og Storgata. Þá var þetta bara nokkuð þolanlegt.
Jæja, ætli þetta sé ekki bara að verða ágætt í bili. Annars er stefnan tekin á Svíþjóð á þriðjudaginn. Ef ég næ ekki að blogga meira fyrir jól óska ég öllum sem lesa þetta gleðilegra jóla og Guðs blessunar á komandi ári.

mánudagur, desember 13, 2004

Lýsi, skautar og fleira

Sunnudagur 12. desember 2004


Jæja, þá er kominn þriðji sunnudagur í aðventu. Tíminn flýgur áfram. Ég sagði frá því í síðustu skrifum að allt sem ég hefði skrifað hefði þurrkast út. Það þurfti nú síðan ekki meira til en að tölvuséníið bróðir minn opnaði síðuna heima hjá sér í tölvunni og þá var nú bara allt saman þarna ennþá ,mér til mikillar gleði. Það virðist sem eitthvað sé í ólestri hjá blogspot því þetta kemur og fer en allavega ekki búið að eyða neinu. Þrátt fyrir það ætla ég héðan af að skrifa þetta á ritvinnslunni og færa svo bara yfir. .

Íslenskt lýsi...

Fyrir þá sem hafa velt því fyrir sér þá er lýsi ekki vel til þess fallið að skúra með því gólf!!! Á fimmtudaginn minnir mig, var einhver fita á eldhúsgólfinu sem ég hélt í fyrstu að væri smjör sem hefði klínst eitthvað frá krökkunum. Á sama tíma lak úr ískápnum eitthvað sem ég heélt að væri vatn og skellti því moppunni yfir það svo krakkarnir stigju ekki í það. Svo þegar þrifin hófust kom annað á daginn. Ég skildi ekki hvað það var voðaleg lýsislykt og hversvegna í ósköpunum fitan virtist bara aukast við að skúra. Þegar ég opnaði ískápinn sá ég að lýsisflaskan góða frá Íslandi lá á hliðinni og var ss. sökudólgurinn. Nú er bara spurning hvort lýsið eigi einhverntíma eftir að nást gólftuskunni því það hefur enn ekki gerst þrátt fyrir ítrekaðar þvottatilraunir. Nú er bara málið að muna að aldrei leggja lýsisflöskuna á hliðina og alltaf aðgæta hvort tappinn sé ekki örugglega vel skrúfaður á. En nóg um lýsi.

Ég er loksins búin að græja myndir í jólakort svo þau verða væntanlega send út fyrir helgi. Verð eiginlega að drífa í því þar sem við förum til Svíþjóðar næsta þriðjudag. Við ætlum sem sagt að vera þar yfir jólin hjá Hilla bróður hennar mömmu og fjölskyldu og auk þess ætla foreldrar mínir að koma líka. Það verður gott að koma þangað, þau eru alveg sérlega gestrisin. Ég sé líka í hillingum allar barnapíurnar sem verða þarna! Þetta verður góð afslöppun fyrir mig svona í lok meðgöngunnar.

Kristján kláraði annað prófið sitt á fimmtudaginn og næsta próf sem byrjar í dag og stendur fram á fimmtudag er heimapróf. Það er erfitt að lesa mikið fyrir það svo hann fékk ágætis pásu um helgina. Á laugardaginn skiptum við liði. Það var eiginlega löngu orðið tímabært að systkinin fengju að vera í sitthvoru lagi, það er nauðsynlegt fyrir þau svona inn á milli. Kristján fór með Margréti Helgu að kaupa skauta og jólagjöf handa Jóel en við mæðginin fórum í bæinn að ná í jólakortin og svo fékk litli stubbur að kaupa jólagjöf handa systur sinni.
Kristján verður eiginlega sjálfur að lýsa skautaferðinni með litlu prinsessunni. Hún er ss. Búin að biðja um þetta síðan hún uppgötvaði skautasvellið á Karl Johan f. viku síðan! Allavega veit ég að feðginin áttu mjög góðan dag saman og litls skautadrottningin kom alveg uppgefin heim með ískalda litla fætur. En sem betur fer var mamma nýbúin að kaupa hitapoka svo hún kom sér vel fyrir í sófanum með hitapokann og sængina og horfði á Bangsímon á meðan hún var að fá hita í kroppinn.
Jóel fannst gott að hafa mömmu aðeins út af fyrir sig. Það var reyndar algjör bilun að vera í bænum, brjálæðislegri traffík en nokkurntíman og verra en nokkurntíma í Reykjavík! Ég skil heldur ekki alveg þessar verslunarmiðstöðvar hér. Það eru svakalega þröngir gangar og margar hæðir og ekki bætir úr skák að hitinn er skrúfaður upp úr öllu valdi. Þar að auki er hvergi hægt að setjast niður nema kanski við kaffiteríurnar en þar eru samt aldrei nema svona þrjú borð og það dugar skammt í þessum fjölda. Má ég þá frekar biðja um Kringluna eða Smáralindina já eða helst bara gamla góða Laugaveginn!! Hvað um það, okkur tókst að ná í myndirnar og gerðurm svo tilraunir í leikfangabúðunum Jóel var sko alveg með á hreinu hvað hann ætlaði að gefa systur sinni: Eitthvað Barbie! Hann kom fljótt auga á risastórt prinsessu Barbiehús sem hann vissi alveg að Margréti Helgu langaði í. Mamma var nú ekki alveg á því en þá benti hann á stórann prinsessu Barbiehestvagn með hestum og dúkkum og öllu!
Það endaði með því að við forðuðum okkur út úr Oslo City (verslunarmiðstöðinni) og út á Karl Johann þar sem við fundum plötuverslun. Þar fann litli maðurinn DVD mynd handa systur sinni: Barbie: Hotubrjóturinn þar sem Barbie dansar við tónlist Tschaikovskis. Hann var hæstánægður með þessa gjöf og rétti afgreiðslumanninum hana sjálfur.
MH keypti líka gjöf handa bróður sínum og nú er aðalmálið að fá þau til að kjafta ekki frá!!

Á laugardagskvöldið fengum við svo gesti. Ragnheiður og Óli kíktu í kaffi eftir að stubbarnir voru sofnaðir og áttum við fínt kvöld.

Í gær (sunnudag) fórum við svo öll fjölskyldan saman í skautaferð niður á Karl Johann. Það var að sjálfsögðu tekinn með matpakki að norskum sið og heitt kakó í brúsa. Jóel átti að fá að prófa skautana og fékk að byrja. Þetta var dáldið erfiðara en hann hafði haldið og endaði með nokkrum tárum! Honum fannst miklu skemmtilegra að hlaupa um svellið í kuldaskónum og gæða sér á piparkökum hjá mömmu! Litla konan hins vegar er orðin alveg ótrúlega dugleg. Nær alveg jafnvægi og getur staðið sjálf upp þegar hún dettur. Nú þarf hún bara að læra að renna sér. Annars var þetta allt saman fest á filmu.

Ég fór svo heim með krakkana í leigubíl þar sem fótboltaþyrstur bóndinn skellti sér á sportbar til að sjá Eið Smára skora mark gegn Arsenal.

Dagurinn endaði svo á því (eftir að þreytt móðirin hafði lagt sig!) að við hjónin horfðum á norska kvikmynd á DVD. Buddy heitir hún og gerist að mestu hér í nágreninu. Skemmtileg mynd.

En nú er bara að vinda sér í jólakortin.....

Gullmolar:
Systkinin eru orðin mjög meðvituð um það að fjölskyldan er að stækka. Margrét Helga spjallar reglulega við litla barnið í maganum sem NB hún hefur hefur hugsað sér að sjá alfarið um þegar það kemur í heiminn!Hún segir barninu að fara nú að koma út en svo líka frá því sem hún er að gera. Hún er svo móðurleg með hana Sissu litlu sína og gefur henni brjóst og skiptir á henni og hvað eina. Jóel er kanski ekki alveg eins meðvitaður um hvað er að gerast en hann passar vel upp á Diddu litlu sína svo segist hann vera líka með lítið barn í maganum og maður verður að passa að það meiði sig ekki þegar maður kitlar hann og svoleiðis.....


fimmtudagur, desember 09, 2004

Aldrei að treysta tölvum!

Var að komast að því mér til mikillar gremju að allt sem ég er búin að blogga hingað til væri dottið út. Var að vonast til að ég gæti notað þetta sem dagbók líka fyrir okkur til minningar, borgar sig greinilega að prenta út eða vista þetta einhversstaðar annarsstaðar. Er annars að vonast til að tölvusnillingurinn bróðir minn kunni einhver ráð við þessu. Var ferlega svekkt þegar ég uppgötvaði þetta. Annars er bara allt gott að frétta. Ég er bara orðin nokkuð góð í fætinum en þori ekki út nema með broddana og vafin á báðum fótum því það er alveg ferleg hálka sem ekki kann góðri lukku að stýra í öllum brekkunum hér.
Nú þarf ég að ryfja upp hvað hefur á daga okkar drifið síðan ég skrifaði síðast.
Jú, fór í bæinn á mánudaginn meðan krakkarnir voru í barneparken og stússaðist dáldið. Gleymdi reyndar ljósmyndinni sem ég ætlaði að nota í jólakort en það var svo sem nóg annað sem ég þurfti að útrétta. Kristján er bara búinn að vera á fullu að æesa fyrir próf í Islam og Livssyn sem hann tók í dag. Mér fannst hann bara vera nokkuð sáttur þegar hann kom heim. Nú á hann eitt próf eftir sem er úr öllum hinum fögunum (uþb 5-6 fög) sem er heimapróf frá mánudegi til fimmtudags og einhvernvegin þverfaglegt.
Börnin eru alltaf jafnánægð í barneparken og er alltaf að fara fram í norskunni. Á mánudagskvöldið vorum við boðin til hjónanna sem búa hérna fyrir neðan okkur. Þau eiga lítnn strák sem MH og J leika sér stundum við. Jóel vaknaði svo ég hafði hann í fanginu hjá mér niðri í smá stund. Þá komst ég að því að hann skildi allt sem sagt var við hann á norsku þótt hann svaraði á íslensku. Það sama á við um MH. Þetta kemur örugglega bara allt í einu.
Í gær fór ég í mæðraskoðun, enn eina ferðina, það er tvöfalt oftar skoðanir hér en heima en þeir eru víst eitthvað að reyna að breyta þessu. Allavega gengur allt rosa vel og ég er eiginlega bara hressari núna en fyrir nokkrum vikum síðan. Var held ég bara eitthvað hálflasin.
Í gærkvöld fór ég til Torill að horfa á DVD diskinn með Gospelkórnum. Tölvan okkar neitar að spila hann, þ.e.a.s. hann hikstar alltaf svo hún bauð mér að koma og kíkja á hann. Hún var sjál mjög hrifin og mér fannst alveg frábært að sjá þetta enda búin að hlakka mikið til. Diskurinn sem ég er með er reyndar eitthvað gallaður því hann neitar að spila eitt lagið. Fæ kanski nýjan til að sýna á skólanum.
Annars er ég bara búin að taka því rólega í dag, ágætt að gera það svona inn á milli. Fór reyndar með krakkana út í búð og svo í fiskabúð sem er hérna í hverfinu, svakalega flott, Nemó á sko heima þar!
Ég verð að hætta núna þar sem lítill stubbur er vaknaður, á það til að koma fram seint á kvöldin til að tékka á mömmu sinni!

föstudagur, desember 03, 2004

Hrakfallabalkur

Jæja, tha er buid ad lækna tølvuna svo nu sit eg bara eins og gellurnar i biomyndunum uppi i rumu med tølvuna i fanginu. Eins og yfirskriftin ber med ser tokst mer ad slasa mig i vikunni. Eg var ad koma fra thvi ad skila krøkkunum i barneparken og stod svo bara herna uti i brekku og var ad spjalla vid eina mømmuna thegar eg bara skyndilega hrundi nidur, økklin bara gaf sig og eg sem var med brodda undir skonum og allt! Mer tokst tho ad koma mer heim en Kristjan thurfti ad hjalpa mer upp stigann og thegar eg kom inn og var komin ur skonum blossadi upp thessi lika gridarlegi sarsauki ad mig svimadi og var fløkurt svo eg var eiginlega viss um ad lidbandid hefdi alveg farid. En thetta for allt betur en a horfdist. Eg køldi fotinn vel og Ann Kristin keypti fyrir mig super ithrotta studningssokk. Mer tokst fljotlega ad fara aftur ad stiga i fotinn og get nuna alveg gengid thott økklinn se pinu bolginn og marinn. Eg er med laus lidbønd fyrir og ekki minnkar .thad vid olettuna. Thar sem astand mitt var ekki upp a marga fiska i gør helt eg mig bara inni til ad koma i veg fyrir frekari slys. Kristjan for i fyrsta profid i morgun og kom bara mjøg sattur heim. Eftir hadegid skruppum vid hjonin svo i bæinn thar sem Ann Kristin og Geir hæfdu bodist til ad passa fyrir okkur. Thad var fint adeins ad komast ut barnlaus. Forum bara a røltid og fengum okkur sidan svakalega gott italskt braud a barnum efst uppi i Radison SAS hotelinu, med utsyni yfir borgina.
A morgun stefni eg svo a adra bæjarferd med Ragnheidi æskuvinkonu minni sem byr einnig her i Oslo.

En nu held eg eg segi goda nott.
HVS

Hrakfallabalkur

Jæja, tha er buid ad lækna tølvuna svo nu sit eg bara eins og gellurnar i biomyndunum uppi i rumu med tølvuna i fanginu. Eins og yfirskriftin ber med ser tokst mer ad slasa mig i vikunni. Eg var ad koma fra thvi ad skila krøkkunum i barneparken og stod svo bara herna uti i brekku og var ad spjalla vid eina mømmuna thegar eg bara skyndilega hrundi nidur, økklin bara gaf sig og eg sem var med brodda undir skonum og allt! Mer tokst tho ad koma mer heim en Kristjan thurfti ad hjalpa mer upp stigann og thegar eg kom inn og var komin ur skonum blossadi upp thessi lika gridarlegi sarsauki ad mig svimadi og var fløkurt svo eg var eiginlega viss um ad lidbandid hefdi alveg farid. En thetta for allt betur en a horfdist. Eg køldi fotinn vel og Ann Kristin keypti fyrir mig super ithrotta studningssokk. Mer tokst fljotlega ad fara aftur ad stiga i fotinn og get nuna alveg gengid thott økklinn se pinu bolginn og marinn. Eg er med laus lidbønd fyrir og ekki minnkar .thad vid olettuna. Thar sem astand mitt var ekki upp a marga fiska i gør helt eg mig bara inni til ad koma i veg fyrir frekari slys. Kristjan for i fyrsta profid i morgun og kom bara mjøg sattur heim. Eftir hadegid skruppum vid hjonin svo i bæinn thar sem Ann Kristin og Geir hæfdu bodist til ad passa fyrir okkur. Thad var fint adeins ad komast ut barnlaus. Forum bara a røltid og fengum okkur sidan svakalega gott italskt braud a barnum efst uppi i Radison SAS hotelinu, med utsyni yfir borgina.
A morgun stefni eg svo a adra bæjarferd med Ragnheidi æskuvinkonu minni sem byr einnig her i Oslo.

En nu held eg eg segi goda nott.
HVS