Jamm og jæja...
Vaknaði aftur í nótt með verki. Var reyndar í allan gærdag með samdrætti á 7- 10 mín fresti.
En í nótt ss. ákvað ég bara að að bíða og sjá. Vaknaði á sama tíma og fyrri nótt með verki á 4 mín fresti sem hættu svo á sama tíma um hálfsjö. Ég er voðalega eitthvað þreytt í maganum þetta er búið að vera svo lengi þótt þetta séu kanski ekkert voðalega sárir verkir fyrir utan þá sem ég fæ á nóttunni. Ég var svo að koma úr skoðun áðan og allt lítur vel út. Barnið búið að skorða sig blóðþrýstingurinn eðlilegur, hjartslátturinn fínn hjá barninu og góðar hreyfingar. Það er ss. ekkert annað að gera en bara bíða. Í sl. fæðist þetta barn næsta mánud. Ljósmóðirin pantaði fyrir mig tíma á spítalanum í overtidskontroll eins og það heitir á norsku. Þegar hún sagði hvenær ég hefði verið sett fékk hún þær upplýsingar að óvenju margar konur settar á sama tíma væru komnar framyfir! Þetta kanski liggur eitthvað í loftinu. Ég fékk síðan tíma á föstudaginn. Þá verður ákveðið hvenær ég verð sett af stað ef til þess kemur. Þykir nú líklegt að það verði þá ekki fyrr enn á mánud. Ef allt er í lagi. Annars finnst mér að barnið ætti að koma á fimmtudaginn, á afmælisdaginn hennar ömmu fyrst það er búið að láta bíða svona eftir sér.
Þrátt fyrir spennu í loftinu á heimilinu er allt gott af okkur annars að frétta. Veðrið er gott, 5°hiti og sól. Mjög óvenjulegt hér á þessum árstíma.
Munið að kíkja á myndasíðuna!
http://sverrisson.myphotoalbum.com