Helga Vilborg og Stjáni Sverris

mánudagur, mars 28, 2005

Heim

Bara að láta vita að við erum á lífi!
Fyrir þá sem ekki vita komum við óvænt í stutta heimsókn til Íslands yfir páskana. Því miður var ekki unnt að hitta alla sem við hefðum óskað en við komum heim í sumar og reynum þá að nýta tímann vel til að hitta vini og vandamenn.
Ferðasagan verður skrásett hér innan tíðar!

fimmtudagur, mars 17, 2005

En baby....

Það gekk ekki að koma þessu á síðuna í gærkvöld svo nú koma þankar gærdagsins:

Miðvikud. 16. mars

Jæja, kominn tími til að rapportera. Komin vika síðan síðast.
Byrjum á veðrinu svona eins og sönnum Íslendingi sæmir. Það er búi að vera bara alveg þokkalegt. Sól og bjart en soldið kalt. En nú er að hlýna Reynda búið að snjóa dálítið í dag og í gær er n tölurnar á mælinum fara hækkandi og á mánudaginn er spáð 8° hita. Vonum bara að það standist.
Kristján er að lesa undir próf og á svo að skila ritgerð á föstudag sem hann er nú eiginlega búinn með.
Krakkarnir eru farin að vera klukkutíma lengur í barneparken á daginn. Núna opnar hann kl. 10. Það er ágætt því þau vilja bara helst vera úti þegar veðrið er svona gott og eru oft ekkert búin að fá nóg eftir 3 tíma í barnepark. Þau eru alltaf voða dugleg að leika sér saman hér heima og fara oftar en ekki í allskyns hlutverkaleiki. Um þessar mundir er mjög vinsælt að vera í mömmuleika og þau skiptast á að vera mamman/pabbinn og litla barnið. ‘i gær var Jóel litla barnið og MH mamman. Margrét Helga gerði bara alveg eins og mamma og gaf litla barninu brjóst. Hún skipaði bróður sínum að leggjast í fangið á sér, sem hann og gerði, vippaði svo upp peysunni og gaf honum brjóst. Eftir stutta stun heyrðist svo: “Nú skulum við prófa hitt brjóstið” Svo lét hún hann snúa sér við og endurtók leikinn. Þegar brjóstagjöfinni var lokið bað “litla barnið” um pelann sinn og “mamman sagði: “ já ég skal fara og blanda handa þér mjólk” Sýnir manni hvað þau taka vel eftir því sem fram fer á heimilinu.
Í gær fór ég með Dagbjart Elí í tékk á barnaspítalanum. Það var ss, ómað á honum hjartað aftur til að athuga hvort gatið sem fannst þegar hann var á fæðingadeildinni væri ekki lokað núna. Svo reyndist vera og erum við mjög þakklát fyrir það. Það voru reyndar mestar líkur á því en alltaf gott að það er fylgst með svonalöguðu. Drengurinn var viktaður og mældur í fyrsta skipti síðan á fæðingadeildinn og það lítur ekki út fyrir annað en að hann þrífist vel orðin 5875g og 60 cm! Hann er jafnstór MH þegar hún var 3 mán og Jóel þegar hann var 8 vikna, en Dagbjartur Elí er 5 vikna rúmlega. Hann fór svo með mömmu á kóræfingu í gærkvöld og fannst alveg rosalega gaman. Svaf nú reyndar alveg fyrri helminginn en sat svo seinnihlutann í magapokanum og lét sér vel líka. Ég er búin að vera í smá pásu frá kórnum frá því síðustu dagana fyrir fæðinguna svo það var alveg frábært að koma aftur og syngja. Vorum í gær m.a. að syngja He reigns sem við höfum líka sungið í Gospelkór Reykjavíkur, svaka gaman!
Ég er svona frekar minnislaus þessa dagana ,sökum svenfnleysis aðallega held ég- DE sofnar um 23 vaknar kl.3 og svo aftur kl. 7/hálfátta og þá eru yfirleitt hin komin á fætur. Drengurinn vaknar nú yfirleitt ekki vegna hungurs heldur vegna þess að hann er búinn að kúka! Það er sko hver bleyja nýtt til hins ítrasta! Vona nú eiginlega að þetta fari eitthvað að minka svo hann sofi aðeins lengur.Af þessum sökum man ég nú ekki eftir meiru sem gerðist sl. viku-jú reyndar forum við í afmælisveilsu á laugardaginn hjá Åsne Martinsen sem varð 3 ára. Hún á einmitt litla systur, hana Elise. Krökkunum finnst allt svona alveg æðsilegt, að fara í heimsóknir og vera boðin í afmæli og svoleiðis.

Annars er ég að fara að syngja helling á næstunni. Tónleikar hér á Fjellhaug 10. apríl og svo á að fara að æfa söngleikinn um Samversku konuna (Jóh.4) eftir páska og ég syng hlutverk samversku konunnar. Það er stefnt að því að flytja söngleikinn 10 maí. Svo er ég að fara að syngja og spila í Misjonssalen og svo á kórinn líka að syngja á nokkrum stöðum með vorinu. Ég er voða ánægð með þetta,hef saknað þess hræðilega að syngja. Þetta hefur alltaf verið svo ótrúlega stór hluti af lífi mínu og það myndast bara eitthvað tómarúm í mér ef ég er ekki að syngja.

En nú er kominn tími til að koma sér í háttinn, grípa gæsina meðan litla fólkið sefur allt saman!


Gullkorn:

MH: “mamma, það eru allir að segja svona að ég er búin að fá baby”

MH: “ Mamma mér er eitthvað illt í rassinum, ég er bara með tannpínu í rassinum” (það hefur mikið verið hlustað á Karíus og Baktus að undanförnu svo þaðan kemur líkl. hugmyndin!)

JK: “Mamma geturðu struggað þetta” (strugga: að stroka út, úr munni lítils manns sem er nýbúinn að eignast sitt fyrsta strokleður!)

fimmtudagur, mars 10, 2005

Vor í lofti

Fimmtudagur 10. mars

Svosem ekkert mikið nýtt að frétta. Það er vor í lofti. Enn er næturfrost en mælirinn sýnir rauðar tölur á daginn og sólin skín svo það lyftist á manni brúnin. Krakkarnir vilja bara vera úti að leika sem er nú bara hið besta mál. Við Dagbjartur Elí fylgjum þeim í leikskólann og sækjum þegar pabbi er í skólanum og það hefur bara gengið nokkuð vel. Jóel reyndar neitaði að ganga í morgun en svona yfirleitt gengur þetta.

Í gær fengum við þær upplýsingar frá SÍK að læknisskoðunin sem endaði svona skemmtilega á mánudaginn á alls ekkert að fara fram hér heldur heima á Íslandi. Við vorum voða fegin að heyra það. Það er svona þægilegra að geta gert þetta heima. Við þurfum bara að fá einfalt læknisvottorð hér á ensku fyrir mig og Kristján út af atvinnuleyfi í Eþíópíu. Krakkarnir sleppa því í bili nema það gæti þurft að byrja eitthvað á bólusetningunum þeirra hér þar sem það þarf eflaust eitthvað að sprauta þau oftar.

Kristján er á ABC medisinkurs í skólanum þessa viku sem er svona námskeið í praktískum hlutum varðandi kristniboð. Mest tengist þetta sjúkdómum og þessháttar. Hann kom heim í gær og tjáði mér að þetta væri nú ekki beint upplífgandi, verið að telja upp alla mögulega sjúkdóma og vandamál sem upp geta komið. En það er nú nauðsynlegt að þekkja þetta og vita hvernig á að bregðast við.

Í gærkvöld var ég í mat hjá Torill ásamt Grete og Kristin og svo kom Gunn-Maritt þegar leið á kvöldið. Þær búa allar hér á lóðinni og eru kennarar og eiginkonur kennara hér á Fjellhaug og eru allar með börn á svipuðum aldri og ég. Grete var með Elise litlu sem er viku eldri en DE og Kristin með Matthilde sem er fædd í lok nóv. Þannig að DE fékk góðan félagskap. Þetta var ægilega huggulegt og góð tilbreyting fyrir þreyttar mæður!

Næstu gestir eru búnir að tilkynna komu sína. Agla Marta og Maggi ætla að kíkja til okkar um miðjan apríl og ætla líka að heimsækja Möggu Söllu í Bergen. Það verður gaman

Enda þetta í bili á smá gullkorni frá fröken fix:

Systkinin voru að leika með dúkkurnar og voru að dubba þær upp í spariföt því þau voru að fara í brúðkaup. Ég spurði þau hver væri að fara að gifta sig og hvar brúðkaupið ætti að vera. Þá svaraði Margrét Helga: “Ég bara veit það ekki, þar er bara eins og jörðin hafi gleypt grúkaupið!”
Stuttu seinna heyrist: Nei þarna kemur það upp úr jörðunni!

Vor í lofti

Fimmtudagur 10. mars

Svosem ekkert mikið nýtt að frétta. Það er vor í lofti. Enn er næturfrost en mælirinn sýnir rauðar tölur á daginn og sólin skín svo það lyftist á manni brúnin. Krakkarnir vilja bara vera úti að leika sem er nú bara hið besta mál. Við Dagbjartur Elí fylgjum þeim í leikskólann og sækjum þegar pabbi er í skólanum og það hefur bara gengið nokkuð vel. Jóel reyndar neitaði að ganga í morgun en svona yfirleitt gengur þetta.

Í gær fengum við þær upplýsingar frá SÍK að læknisskoðunin sem endaði svona skemmtilega á mánudaginn á alls ekkert að fara fram hér heldur heima á Íslandi. Við vorum voða fegin að heyra það. Það er svona þægilegra að geta gert þetta heima. Við þurfum bara að fá einfalt læknisvottorð hér á ensku fyrir mig og Kristján út af atvinnuleyfi í Eþíópíu. Krakkarnir sleppa því í bili nema það gæti þurft að byrja eitthvað á bólusetningunum þeirra hér þar sem það þarf eflaust eitthvað að sprauta þau oftar.

Kristján er á ABC medisinkurs í skólanum þessa viku sem er svona námskeið í praktískum hlutum varðandi kristniboð. Mest tengist þetta sjúkdómum og þessháttar. Hann kom heim í gær og tjáði mér að þetta væri nú ekki beint upplífgandi, verið að telja upp alla mögulega sjúkdóma og vandamál sem upp geta komið. En það er nú nauðsynlegt að þekkja þetta og vita hvernig á að bregðast við.

Í gærkvöld var ég í mat hjá Torill ásamt Grete og Kristin og svo kom Gunn-Maritt þegar leið á kvöldið. Þær búa allar hér á lóðinni og eru kennarar og eiginkonur kennara hér á Fjellhaug og eru allar með börn á svipuðum aldri og ég. Grete var með Elise litlu sem er viku eldri en DE og Kristin með Matthilde sem er fædd í lok nóv. Þannig að DE fékk góðan félagskap. Þetta var ægilega huggulegt og góð tilbreyting fyrir þreyttar mæður!

Næstu gestir eru búnir að tilkynna komu sína. Agla Marta og Maggi ætla að kíkja til okkar um miðjan apríl og ætla líka að heimsækja Möggu Söllu í Bergen. Það verður gaman

Enda þetta í bili á smá gullkorni frá fröken fix:

Systkinin voru að leika með dúkkurnar og voru að dubba þær upp í spariföt því þau voru að fara í brúðkaup. Ég spurði þau hver væri að fara að gifta sig og hvar brúðkaupið ætti að vera. Þá svaraði Margrét Helga: “Ég bara veit það ekki, þar er bara eins og jörðin hafi gleypt grúkaupið!”
Stuttu seinna heyrist: Nei þarna kemur það upp úr jörðunni!

Vor í lofti

Fimmtudagur 10. mars

Svosem ekkert mikið nýtt að frétta. Það er vor í lofti. Enn er næturfrost en mælirinn sýnir rauðar tölur á daginn og sólin skín svo það lyftist á manni brúnin. Krakkarnir vilja bara vera úti að leika sem er nú bara hið besta mál. Við Dagbjartur Elí fylgjum þeim í leikskólann og sækjum þegar pabbi er í skólanum og það hefur bara gengið nokkuð vel. Jóel reyndar neitaði að ganga í morgun en svona yfirleitt gengur þetta.

Í gær fengum við þær upplýsingar frá SÍK að læknisskoðunin sem endaði svona skemmtilega á mánudaginn á alls ekkert að fara fram hér heldur heima á Íslandi. Við vorum voða fegin að heyra það. Það er svona þægilegra að geta gert þetta heima. Við þurfum bara að fá einfalt læknisvottorð hér á ensku fyrir mig og Kristján út af atvinnuleyfi í Eþíópíu. Krakkarnir sleppa því í bili nema það gæti þurft að byrja eitthvað á bólusetningunum þeirra hér þar sem það þarf eflaust eitthvað að sprauta þau oftar.

Kristján er á ABC medisinkurs í skólanum þessa viku sem er svona námskeið í praktískum hlutum varðandi kristniboð. Mest tengist þetta sjúkdómum og þessháttar. Hann kom heim í gær og tjáði mér að þetta væri nú ekki beint upplífgandi, verið að telja upp alla mögulega sjúkdóma og vandamál sem upp geta komið. En það er nú nauðsynlegt að þekkja þetta og vita hvernig á að bregðast við.

Í gærkvöld var ég í mat hjá Torill ásamt Grete og Kristin og svo kom Gunn-Maritt þegar leið á kvöldið. Þær búa allar hér á lóðinni og eru kennarar og eiginkonur kennara hér á Fjellhaug og eru allar með börn á svipuðum aldri og ég. Grete var með Elise litlu sem er viku eldri en DE og Kristin með Matthilde sem er fædd í lok nóv. Þannig að DE fékk góðan félagskap. Þetta var ægilega huggulegt og góð tilbreyting fyrir þreyttar mæður!

Næstu gestir eru búnir að tilkynna komu sína. Agla Marta og Maggi ætla að kíkja til okkar um miðjan apríl og ætla líka að heimsækja Möggu Söllu í Bergen. Það verður gaman

Enda þetta í bili á smá gullkorni frá fröken fix:

Systkinin voru að leika með dúkkurnar og voru að dubba þær upp í spariföt því þau voru að fara í brúðkaup. Ég spurði þau hver væri að fara að gifta sig og hvar brúðkaupið ætti að vera. Þá svaraði Margrét Helga: “Ég bara veit það ekki, þar er bara eins og jörðin hafi gleypt grúkaupið!”
Stuttu seinna heyrist: Nei þarna kemur það upp úr jörðunni!

þriðjudagur, mars 08, 2005

hitt og þetta

Mánudagur 7. mars 2005

Skjótt skipast veður í lofti- bókstaflega- nú er ekki lengur 18 gráðu frost heldur eru farnar að sjást rauðar tölur á mælinum, fór í 7 gráður í dag og sólin skein í ofánálag. Vonandi að vorið sé á næsta leiti. Mamma og pabbi fóru heim í gær. Ég á alltaf jafnerfitt með að kveðja og eiginlega versnar þetta bara. Maður reynir samt að hafa þetta eins léttbært og hægt er fyrir börnin. Margrét Helga er sérstaklega farin að átta sig á þessu og talar um hvað hún verði leið og sorgmædd. Það stingur móðurhjartað en við reynum bara að hugsa um þegar við hittum fólkið okkar aftur og njóta þess sem við höfum á hverjum tíma.
Þegar við vorum búin að kveðja mömmu og pabba fórum við í smá ferðalag upp í Nordberg í Íslendingamessu hjá Helga Hróbjartssyni. Þar hittum við m.a. Kusse Sokka sem var í stuttri heimsókn hjá Helga. Hann var að ljúka við atvinnuflugmannsprófið og hefur verið boðin staða sem flugmaður hjá Ethiopian Airlines. Alveg ótrúlega duglegur strákur. Fyrir þá sem ekki vita er þetta strákur frá Konsó í Eþíópíu sem kom til Íslands til að læra fyrir fimm árum síðan. Ætlaði sér reyndar í læknisfræði en endaði í fluginu. Kristján fór svo með honum, Helga og Sakaríasi (Ingólfssyni sem stúderar hér á Fjellhaug) á Eþíópskan veitingastað hér í bæ og lét vel af.

Þriðjudagur 8. mars

Held þá áfram þar sem frá var horfið:

Á föstudagskvöldið sl. fórum við hjónin út saman í fyrsta skipti í langan tíma, eða síðan ég átti afmæli! Við fórum með Ragnheiði og Óla á alveg ferlega skemmtilegan indverskan veitingastað. Þarna er rosa góður matur ekki dýr og skemmtileg stemmning. Lagerinn er bara á víð og dreif inni á staðnum og engir tveir stólar eins! Víst mjög vinsæll staður af stúdentum. Þjónarnir eru alveg örugglega ekki með gráðu úr neinum framleiðsluskóla en alveg skemmtilega kærulausir. Eftir það kíktum við á kaffihús og svo aðeins á smá bæjarrölt.

Í gær (mánud) átti öll fjölskyldan tíma hjá lækni vegna farar okkar til Eþíópíu. Tíminn var kl. 10 mín yfir níu svo það þurfti að drífa liðið nokkuð snemma af stað til að allir væru tilbúnir kl. 8:30. Þetta hófst á endanum. Svo komum við á Sinsenklinikken, drifum liðið úr göllunum og svo eftir smá bið inn á stofuna. Þegar við höfðum verið inni hjá lækninum í uþb 5 mín. tilkynnti hún okkur að ekkert gæti orðið af skoðuninni vegna þess að hún þyrfti að sækja veikt barnið sitt til dagmömmu. Auðvitað var ekkert við því að gera en frekar fúlt að fara fíluferð með alla stubbana og það sem því fylgir auk þess sem Kristján þurfti að fá frí í skólanum.
Vonandi gengur betur næst!
Við fórum svo í íslenska sendiráðið til að ganga frá umsóknum um vegabréf og láta bera kennsl á börnin okkar! Það er ss. þannig reglur sem betur fer eiginlega, að við þurftum að sanna að við ættum þessi börn, bæði með því að sýna þau í eigin persónu og með því að framvísa fæðingavottorðum

Það er ss. mikið um að vera hjá okkur í allskyns pappírsvinnu og fleira vegna ferðarinnar út. Svo þurfum við að fara að huga að bólusetningum og þ.h. fljótlega. Það er bænarefni að þetta gangi allt vel og líka að við getum verið róleg yfir þessu. Ég á það til að taka köst og mikla þetta allt voðalega fyrir mér en veit samt að Guð leiðir okkur í þessu öllu líka.

Í dag fórum við Dagbjartur Elí í góðan göngutúr þegar við vorum búin að fylgja MH og J í barneparken. Það ferðalag endaði á mömmumorgni (småbarnstreff) í Missionsalen. Honum fannst bara voða gaman að hitta hina krakkana!

Jóel tlkynnti núna seinni partinn að hann væri hættur að nota bleyju og fékk að vera bleyjulaus smá stund. Systkinin fengu svo að horfa á Múmínálfana eftir kvöldmatinn. Þegar myndin var að verða búin tók mamma eftir polli undir stólnum hjá stubbi sem sat samt sem fastast. Hann samþykkti síðan að vera með bleyju í nótt en fær svo að æfa sig í að hætta með bleyju aftur á morgun. Vonandi að þetta sé bara byrjunin. Hann er allvega farinn að sýna því áhuga að hætta- er nú líka orðinn stóribróðir og talar mikið um það hvað hann sé orðinn stór!

Að lokum vil ég óska Löllu vinkonu minni innilega til hamingju sem eignaðist þennan líka flotta strák í dag!!

Gullkorn:

Jóel var mikið að spá í þetta með mjólkina í brjóstunum. Veit að það er mjólk í brjóstunum hjá mömmu sem DE fær (þótt lítil sé) og var að ræða þetta við ömmu sína. Svo fór hann að spyrja ömmu hvort hún væri líka með mjólk í brjóstunum sínum en amma útskýrði að svo væri nú ekki lengur. Þá stakk sá stutti upp á því að kanski væri amma þá bara með eplasafa í bróstunum!

miðvikudagur, mars 02, 2005

-18°C

Miðvikudagur 2. mars


Það er kalt í Osló. Í morgun kl. 7 þegar við Dagbjartur Elí fórum á fætur sýndi mælirinn 18° frost. Litli maðurinn hefur bara ekkert getað farið út því frostið bara er svona í kringum 10 gráðurnar yfir daginn, skríður kanki upp í 7 þegar sólin er hæst á lofti.Hann er líka ennþá kvefaður, samt mikið skárri en ekki fer maður með barnið út í þennan kulda.
Margrét Helga og Jóel fóru með ömmu og afa í sund í gær og voru þar í tvo tíma. Enda eins gott að nýta miðann því þetta er svo dýrt. Ég er nú samt að spá í að fara að skella mér í sund svona þegar þessar sex vikur eru liðnar frá fæðingunni sem maður á að bíða.
Systkinin eru síðan eiginlega flutt í gestaherbergið í kjallaranum til ömmu og afa og sofa eins og lítil lömb fram eftir öllu. Jóel svaf frá kl. Átta í gærkvöld til ellefu í morgun! Ekkert smá gott að kúra hjá ömmu og afa. Það er ekki slæmt þegar hann sefur svona vel. Hann hætti svo ungur að sofa eftir hádegi en þarf samt alveg helst 13 tíma svefn. Ef hann nær því ekki geta dagarnir orðið erfiðir.

Ég er alltaf að sjá betur og betur hvað kerfið heima er í rauninni gott. Það er a.m.k. miklu betra ungbarnaeftirlit heima en hér. Nú er Dagbjartur Elí t.d. 3 ½ viku gamall en hefur bara einu sinni verið viktaður eftir fæðinguna og það var þegar hann var þriggja daga, ss. daginns em við fórum heim af spítalanum. Það kom hjúkka hingað um daginn af því ég bað um það (það ss. stendur manni til boða ef maður vill) en hún var bara að spjalla við okkur og láta okkur fá bæklinga og blöð um hitt og þetta. Næsta skoðun er ekki fyrr en hann er sex vikna og þá þarf ég að fara með hann á heilsugæsluna. Flestar skoðanirnar fara svo fram í hópum. Mér finnst þetta voða skrítið. Hefði einmitt haldið að mikilvægt væri svona fyrstu vikurnar að fylgjast með því að barnið þyngdist eðlilega og líka bara að mömmunni liði vel. Þetta stangast alveg á við þessa brjálæðislegu mæðravernd hérna. En svona er þetta. Allavega þá sér maður hvað þetta er fínt heima.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Þriðjudagur 1. mars

Á sunnudaginn velti Dagbjartur Elí sé í fyrsta skipti- já þið lásuð rétt, drengurinn gerði sér lítið fyrir þriggja vikna gamall og bara rúllaði sér frá maga yfir á bak og það ekki einu sinni heldur þrisvar í fjölda votta viðurvist! Ég var að skipta á honum og setti hann á magann á skiptiborðinu þegar hann gerði þetta í fyrsta skiptið. Þá hélt ég nú að þetta væri bara eitthvað tilfallandi, hann hefði bara dottið eða ég rekist í hann eða eitthvað svo ég setti hann aftur á magann. Þá bara lék hann leikinn aftur eins og ekker væri. Ég hugsaði nú með mér að þetta væri nú bara af því að hann væri fatalus. Í því komu mamma og pabbi heim með krakkana. Ég klæddi litla manninn og setti hann á magann á gólfið og viti menn, hann bara lyfti sér hátt upp og vippaði sér yfir á bakið svona eins og til að staðfesta að hann gæti þetta sko alveg! Hann reyndar hefur verið mjög sterkur í bakinu alveg frá fæðingu en ég bjóst nú ekki við þessu. Fannst nú hin bara nokkuð góð að ná þessu við 2 ½- 3 mán. aldur. Ég er bara farin að halda að hann hafi verið mun lengur en 42 vikur í móðurkviði! Svo í gærkvöldi “spjallaði” (hjalaði) hann heilmikið við ömmu sína. Maður á nú ekki að vera að monta sig af börnunum sínum en ég er samt ægilega stolt af honum og þeim öllum auðvitað. Maður gleðst að sjálfsögðu yfir öllum framfararskrefum hjá ungunum sínum en ekki má maður gleyma að þakka fyrir að eiga heilbrigð börn sem er svo sannarlega ekkert sjálfsagt mál.

Af hinum öllum er allt gott að frétta. Pabba tókst að næla sér í magapest en er nú óðum að hressast. Hann var líka lasinn síðast þegar þau komu, fékk þá einhverja kvefpest. En nú eru þau í sundi með krakkana- ekkert smá gaman!

Það var verið að hringja í mig áðan og biðja mig að syngja hér á föstudaginn. Eins gott að fara að æfa sig því þyndin er dáldið slöpp eftir fæðinguna og raddformið ekki upp á marga fiska.Kanski bara ágætt að fá verkefni sem rekur á eftir manni að fara að æfa sig.

En nú ætlum við Dagbjartur Elí að fara í þvottahúsið og biðjum að heilsa í bili.