Það gekk ekki að koma þessu á síðuna í gærkvöld svo nú koma þankar gærdagsins:
Miðvikud. 16. mars
Jæja, kominn tími til að rapportera. Komin vika síðan síðast.
Byrjum á veðrinu svona eins og sönnum Íslendingi sæmir. Það er búi að vera bara alveg þokkalegt. Sól og bjart en soldið kalt. En nú er að hlýna Reynda búið að snjóa dálítið í dag og í gær er n tölurnar á mælinum fara hækkandi og á mánudaginn er spáð 8° hita. Vonum bara að það standist.
Kristján er að lesa undir próf og á svo að skila ritgerð á föstudag sem hann er nú eiginlega búinn með.
Krakkarnir eru farin að vera klukkutíma lengur í barneparken á daginn. Núna opnar hann kl. 10. Það er ágætt því þau vilja bara helst vera úti þegar veðrið er svona gott og eru oft ekkert búin að fá nóg eftir 3 tíma í barnepark. Þau eru alltaf voða dugleg að leika sér saman hér heima og fara oftar en ekki í allskyns hlutverkaleiki. Um þessar mundir er mjög vinsælt að vera í mömmuleika og þau skiptast á að vera mamman/pabbinn og litla barnið. ‘i gær var Jóel litla barnið og MH mamman. Margrét Helga gerði bara alveg eins og mamma og gaf litla barninu brjóst. Hún skipaði bróður sínum að leggjast í fangið á sér, sem hann og gerði, vippaði svo upp peysunni og gaf honum brjóst. Eftir stutta stun heyrðist svo: “Nú skulum við prófa hitt brjóstið” Svo lét hún hann snúa sér við og endurtók leikinn. Þegar brjóstagjöfinni var lokið bað “litla barnið” um pelann sinn og “mamman sagði: “ já ég skal fara og blanda handa þér mjólk” Sýnir manni hvað þau taka vel eftir því sem fram fer á heimilinu.
Í gær fór ég með Dagbjart Elí í tékk á barnaspítalanum. Það var ss, ómað á honum hjartað aftur til að athuga hvort gatið sem fannst þegar hann var á fæðingadeildinni væri ekki lokað núna. Svo reyndist vera og erum við mjög þakklát fyrir það. Það voru reyndar mestar líkur á því en alltaf gott að það er fylgst með svonalöguðu. Drengurinn var viktaður og mældur í fyrsta skipti síðan á fæðingadeildinn og það lítur ekki út fyrir annað en að hann þrífist vel orðin 5875g og 60 cm! Hann er jafnstór MH þegar hún var 3 mán og Jóel þegar hann var 8 vikna, en Dagbjartur Elí er 5 vikna rúmlega. Hann fór svo með mömmu á kóræfingu í gærkvöld og fannst alveg rosalega gaman. Svaf nú reyndar alveg fyrri helminginn en sat svo seinnihlutann í magapokanum og lét sér vel líka. Ég er búin að vera í smá pásu frá kórnum frá því síðustu dagana fyrir fæðinguna svo það var alveg frábært að koma aftur og syngja. Vorum í gær m.a. að syngja He reigns sem við höfum líka sungið í Gospelkór Reykjavíkur, svaka gaman!
Ég er svona frekar minnislaus þessa dagana ,sökum svenfnleysis aðallega held ég- DE sofnar um 23 vaknar kl.3 og svo aftur kl. 7/hálfátta og þá eru yfirleitt hin komin á fætur. Drengurinn vaknar nú yfirleitt ekki vegna hungurs heldur vegna þess að hann er búinn að kúka! Það er sko hver bleyja nýtt til hins ítrasta! Vona nú eiginlega að þetta fari eitthvað að minka svo hann sofi aðeins lengur.Af þessum sökum man ég nú ekki eftir meiru sem gerðist sl. viku-jú reyndar forum við í afmælisveilsu á laugardaginn hjá Åsne Martinsen sem varð 3 ára. Hún á einmitt litla systur, hana Elise. Krökkunum finnst allt svona alveg æðsilegt, að fara í heimsóknir og vera boðin í afmæli og svoleiðis.
Annars er ég að fara að syngja helling á næstunni. Tónleikar hér á Fjellhaug 10. apríl og svo á að fara að æfa söngleikinn um Samversku konuna (Jóh.4) eftir páska og ég syng hlutverk samversku konunnar. Það er stefnt að því að flytja söngleikinn 10 maí. Svo er ég að fara að syngja og spila í Misjonssalen og svo á kórinn líka að syngja á nokkrum stöðum með vorinu. Ég er voða ánægð með þetta,hef saknað þess hræðilega að syngja. Þetta hefur alltaf verið svo ótrúlega stór hluti af lífi mínu og það myndast bara eitthvað tómarúm í mér ef ég er ekki að syngja.
En nú er kominn tími til að koma sér í háttinn, grípa gæsina meðan litla fólkið sefur allt saman!
Gullkorn:
MH: “mamma, það eru allir að segja svona að ég er búin að fá baby”
MH: “ Mamma mér er eitthvað illt í rassinum, ég er bara með tannpínu í rassinum” (það hefur mikið verið hlustað á Karíus og Baktus að undanförnu svo þaðan kemur líkl. hugmyndin!)
JK: “Mamma geturðu struggað þetta” (strugga: að stroka út, úr munni lítils manns sem er nýbúinn að eignast sitt fyrsta strokleður!)