föstudagur, september 30, 2005
Netið komið á í bili...
...svo nú heldur sagan áfram:
26.sept.
Eins og er er netsambandslaust. Þannig hefur það verið í 3 daga svo ég er ekki viss hvenær þessi færsla verður birt...
´Sl. fimmtudag fórum við í próf í skólanum. Við fengum niðurstöðurnar og gekk bara mjög vel. Prófið var nú frekar auðvelt en fínt að fá smá æfingu. Ég var bara mjög sátt þar sem það er ekki mikill tími til að læra heima. Við vorum búin snemma á fimmtudeginum og vorum komin heim um hádegi. Þegar við komum heim sáum við að eitthvað mikið var um að vera á lóðinni. Það var hrópað “leba, leba” sem þýðir þjófur þjófur. Það höfðu sem sagt tveir piltar áaðgiska 14, 15 ára komið inn á lóðina að er virtist í þeim tilgangi að stela einhverju eða amk að njósna fyrir einhverja aðra. Verðirnir uppgötvuðu það og náðu þeim og héldu þeim þar til lögreglan kom. Það er nokkuð algengt að strákagengi sendi yngri stráka til að kanna aðstæður þannig að líklega var það tilgangurinn. Hér í landi er það venja og þykir í góðu lagi að lúskra vel á þjófum og það virðist öllum leifilegt. Ég hálfvorkenndi strákgreyjunum. Verðirnir börðu þá með prikum og virtust ekki ætla að hætta. Kristján fór og reyndi að skakka leikinn auk þess sem húshjálpirnar hrópuðu á þá að stoppa, það væri komið nóg. Nóg ætti síðan lögreglan eftir að berja þá. Þetta er ekki gott ástand. Það er mikið af börnum og unglingum á götunni og talsvert um að allvega eldri strákar séu háðir chad sem er örvandi efni/eiturlyf og er mikið notað hér. Þeir reyna oftar en ekki að stela til að fjármagna neysluna. Þetta er ótrúlega sorglegt. Það er eitthvað starf á meðal götubarna hér en ég þekki ekki hvernig því er háttað og eflaust er aldrei nóg af því. Kristján keyrði lögreglufólkið með drengina ásamt vörðunum á lögreglustöðina þar sem lögreglan er ekki á bíl hér.
Þið megið gjarnan biðja fyrir þessum drengjum og öðrum börnum og unglingum hér sem eru í þessari aðstöðu.
Á föstudaginn var frí í skólanum þar sem bekkurinn okkar ákvað að klára bæði prófin, munnlega og skriflega á fimmtudeginum. Við hjónin ákváðum að nota daginn tvö saman þar sem okkur gefst nú ekki oft tækifæri til að gera eittvað tvö hér. Krökkunum fannst í fínu lagi að borða hádegismat með húshjálpunum. Við ákváðum að vera grand og fórum á Sheraton hótelið þar sem við lágum allan daginn og slökuðum á á sundlaugarbakkanum. Það er nánast eins og að koma í nýja veröld að koma þarna inn. Það eru á köflum miklar andstæður hér. Þetta var mjög notalegt. Ég fór nú kanski helst til geist í sólbaðið og tókst að brenna dáldið. Sólin er náttúruleg alveg hrikalega sterk og lúmsk hérna. Ég bar samt vel á mig af sólarvörn.
Við keyptum svo pizzu handa krökkunum í kvöldmat og horfðum svo saman öll fjölskyldan á teiknimynd eins og við gerum oft á föstudagskvöldum.
Á laugardaginn fórum við ásamt Kíu, Ragga og börnum í smá piknik. Við keyrðum aðeins út fyrir Addis og upp í fjall. Þar er þjóðgarður. Vegurinn var hræðilegur og Dagbjartur Elí var nú ekki beint sáttur við hristinginn en það var yndislegt að komast út fyrir borgina og fá smá frískt fjallaloft. Það er alveg gríðarlega fallegt þarna og kyrrðin alveg ótrúleg.
Það munaði reyndar minnstu að bílarnir festust í drullupytti en allt fór þetta nú vel. Á bakaleiðinni rigndi svo eldi og brennisteini og við sem héldum að regntímabilið væri búið!
Á sunnudaginn, í gær þ.e.a.s. var ég eitthvað ægilega syfjuð. Kristján fór með Margréti Helgu og Jóel í kirkju og út að borða en við Dagbjartur Elí höfðum það náðugt hér heima.
Í gærkvöld vorum viða skoða myndir frá í fyrrahaust. Ótrúlegt hvað það virðist stutt síðan en samt langt. Krakkarnir hafa þroskast svo mikið.
Talandi um myndir gengur frekar hægt að koma þeim á netið þar sem tengingin er frekar slök. Gunnar bróðir er búinn að senda mér leiðbeiningar um hvernig setja á myndir á síðuna. Ég þarf bara fyrst að læra að minnka þær. Sjáum svo hvort það gengur eitthvað betur en myndasíðan. Fyrst er nú samt að fá netsamband! Það er óvíst hvað veldur þessu sambandsleisi, hvort það er nýja símkerfið eða eitthvað annað.
Á morgun er frídagur hér, meskel. Þau eru til að minnast þess að Helena drottning kona Konstantíns á að hafa fundið kross Krists. Þetta er stór hátíð, sérstaklega fyrir orþodoxa. Hátíðarhöldin hefjast í dag og verður mikið um dýrðir á aðaltorginu hér í Addis, Meskelsquare. (meskel þýðir kross). Í skólnum í dag fengum við þau skilaboð að venjulega væri fólk hvatt til að fara í bæinn og fylgjast með hátíðarhöldunum en í dag gengdi öðru máli. Pólitískt er ástandið hér frekar brothætt (þeir sem vilja kynna sér það nánar geta farið á t.d. www.ethiomedia.com) og óttast er að einhverjir noti tækifærið þar sem margir verða samankomnir í bænum og efni til óeirða. Þessvegna var okkur ráðlagt að halda okkur heima. Það veit svo sem enginn hvort eitthvað gerist en þetta er það sem menn óttast. Ég ítreka að við erum alveg örugg hér og ef eitthvað gerist verður það bundið við miðbæinn.
27. september
Ég held bara áfram að skrifa, kemur bara í ljós hvenær þetta kemst á netið.
Það var nú alveg ótrúlegt ástand hér í gær. Svo ég byrji á byrjunni þá var Kristján eitthvað slappur og listarlaus og með höfuðverk þegar við ætluðum að fara að borða kvöldmat, þannig að hann lagðist bara fyrir. Ég kláraði að gefa krökkunum að borða og klæddi þau svo í flísföt og jakka til þess að þau gætu farið aðeins út og fylgst með bálinu sem Raggi kveikti í tilefni af meskel. Þeim fannst þetta voða spennandi, ekki síst að fara út í “nóttina”! Kristján kom nú með út en fór fljótlega inn þar sem honum leið eitthvað undarlega. Þegar við komum inn kveiktum við upp í arninum því bóndinn var að krókna úr kulda, greinilega að fá hita. Við sátum svo hér niðri eftir að krakkarnir voru sofnaðir og horfðum á sjónvarpið með öðru auganu. Fyrstu fréttirnar voru á amharísku að sjálfsögðu. Við skildum ekki nema orð á stangli en sáum myndir frá Meskelsquare þar sem greinilegt var að eitthvað hafði gerst. Myndin var frekar óskýr en við gátum ekki betur séð en fólk væri öskrandi og á hlaupum og lögreglumenn að skjóta úr byssum. Þar sem að Craig og Alison (bekkjarsystkini okkar) höfðu talað um að fara niður í bæ ákváðum við að hringja í þau. Alison var heima en Craig hafði farið einn í bæinn. Ég sagði Alison hvað við höfðum séð í sjónvarpinu og bað þau að hringja þegar Craig kæmi til baka. Ég ákvað svo að fara yfir til Kíu og Ragga og spyrja þau hvort þau vissu eitthvað en þau höfðu ekkert heyrt en sögðu mér að Thomas, þýskur strákur sem er líka í málaskólanum og býr á lóðinni, hefði farið. Ég rölti því yfir til hans til að spyrja frétta en hann var í símanum og sagðist bara myndu koma yfir þegar hann væri búinn.
Ég fór því aftur heim og þar sat þá Kristján greyið búinn að reyna að kalla á mig því hann var orðinn alveg tilfinningalaus í öllum útlimun og andlitinu og hendurnar voru bláar, kaldar og alveg stífar. Ég fór því rakleitt yfir til Tuulu og Jari sem búa hér í húsalengjunni. Hún er læknir og kom til að kíkja á kallinn. Hún sá strax að Kristján virtist hafa farið að ofanda vegna kulda og flökurleika og þessvegna stífnað svona. Hún sagði honum að reyna að anda rólega og mælti með því að hann andaði líka í poka því það hjálpaði til við að stjórna önduninni. Smátt og smátt náði hann að slaka á og fékk aftur lit á hendurnar og tilfinninguna í útlimina og andlitið. Þetta var nú frekar óhuggulegt. Á meðan Tuula var hér kom Thomas og stuttu seinna hringdi Craig. Craig hafði verið nánast í innsta hring með eþíópskum vini sínum sem er fyrrum lögga. Hann var því hálfgert undir verndarvæng löggunnar. Hann sagði að fólk hefði farið að kasta grjóti og hrópa og löggan hefði farið að skjóta upp í loftið og berja fólk.
Hann sagðist hafa heyrt byssuskot en ekki séð hver var að skjóta eða á hvað. Hann sá tvo menn mjög illa útleikna eftir barsmíðar, annar meðvitundarlaus. Thomas hafði farið áður en mestu óeyrðirnar hófust. Hann sá bara þegar fólk byrjaði að hrópa og skyndilega hurfu stjórnmálamennirnir og orþodoxprestarnir af torginu. Hann var einnig ásamt Eþíópa sem þekkti borgina mjög vel og vissi hvaða leiðir best væri að fara.
Við höfum ekkert meira heyrt og ekkert getað farið á netið til að athuga með tölvupóst eða kíkt á fréttir. Norðmennirnir eru vanir að fara frekar of varlega en hitt þegar kemur að öryggismálum kristniboðanna þannig að við getum verið alveg örugg. Það er allvega nokkuð öruggt að þessar óeyrðir eru bundnar við miðbæinn þar sem mannfjöldi safnast saman. Við erum örugg hér á okkar lóð. Ef ástæða þykir til verðum við beðin að halda kyrru fyrir heima. Vonandi fáum við bráðlega frekari fregnir.
En aftur að lasarusnum. Kristján var kastandi upp í alla nótt svo við Dagbjartur Elí sváfum lítið. Ég þurfti líka að róa hann niður inn á milli svo hann færi ekki að ofanda. Hann er nú mun hressari í dag og búinn að sofa helling er enn mjög slappur. Ég vona bara að ég sé ekki líka að verða lasin. Ég er alveg hrikalega kvefuð en held það sé mestmegnis ofnæmi. Vona bara að þetta sé fyrst og fremst svefnleysi að hrjá mig núna. Bara vonandi að allir sofi vel í nótt. Krakkarnir hafa verið ósköp góð í dag að dunda sér. Þau leika sér mikið úti en koma stundum inn að teikna og í dag leifði ég þeim að horfa á Pétur pan. Þau verða stundum þreytt á sólinni. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hér að “nota góða veðrið”!!
Smá gullmolar:
Margrét Helga og Friðrik Páll sátu úti í rólu og voru að rífast um rólustatusinn á Íslandi. Friðrik Páll man ekkert eftir Íslandi þar sem hann var ekki nema eins og hálfs árs þegar hann flutti hingað:
FP: Það eru engar rólur á Íslandi
MH: Jú víst
FP: En það eru ekki margar, það er bara ein
MH: Víst eru margar rólur á Íslandi
FP: Ekki eins og hér
MH: Jú, amma mín á rólóvöll og þar eru margar rólur!
Þau leika sér mikið þrjú saman, Margrét Helga, Jóel og Friðrik Páll, oftar en ekki er það mömmuleikur. Á hverjum degi þegar við komum heim úr skólanum fáum við að heyra hver verkaskipting dagsins hefur verið og er bróðurlega skipst á að vera mamman, pabbinn og litla barnið, þannig að oftar en ekki kemur það í hlut Jóels eða Friðriks Páls að vera mamman.
Einn daginn kom ég upp í herbergi þar sem krakkarnir voru að leika með Asnakú barnapíunni okkar. Margrét Helga tilkynnti mér að hún væri mamman, Asnakú pabbinn, Dagbjartur Elí grísinn og Jóel kýrin!!
Jóel er yfirleitt á undan systur sinni að sofna og oft vill hún þá að maður kúri hjá henni og spjalli. Eitt kvöldið sagði hún við mig: “Mamma, Sverrir afi og Helena eiga svo mörg börn” Ég spurði hana hvort hún vissi hvað þau væru mörg, jú þrjú sagði hún og taldi þau upp, Anna Pála, Sindri og Sunna Mjöll og svo vissi hún auðvitað að afi ætti líka pabba. Svo spurði hún: “Gengur Sindri í skóla?” Ég sagði henni þá að Sindri væri í Háskóla Íslands og Anna Pála líka. “Er Sunna Mjöll líka í Háskóla Íslands?” Nei, svaraði ég því hún er of ung til þess ennþá, hún er í grunnskóla, það er eiginlega bara fullorðið fólk í Háskólanum.
Nokkrum kvöldum síðar fór hún aftur eittthvað að spyrja mig um Háskóla Íslands sem væri fyrir stór börn svo og hvort hún myndi einhverntíman fara í háskólann. Ég sagði henni að ef hún ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur eins og amma Magga (hún talar oft og iðulega um það) að þá þyrfti hún að fara í Háskólann. “Já og þá ætla ég að vera með Önnu Pálu og Sindra í skólanum!”
Hún talar líka um að hún ætli að vinna með ömmu á barnaspítalanum þegar hún er orðin stór og spurði ömmu sína í sumar hvort hún vildi leiða hana í vinnuna.
Þetta er nú alveg yndislegur heimur sem lítið fólk lifir í!
Þá er dagur að kveldi kominn. Kía og Raggi fóru niður á lóð norska skólans í dag. Það virðist ekkert hafa orðið úr neinu í gær sem betur fer, allavega virðist allt með kyrrum kjörum og okkur ekki verið tilkynnt að halda okkur heima eða neitt slíkt. Á sunnudaginn kemur hefur okkur hinsvegar verið ráðlegt að halda okkur heima við, ekki einu sinni fara í kirkju því það hefur verið boðað til mótmælafundar og óttast að það geti upp úr soðið þar. Þið megið gjarnan muna eftir stjórnmálaástandinu hér í bænum ykkar. Við biðjum og vonum að þetta fari að róast og það dragi úr spennunni sem virðist liggja undir niðri a.k.m. hér í Addis. Þetta eru held ég mest megnis stúdentar, ungt fólk sem er ósátt við úrslit landskosninganna sem stendur fyrir þessum mótmælum og uppþotum.
30. sept.
Það er komið netsamband am.k. í bili. Það eru getgátur uppi um það að stjórnvöld hafi lokað á netsamband vegna mótmælafundarins sem boðað hafði verið til á sunnudaginn. Sá hluti stjórnarandstöðuinnar hefur nú dregið gefið skilaboð um að mótmælum verði frestað svo kanski þessvegna sem netsambandið kom á í morgun. Þótt stjórnarandstaðan hafi lýst þessu yfir er aldrei að vita hvað fólkið gerir. Það er mjög reitt svo það gæti allt eins eitthvað gerst á sunnudaginn. Mér finnst amk líklegt að okkur verði áfram ráðlagt að halda okkur heima á sunnudaginn. Í gærkvöld fengum við þau skilaboð frá norska sendiráðinu að fólki væri ráðlegt að eiga vikubyrgðir af mat, vatni og öðru nauðsynlegu til þess að þurfa ekki að fara út í bæ ef ástandið yrði eitthvað slæmt. Það var þó áður en tilkynningin kom um að mótmælum yrði frestað.
Af okkur fjölskyldunni er annars allt gott að frétta. Það komu tveir stórir pakkar frá mömmu og pabba í gær svo það var eins og jólin hjá krökkunum!
Kristján er enn slappur og er núna kominn með útbrot um allan líkamann. Það kom norskur læknir í gærkvöld og skoðaði hann og hann ætlar að koma aftur seinnipartinn til að gera einhver test. Honum fannst á öllu að þetta væri einhver víruspest en hann vill vera viss. Það eru auðvitað allskyns nýjar bakteríur hér og hinir ýmsu sjúkdómar sem við eigum ekki að venjast heima. Honum samt líður betur svo þetta virðist nú á uppleið.
Einn gullmoli í lokinn:
Margrét Helga og Jóel sátu á tröppunum og voru að leika sér og ég heyrði að þau voru að reyna að tala norsku. Margrét Helga sagði mér þá að í leiknum væri Jóel norskur og hún dönsk. Ég spurði þá hvernig maður talaði dönsku en þá var hún fljót að svara: “Nei, ég er bara norsk líka!”
26.sept.
Eins og er er netsambandslaust. Þannig hefur það verið í 3 daga svo ég er ekki viss hvenær þessi færsla verður birt...
´Sl. fimmtudag fórum við í próf í skólanum. Við fengum niðurstöðurnar og gekk bara mjög vel. Prófið var nú frekar auðvelt en fínt að fá smá æfingu. Ég var bara mjög sátt þar sem það er ekki mikill tími til að læra heima. Við vorum búin snemma á fimmtudeginum og vorum komin heim um hádegi. Þegar við komum heim sáum við að eitthvað mikið var um að vera á lóðinni. Það var hrópað “leba, leba” sem þýðir þjófur þjófur. Það höfðu sem sagt tveir piltar áaðgiska 14, 15 ára komið inn á lóðina að er virtist í þeim tilgangi að stela einhverju eða amk að njósna fyrir einhverja aðra. Verðirnir uppgötvuðu það og náðu þeim og héldu þeim þar til lögreglan kom. Það er nokkuð algengt að strákagengi sendi yngri stráka til að kanna aðstæður þannig að líklega var það tilgangurinn. Hér í landi er það venja og þykir í góðu lagi að lúskra vel á þjófum og það virðist öllum leifilegt. Ég hálfvorkenndi strákgreyjunum. Verðirnir börðu þá með prikum og virtust ekki ætla að hætta. Kristján fór og reyndi að skakka leikinn auk þess sem húshjálpirnar hrópuðu á þá að stoppa, það væri komið nóg. Nóg ætti síðan lögreglan eftir að berja þá. Þetta er ekki gott ástand. Það er mikið af börnum og unglingum á götunni og talsvert um að allvega eldri strákar séu háðir chad sem er örvandi efni/eiturlyf og er mikið notað hér. Þeir reyna oftar en ekki að stela til að fjármagna neysluna. Þetta er ótrúlega sorglegt. Það er eitthvað starf á meðal götubarna hér en ég þekki ekki hvernig því er háttað og eflaust er aldrei nóg af því. Kristján keyrði lögreglufólkið með drengina ásamt vörðunum á lögreglustöðina þar sem lögreglan er ekki á bíl hér.
Þið megið gjarnan biðja fyrir þessum drengjum og öðrum börnum og unglingum hér sem eru í þessari aðstöðu.
Á föstudaginn var frí í skólanum þar sem bekkurinn okkar ákvað að klára bæði prófin, munnlega og skriflega á fimmtudeginum. Við hjónin ákváðum að nota daginn tvö saman þar sem okkur gefst nú ekki oft tækifæri til að gera eittvað tvö hér. Krökkunum fannst í fínu lagi að borða hádegismat með húshjálpunum. Við ákváðum að vera grand og fórum á Sheraton hótelið þar sem við lágum allan daginn og slökuðum á á sundlaugarbakkanum. Það er nánast eins og að koma í nýja veröld að koma þarna inn. Það eru á köflum miklar andstæður hér. Þetta var mjög notalegt. Ég fór nú kanski helst til geist í sólbaðið og tókst að brenna dáldið. Sólin er náttúruleg alveg hrikalega sterk og lúmsk hérna. Ég bar samt vel á mig af sólarvörn.
Við keyptum svo pizzu handa krökkunum í kvöldmat og horfðum svo saman öll fjölskyldan á teiknimynd eins og við gerum oft á föstudagskvöldum.
Á laugardaginn fórum við ásamt Kíu, Ragga og börnum í smá piknik. Við keyrðum aðeins út fyrir Addis og upp í fjall. Þar er þjóðgarður. Vegurinn var hræðilegur og Dagbjartur Elí var nú ekki beint sáttur við hristinginn en það var yndislegt að komast út fyrir borgina og fá smá frískt fjallaloft. Það er alveg gríðarlega fallegt þarna og kyrrðin alveg ótrúleg.
Það munaði reyndar minnstu að bílarnir festust í drullupytti en allt fór þetta nú vel. Á bakaleiðinni rigndi svo eldi og brennisteini og við sem héldum að regntímabilið væri búið!
Á sunnudaginn, í gær þ.e.a.s. var ég eitthvað ægilega syfjuð. Kristján fór með Margréti Helgu og Jóel í kirkju og út að borða en við Dagbjartur Elí höfðum það náðugt hér heima.
Í gærkvöld vorum viða skoða myndir frá í fyrrahaust. Ótrúlegt hvað það virðist stutt síðan en samt langt. Krakkarnir hafa þroskast svo mikið.
Talandi um myndir gengur frekar hægt að koma þeim á netið þar sem tengingin er frekar slök. Gunnar bróðir er búinn að senda mér leiðbeiningar um hvernig setja á myndir á síðuna. Ég þarf bara fyrst að læra að minnka þær. Sjáum svo hvort það gengur eitthvað betur en myndasíðan. Fyrst er nú samt að fá netsamband! Það er óvíst hvað veldur þessu sambandsleisi, hvort það er nýja símkerfið eða eitthvað annað.
Á morgun er frídagur hér, meskel. Þau eru til að minnast þess að Helena drottning kona Konstantíns á að hafa fundið kross Krists. Þetta er stór hátíð, sérstaklega fyrir orþodoxa. Hátíðarhöldin hefjast í dag og verður mikið um dýrðir á aðaltorginu hér í Addis, Meskelsquare. (meskel þýðir kross). Í skólnum í dag fengum við þau skilaboð að venjulega væri fólk hvatt til að fara í bæinn og fylgjast með hátíðarhöldunum en í dag gengdi öðru máli. Pólitískt er ástandið hér frekar brothætt (þeir sem vilja kynna sér það nánar geta farið á t.d. www.ethiomedia.com) og óttast er að einhverjir noti tækifærið þar sem margir verða samankomnir í bænum og efni til óeirða. Þessvegna var okkur ráðlagt að halda okkur heima. Það veit svo sem enginn hvort eitthvað gerist en þetta er það sem menn óttast. Ég ítreka að við erum alveg örugg hér og ef eitthvað gerist verður það bundið við miðbæinn.
27. september
Ég held bara áfram að skrifa, kemur bara í ljós hvenær þetta kemst á netið.
Það var nú alveg ótrúlegt ástand hér í gær. Svo ég byrji á byrjunni þá var Kristján eitthvað slappur og listarlaus og með höfuðverk þegar við ætluðum að fara að borða kvöldmat, þannig að hann lagðist bara fyrir. Ég kláraði að gefa krökkunum að borða og klæddi þau svo í flísföt og jakka til þess að þau gætu farið aðeins út og fylgst með bálinu sem Raggi kveikti í tilefni af meskel. Þeim fannst þetta voða spennandi, ekki síst að fara út í “nóttina”! Kristján kom nú með út en fór fljótlega inn þar sem honum leið eitthvað undarlega. Þegar við komum inn kveiktum við upp í arninum því bóndinn var að krókna úr kulda, greinilega að fá hita. Við sátum svo hér niðri eftir að krakkarnir voru sofnaðir og horfðum á sjónvarpið með öðru auganu. Fyrstu fréttirnar voru á amharísku að sjálfsögðu. Við skildum ekki nema orð á stangli en sáum myndir frá Meskelsquare þar sem greinilegt var að eitthvað hafði gerst. Myndin var frekar óskýr en við gátum ekki betur séð en fólk væri öskrandi og á hlaupum og lögreglumenn að skjóta úr byssum. Þar sem að Craig og Alison (bekkjarsystkini okkar) höfðu talað um að fara niður í bæ ákváðum við að hringja í þau. Alison var heima en Craig hafði farið einn í bæinn. Ég sagði Alison hvað við höfðum séð í sjónvarpinu og bað þau að hringja þegar Craig kæmi til baka. Ég ákvað svo að fara yfir til Kíu og Ragga og spyrja þau hvort þau vissu eitthvað en þau höfðu ekkert heyrt en sögðu mér að Thomas, þýskur strákur sem er líka í málaskólanum og býr á lóðinni, hefði farið. Ég rölti því yfir til hans til að spyrja frétta en hann var í símanum og sagðist bara myndu koma yfir þegar hann væri búinn.
Ég fór því aftur heim og þar sat þá Kristján greyið búinn að reyna að kalla á mig því hann var orðinn alveg tilfinningalaus í öllum útlimun og andlitinu og hendurnar voru bláar, kaldar og alveg stífar. Ég fór því rakleitt yfir til Tuulu og Jari sem búa hér í húsalengjunni. Hún er læknir og kom til að kíkja á kallinn. Hún sá strax að Kristján virtist hafa farið að ofanda vegna kulda og flökurleika og þessvegna stífnað svona. Hún sagði honum að reyna að anda rólega og mælti með því að hann andaði líka í poka því það hjálpaði til við að stjórna önduninni. Smátt og smátt náði hann að slaka á og fékk aftur lit á hendurnar og tilfinninguna í útlimina og andlitið. Þetta var nú frekar óhuggulegt. Á meðan Tuula var hér kom Thomas og stuttu seinna hringdi Craig. Craig hafði verið nánast í innsta hring með eþíópskum vini sínum sem er fyrrum lögga. Hann var því hálfgert undir verndarvæng löggunnar. Hann sagði að fólk hefði farið að kasta grjóti og hrópa og löggan hefði farið að skjóta upp í loftið og berja fólk.
Hann sagðist hafa heyrt byssuskot en ekki séð hver var að skjóta eða á hvað. Hann sá tvo menn mjög illa útleikna eftir barsmíðar, annar meðvitundarlaus. Thomas hafði farið áður en mestu óeyrðirnar hófust. Hann sá bara þegar fólk byrjaði að hrópa og skyndilega hurfu stjórnmálamennirnir og orþodoxprestarnir af torginu. Hann var einnig ásamt Eþíópa sem þekkti borgina mjög vel og vissi hvaða leiðir best væri að fara.
Við höfum ekkert meira heyrt og ekkert getað farið á netið til að athuga með tölvupóst eða kíkt á fréttir. Norðmennirnir eru vanir að fara frekar of varlega en hitt þegar kemur að öryggismálum kristniboðanna þannig að við getum verið alveg örugg. Það er allvega nokkuð öruggt að þessar óeyrðir eru bundnar við miðbæinn þar sem mannfjöldi safnast saman. Við erum örugg hér á okkar lóð. Ef ástæða þykir til verðum við beðin að halda kyrru fyrir heima. Vonandi fáum við bráðlega frekari fregnir.
En aftur að lasarusnum. Kristján var kastandi upp í alla nótt svo við Dagbjartur Elí sváfum lítið. Ég þurfti líka að róa hann niður inn á milli svo hann færi ekki að ofanda. Hann er nú mun hressari í dag og búinn að sofa helling er enn mjög slappur. Ég vona bara að ég sé ekki líka að verða lasin. Ég er alveg hrikalega kvefuð en held það sé mestmegnis ofnæmi. Vona bara að þetta sé fyrst og fremst svefnleysi að hrjá mig núna. Bara vonandi að allir sofi vel í nótt. Krakkarnir hafa verið ósköp góð í dag að dunda sér. Þau leika sér mikið úti en koma stundum inn að teikna og í dag leifði ég þeim að horfa á Pétur pan. Þau verða stundum þreytt á sólinni. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hér að “nota góða veðrið”!!
Smá gullmolar:
Margrét Helga og Friðrik Páll sátu úti í rólu og voru að rífast um rólustatusinn á Íslandi. Friðrik Páll man ekkert eftir Íslandi þar sem hann var ekki nema eins og hálfs árs þegar hann flutti hingað:
FP: Það eru engar rólur á Íslandi
MH: Jú víst
FP: En það eru ekki margar, það er bara ein
MH: Víst eru margar rólur á Íslandi
FP: Ekki eins og hér
MH: Jú, amma mín á rólóvöll og þar eru margar rólur!
Þau leika sér mikið þrjú saman, Margrét Helga, Jóel og Friðrik Páll, oftar en ekki er það mömmuleikur. Á hverjum degi þegar við komum heim úr skólanum fáum við að heyra hver verkaskipting dagsins hefur verið og er bróðurlega skipst á að vera mamman, pabbinn og litla barnið, þannig að oftar en ekki kemur það í hlut Jóels eða Friðriks Páls að vera mamman.
Einn daginn kom ég upp í herbergi þar sem krakkarnir voru að leika með Asnakú barnapíunni okkar. Margrét Helga tilkynnti mér að hún væri mamman, Asnakú pabbinn, Dagbjartur Elí grísinn og Jóel kýrin!!
Jóel er yfirleitt á undan systur sinni að sofna og oft vill hún þá að maður kúri hjá henni og spjalli. Eitt kvöldið sagði hún við mig: “Mamma, Sverrir afi og Helena eiga svo mörg börn” Ég spurði hana hvort hún vissi hvað þau væru mörg, jú þrjú sagði hún og taldi þau upp, Anna Pála, Sindri og Sunna Mjöll og svo vissi hún auðvitað að afi ætti líka pabba. Svo spurði hún: “Gengur Sindri í skóla?” Ég sagði henni þá að Sindri væri í Háskóla Íslands og Anna Pála líka. “Er Sunna Mjöll líka í Háskóla Íslands?” Nei, svaraði ég því hún er of ung til þess ennþá, hún er í grunnskóla, það er eiginlega bara fullorðið fólk í Háskólanum.
Nokkrum kvöldum síðar fór hún aftur eittthvað að spyrja mig um Háskóla Íslands sem væri fyrir stór börn svo og hvort hún myndi einhverntíman fara í háskólann. Ég sagði henni að ef hún ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur eins og amma Magga (hún talar oft og iðulega um það) að þá þyrfti hún að fara í Háskólann. “Já og þá ætla ég að vera með Önnu Pálu og Sindra í skólanum!”
Hún talar líka um að hún ætli að vinna með ömmu á barnaspítalanum þegar hún er orðin stór og spurði ömmu sína í sumar hvort hún vildi leiða hana í vinnuna.
Þetta er nú alveg yndislegur heimur sem lítið fólk lifir í!
Þá er dagur að kveldi kominn. Kía og Raggi fóru niður á lóð norska skólans í dag. Það virðist ekkert hafa orðið úr neinu í gær sem betur fer, allavega virðist allt með kyrrum kjörum og okkur ekki verið tilkynnt að halda okkur heima eða neitt slíkt. Á sunnudaginn kemur hefur okkur hinsvegar verið ráðlegt að halda okkur heima við, ekki einu sinni fara í kirkju því það hefur verið boðað til mótmælafundar og óttast að það geti upp úr soðið þar. Þið megið gjarnan muna eftir stjórnmálaástandinu hér í bænum ykkar. Við biðjum og vonum að þetta fari að róast og það dragi úr spennunni sem virðist liggja undir niðri a.k.m. hér í Addis. Þetta eru held ég mest megnis stúdentar, ungt fólk sem er ósátt við úrslit landskosninganna sem stendur fyrir þessum mótmælum og uppþotum.
30. sept.
Það er komið netsamband am.k. í bili. Það eru getgátur uppi um það að stjórnvöld hafi lokað á netsamband vegna mótmælafundarins sem boðað hafði verið til á sunnudaginn. Sá hluti stjórnarandstöðuinnar hefur nú dregið gefið skilaboð um að mótmælum verði frestað svo kanski þessvegna sem netsambandið kom á í morgun. Þótt stjórnarandstaðan hafi lýst þessu yfir er aldrei að vita hvað fólkið gerir. Það er mjög reitt svo það gæti allt eins eitthvað gerst á sunnudaginn. Mér finnst amk líklegt að okkur verði áfram ráðlagt að halda okkur heima á sunnudaginn. Í gærkvöld fengum við þau skilaboð frá norska sendiráðinu að fólki væri ráðlegt að eiga vikubyrgðir af mat, vatni og öðru nauðsynlegu til þess að þurfa ekki að fara út í bæ ef ástandið yrði eitthvað slæmt. Það var þó áður en tilkynningin kom um að mótmælum yrði frestað.
Af okkur fjölskyldunni er annars allt gott að frétta. Það komu tveir stórir pakkar frá mömmu og pabba í gær svo það var eins og jólin hjá krökkunum!
Kristján er enn slappur og er núna kominn með útbrot um allan líkamann. Það kom norskur læknir í gærkvöld og skoðaði hann og hann ætlar að koma aftur seinnipartinn til að gera einhver test. Honum fannst á öllu að þetta væri einhver víruspest en hann vill vera viss. Það eru auðvitað allskyns nýjar bakteríur hér og hinir ýmsu sjúkdómar sem við eigum ekki að venjast heima. Honum samt líður betur svo þetta virðist nú á uppleið.
Einn gullmoli í lokinn:
Margrét Helga og Jóel sátu á tröppunum og voru að leika sér og ég heyrði að þau voru að reyna að tala norsku. Margrét Helga sagði mér þá að í leiknum væri Jóel norskur og hún dönsk. Ég spurði þá hvernig maður talaði dönsku en þá var hún fljót að svara: “Nei, ég er bara norsk líka!”
miðvikudagur, september 28, 2005
Netsambandslaust
Vildi bara lata vita ad vid erum netsambandslaus og høfum verid sidan a laugardag. Eg er buin ad vera mjøg dugleg ad skrifa allt sem a daga okkar hefur drifid en thad er i wordinu heima svo thid faid bara ad lesa thad thegar netid verdur komid aftur. Eg er nun a gestahusinu vid norska skolann. Annars er nokkud gott af okkur ad fretta fyrir utan ad Kristjan er hundlasinn. Thid faid meira um thad og annad seinna.
Bestu kvedjur ur solinni og hitanum!!
Bestu kvedjur ur solinni og hitanum!!
miðvikudagur, september 21, 2005
Krúttlegur þvottur
21.sept.
Það er víst liðin meira en vika síðan síðast en það hefur nú sínar ástæður. Það er búið að vera að setja upp nýtt símkerfi í í landinu og þetta tók smá tíma að fara að virka. Núna virðist þetta vera nokkurnvegin í lagi. Allavega hægt að komast á netið.
Vissuð þið að þvottur gæti verið krúttlegur?
Margrét Helga kom inn í síðustu viku og spurði hvort hún mætti “vaska” fötin hennar Sissu litlu. Ég sagði henni að hún mætti ÞVO þau. Hún fór svo með öll dúkkufötin í þvottabalanum þangað sem þvottakonurnar þvo og þvoði allt saman með hjálp Asnakú. Það veitti nú svo sem ekki af, ég held þau hafi ekki verið þvegin í um 20 ár! (þetta eru ss. mest gömlu dúkkufötin mín) Hún kom svo inn og hengdi allt upp sjálf- og þetta var sko krúttlegt skal ég segja ykkur. Því miður vantaði batterí í myndavélina þannig að þetta varð ekki fest á filmu. Hálftíma síðar spurði hún hvort fötin væru orðin hrein. Ég sagði henni að þau væru orðin hrein en ekki þurr enda lak úr þeim á gólfið en litla konan hafði ekki þolinmæði í að bíða svo aumingja Sissa litla varð að fara í blaut föt! Hún er svo mikil búkona.
Það er alveg frábært að fylgjast með þeim læra ný tungumál. Við tölum auðvitað alltaf íslensku hér heima, svo tala þau norsku í leikskólanum, amharísku við barnapíuna og húshjálpina og svo eru þau farin að læra smá ensku líka. Þegar þau tala norsku nota þau öll norsku orðin sem þau kunna og fylla svo upp í með íslensku eða “norska” íslenskuna. Svo þegar þau tala amharísku nota þau öll amharísku orðin sem þau kunna og fylla svo upp í með norsku og svo íslensku. Barnapían segir að þau séu orðin mjög flink í amharísku. Við heyrum ekki mikið af því en aðeins þó. Þau verða örugglega orðin miklu betri en við fljótlega.
Við erum að fara í próf í málaskólanum á morgun, munnlegt og skriflegt. Þetta er fyrst og fremst fyrir okkur til að sjá hvar við stöndum. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er pínu stressuð. Mín veikasta hlið er stafsetningin, það er svo sem ekkert nýtt, ef það hefði ekki verið fyrir munnlega prófið hefði ég fallið á stúdentsprófi í ensku!!
Á sunnudaginn spilaði ég í messu í ILC. Ég er búin að taka að mér að spila einu sinni í mánuði fram að jólum. Það er ágætt, ég verð þá að æfa mig. Það er reyndar smá vesen að komast í píanó, helst á norska skólanum, en ég á líka eftir að athuga hérna á seminarinu þar sem við komum til með að kenna, þar ætti ég að komast í hljóðfæri.
Ég man nú ekki eftir meiru markverðu frá síðustu viku. Það er auðvitað bara skóli og aftur skóli, amharíska og aftur amharíska.
Reyndar erum við farin að halda að regntíminn sé bara búinn. Það hefur ekkert rignt í fjóra daga og það er farið að vera mun hlýrra á daginn. Það er fínt við erum búin að fá dáldið mikið nóg af rigningu. Svona til upprifjunar þá ringdi dáldið vel á okkur í Noregi í fyrra.
Ég bið ykkur vel að lifa....
Það er víst liðin meira en vika síðan síðast en það hefur nú sínar ástæður. Það er búið að vera að setja upp nýtt símkerfi í í landinu og þetta tók smá tíma að fara að virka. Núna virðist þetta vera nokkurnvegin í lagi. Allavega hægt að komast á netið.
Vissuð þið að þvottur gæti verið krúttlegur?
Margrét Helga kom inn í síðustu viku og spurði hvort hún mætti “vaska” fötin hennar Sissu litlu. Ég sagði henni að hún mætti ÞVO þau. Hún fór svo með öll dúkkufötin í þvottabalanum þangað sem þvottakonurnar þvo og þvoði allt saman með hjálp Asnakú. Það veitti nú svo sem ekki af, ég held þau hafi ekki verið þvegin í um 20 ár! (þetta eru ss. mest gömlu dúkkufötin mín) Hún kom svo inn og hengdi allt upp sjálf- og þetta var sko krúttlegt skal ég segja ykkur. Því miður vantaði batterí í myndavélina þannig að þetta varð ekki fest á filmu. Hálftíma síðar spurði hún hvort fötin væru orðin hrein. Ég sagði henni að þau væru orðin hrein en ekki þurr enda lak úr þeim á gólfið en litla konan hafði ekki þolinmæði í að bíða svo aumingja Sissa litla varð að fara í blaut föt! Hún er svo mikil búkona.
Það er alveg frábært að fylgjast með þeim læra ný tungumál. Við tölum auðvitað alltaf íslensku hér heima, svo tala þau norsku í leikskólanum, amharísku við barnapíuna og húshjálpina og svo eru þau farin að læra smá ensku líka. Þegar þau tala norsku nota þau öll norsku orðin sem þau kunna og fylla svo upp í með íslensku eða “norska” íslenskuna. Svo þegar þau tala amharísku nota þau öll amharísku orðin sem þau kunna og fylla svo upp í með norsku og svo íslensku. Barnapían segir að þau séu orðin mjög flink í amharísku. Við heyrum ekki mikið af því en aðeins þó. Þau verða örugglega orðin miklu betri en við fljótlega.
Við erum að fara í próf í málaskólanum á morgun, munnlegt og skriflegt. Þetta er fyrst og fremst fyrir okkur til að sjá hvar við stöndum. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er pínu stressuð. Mín veikasta hlið er stafsetningin, það er svo sem ekkert nýtt, ef það hefði ekki verið fyrir munnlega prófið hefði ég fallið á stúdentsprófi í ensku!!
Á sunnudaginn spilaði ég í messu í ILC. Ég er búin að taka að mér að spila einu sinni í mánuði fram að jólum. Það er ágætt, ég verð þá að æfa mig. Það er reyndar smá vesen að komast í píanó, helst á norska skólanum, en ég á líka eftir að athuga hérna á seminarinu þar sem við komum til með að kenna, þar ætti ég að komast í hljóðfæri.
Ég man nú ekki eftir meiru markverðu frá síðustu viku. Það er auðvitað bara skóli og aftur skóli, amharíska og aftur amharíska.
Reyndar erum við farin að halda að regntíminn sé bara búinn. Það hefur ekkert rignt í fjóra daga og það er farið að vera mun hlýrra á daginn. Það er fínt við erum búin að fá dáldið mikið nóg af rigningu. Svona til upprifjunar þá ringdi dáldið vel á okkur í Noregi í fyrra.
Ég bið ykkur vel að lifa....
föstudagur, september 16, 2005
Föstudagsfjörið
Kæru vinir, það er varla að maður vogi sér hingað inn á þetta svæði. (Það er Kristján sem skrifar) En erindið er stórbrotið! Það varðar þau tímamót á hverjum Helga Vilborg mun teljast fullra þrjátíu vetra gömul (7. október nk.) Á sinn hógværa hátt kom hún því nokkrum sinnum á framfæri við mig í vor sem leið og sumar að hún gæti hugsað sér að fá svo mikið sem rafpíanó frá fjölskyldunni í þrítugsafmælisgjöf. – Nú er svo komið að ég hef í samráði við Óskar kórstjóra með meiru, fundið vandað og meðfærilegt píanó sem eflaust á eftir að nýtast Helgu mjög vel í hennar margvíslega starfi, og vera fínt fyrir börnin okkar að læra á þegar þar að kemur. Nú er spurningin hvort þið sem viljið gefa Helgu afmælisgjöf séuð ekki til í að leggja bara inn á sparibókina hennar einhverja aura til að borga fyrir gripinn sem kostar að sjálfsögðu sitt.
Kjörbókin hennar Helgu er nr. 0117-05-60701 og hennar kennitala á reikningnum 071075-5169. Þið getið svo sett nafnið ykkar og eða kennitölu með færslunni.
Ps. Ég mun taka loforð af Helgu að hún megi ekki lesa þessa síðustu dagbókarfærslu á síðunni, þannig að gjöfin komi henni eins mikið á óvart og hægt er.
Kjörbókin hennar Helgu er nr. 0117-05-60701 og hennar kennitala á reikningnum 071075-5169. Þið getið svo sett nafnið ykkar og eða kennitölu með færslunni.
Ps. Ég mun taka loforð af Helgu að hún megi ekki lesa þessa síðustu dagbókarfærslu á síðunni, þannig að gjöfin komi henni eins mikið á óvart og hægt er.
sunnudagur, september 11, 2005
Gelðilegt nýtt ár!!!
11. september
Gleðilegt nýtt ár!!
Já það er nýjarsdagur í Eþíópíu í dag. Árið 1998 er gengið í garð. Það er ss. ekki alveg sama tímatal hér og í hinum vestræna heimi heldur fara þeir eftir tímatali austur kirkjunnar eða orþodox kirkjunnar. Það er líka fleira sem er öðruvísi hér. Td. Eru 13 mánuðir í árinu. Þetta nota þeir sem eru að kynna landið óspart og auglýsa “13 months of sunshine” (13 mánuðir af sólskini.) Þótt t.d. í dag hafi meira eða minna rignt eins og hellt væri úr fötu þá er líður aldrei dagur án þess að sólin láti eitthvað sjá sig svo líklega er þetta að einhverju leiti rétt hjá þeim. Svo er það nú klukkan. Þegar við segjum að klukkan sé 12 þá segja Eþíóparnir að hún sé sex þegar við segjum þrjú þá segja þeir níu o.s.frv. Flestir fara ss. á fætur kl. eitt að morgni, þ.e. kl. 7.
Þetta er auðvitað merkilegur dagur í dag. Felstir muna hvar þeir voru staddir á þessm degi fyrir fjórum árum og ég man líka vel hvar ég var fyrir ári síðan. Í brúðkaupi systur minnar og mágs- til hamingju með daginn Agla Marta og Maggi!
En þá er best að koma sér að dagbókinni.
Síðasta vika leið nú bara svona eins og flestar aðrar. Skóli hjá okkur og leikskóli hjá krökkunum o.s.frv.
Á þriðjudagskvöldið fórum við Kia reyndar tvær út að borða. Okkur fannst við eiga það inni þar sem kallarnir okkar eru búnir að vera duglegir að gera eitthvað fyrir sjálfa sig. Við fórum á indverskan stað sem heitir Siangham og fengum mjög góðan mat. Ég fékk reyndar eitthvað pínu í magann daginn eftir þannig að ég fór ekki í skólann en það jafnaði sig fljótt. Kía er með svoddan stálmaga að hún varð ekki vör við neitt, ég er nú líka kanski ekstra viðkvæm. En allvega var maturinn mjög góður og við áttum skemmtilega kvöldstund.
Á miðvikudagskvöldið fór ég svo og var með kóræfingu hjá Ten- sing í alþjóðlegu lúthersku kirkjunni. Ég var alveg hrikalega stressuð að þurfa að gera þetta á ensku (kanski það hafi bara verið skýringin á magakveisunni!!) En þetta gekk nú allt mjög vel og var bara voða gaman. Ég held líka að krakkarnir hafi bara verið ánægð. Ég ætla að vera með æfingu hjá þeim fyrsta miðvikudag hvers mánaðar allavega fram að jólum og sjá svo til hvernig landið liggur eftir jól. Mér fannst bara voða gaman að fá að vera aðeins með.
Á hverjum morgni í skólanum, kl. 10 er það sem kallað er devotion time. Þá skiptast nemendur og kennarar á að hafa stutta hugleiðingu. Á föstudaginn var röðin komin að mér. Ég var svo stressuð að það hálfa hefði getað verið nóg! Ég hef alltag haft frekar lítið sjálfstraust þegar kemur að enskunni. Allt í lagi að spjalla við fólk, en að standa fyrir framan og tala...!! Kristján stakk bara upp á að ég myndi syngja sem ég og gerði og hann las vers, Fil. 4:13. “ Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.” Það hangir í ramma í stofunni hjá okkur, Agla Marta skrautskrifaði það og gaf okkur í kveðjugjöf. Ég söng svo “ My life is in your hands” eftir Kirk Franklin, texti sem hefur styrkt mig mikið núna síðustu daga. Þetta fór nú allt vel en ég var svo stressuð að ég dofnaði upp í handleggjunum! Það er sko þúsund sinnum auðveldara að standa á sviði fyrir framan þúsund manns en í lítilli skólastofu og þurfa svo þar að auki að tala framandi tungumál! Þetta er nú samt allt saman að koma með enskuna. Kennslan fer fram á ensku þannig að maður er ekki bara að læra amharísku.
Í gær ákváðum við að fara aog heimsækja ljónagarð nokkurn sem staðsettur er hér í Addis og á að vera ferðamannaaðráttarafl. Krakkarnir voru voða spennt og hafa oft spurt hvenær þau fái að sjá ljónin. Þau höfðu séð myndir heima síðan ég var hér síðast. Við ákváðum því að skella okkur. Við máttum nú ekki seinni vera því að stuttu eftir að við komum var ljónunum gefið að éta og þá létu þau lítið fara fyrir sér. Krakkarnir voru samt ánægð. Það fyndnasta var samt að ég held að eþíópunum sem voru þarna hafi fundist meira spennandi að horfa á okkur en ljónin! Það er nú aðeins búið að gera garðinn huggulegri en hann var, búið að setja upp leikvöll fyrir börn, meira að segja með hringekju. Margrét Helga ætlaði að fá sér bunu en gugnaði svo rétt áður en hringekjan fór af stað. Það var dáldið dimmt þarna og mikið af fólki þannig að ég var svo sem ekkert hissa. En blessuð dýririn, ekki getur þetta nú verið mikið sældarlíf. Þau hrisngsóla í frekar litlum búrum miðað við stærð þeirra og er svo gefið hrátt kjöt að éta með reglulegu millibili. Þau litu svo sem ekkert illa út en ekki er þetta líkt því sem þau eiga að venjast úti í náttúrunni.
Eftir ljónaskoðunina fórum við svo á pizza italia sem selur bestu pitsur í Addis.
Í morgun fórum við í messu í ILC. Í dag byrjaði sunnudagaskólinn á því að öll börnin voru saman en svo fórum við upp með norðurlandabörnin þar sem þau fengu hugleiðingu á norsku og svo fengu þau að leika sér. Það hefur verið þannig að foreldrarnir skiptast á að sjá um sunnudagaskólann fyrir norrænu börnin og hafa þá hugleiðingu og taka með leikföng. Krökkunum fannst mjög gaman. Eftir messu fórum við á Hótel Yilma sem er hérna rétt hjá og fengum okkur að borða.- maður fer aðeins oftar út að borða hér en heima eins og þið takið eftir. Það er líka mun ódýrara hér og við getum leyft okkur það.
Á meðan við vorum að borða kom þessi líka úrhellisdemba. Kristján bar okkur öll inn úr bílnum, mig meðtalda sem Margréti Helgu og Jóel fannst ægilega sniðugt. Það var skítkalt hérna heima svo við kveiktum upp í arninum og kúrðum okkur undir sæng. Ég var síðan svo ægilega syfjuð eitthvað svo ég bara skreið upp í rúm. Margrét Helga og Jóel voru fljótlega komin og vildu kúra líka. Þau voru reyndar bara að hnoðast eitthvað og vesenast og endaði með að þau fóru fram. Jóel kom svo stuttu seinna aftur og lagðist hjá mér og sefur enn!! Hann hefur sofnað um hálffimmleitið og nú er klukkan að verða níu! Þau sofnuði líka í bílnum í gær, eru oft mjög þreytt um helgar þannig að það er gott að þau geta hvílt sig. Kl. sex kom Margrét Helga inn eftir að hafa verið að leika við Firðrik Pál úti og vildi bara fara beint í háttinn! Þetta hefur því verið mjög rólegt kvöld þar sem Dagbjartur Elí er líka búinn að sofa síðan hálf sex!!
Já ég gleymdi að segja frá því að við fórum í smá bíltúr út fyrir borgina í gær. Það var yndislegt að sjá græn engi og finna ferskt loft. Það er alveg rosaleg mengun hér í Addis. Við erum farin að þrá að komast eitthvað út fyrir borgina aftur og hugsa ég að við reynum fljótlega að fara eitthvert einhverja helgina.
En nú er dagur að kveldi kominn og ég geri ráð fyrir að verða vakin snemm a í fyrramálið eftir allan svefninn í dag og kvöld!
Góða nótt!
Ps. Dagbjartur Elí er búinn að læra að klappa saman lófunum!!
Gleðilegt nýtt ár!!
Já það er nýjarsdagur í Eþíópíu í dag. Árið 1998 er gengið í garð. Það er ss. ekki alveg sama tímatal hér og í hinum vestræna heimi heldur fara þeir eftir tímatali austur kirkjunnar eða orþodox kirkjunnar. Það er líka fleira sem er öðruvísi hér. Td. Eru 13 mánuðir í árinu. Þetta nota þeir sem eru að kynna landið óspart og auglýsa “13 months of sunshine” (13 mánuðir af sólskini.) Þótt t.d. í dag hafi meira eða minna rignt eins og hellt væri úr fötu þá er líður aldrei dagur án þess að sólin láti eitthvað sjá sig svo líklega er þetta að einhverju leiti rétt hjá þeim. Svo er það nú klukkan. Þegar við segjum að klukkan sé 12 þá segja Eþíóparnir að hún sé sex þegar við segjum þrjú þá segja þeir níu o.s.frv. Flestir fara ss. á fætur kl. eitt að morgni, þ.e. kl. 7.
Þetta er auðvitað merkilegur dagur í dag. Felstir muna hvar þeir voru staddir á þessm degi fyrir fjórum árum og ég man líka vel hvar ég var fyrir ári síðan. Í brúðkaupi systur minnar og mágs- til hamingju með daginn Agla Marta og Maggi!
En þá er best að koma sér að dagbókinni.
Síðasta vika leið nú bara svona eins og flestar aðrar. Skóli hjá okkur og leikskóli hjá krökkunum o.s.frv.
Á þriðjudagskvöldið fórum við Kia reyndar tvær út að borða. Okkur fannst við eiga það inni þar sem kallarnir okkar eru búnir að vera duglegir að gera eitthvað fyrir sjálfa sig. Við fórum á indverskan stað sem heitir Siangham og fengum mjög góðan mat. Ég fékk reyndar eitthvað pínu í magann daginn eftir þannig að ég fór ekki í skólann en það jafnaði sig fljótt. Kía er með svoddan stálmaga að hún varð ekki vör við neitt, ég er nú líka kanski ekstra viðkvæm. En allvega var maturinn mjög góður og við áttum skemmtilega kvöldstund.
Á miðvikudagskvöldið fór ég svo og var með kóræfingu hjá Ten- sing í alþjóðlegu lúthersku kirkjunni. Ég var alveg hrikalega stressuð að þurfa að gera þetta á ensku (kanski það hafi bara verið skýringin á magakveisunni!!) En þetta gekk nú allt mjög vel og var bara voða gaman. Ég held líka að krakkarnir hafi bara verið ánægð. Ég ætla að vera með æfingu hjá þeim fyrsta miðvikudag hvers mánaðar allavega fram að jólum og sjá svo til hvernig landið liggur eftir jól. Mér fannst bara voða gaman að fá að vera aðeins með.
Á hverjum morgni í skólanum, kl. 10 er það sem kallað er devotion time. Þá skiptast nemendur og kennarar á að hafa stutta hugleiðingu. Á föstudaginn var röðin komin að mér. Ég var svo stressuð að það hálfa hefði getað verið nóg! Ég hef alltag haft frekar lítið sjálfstraust þegar kemur að enskunni. Allt í lagi að spjalla við fólk, en að standa fyrir framan og tala...!! Kristján stakk bara upp á að ég myndi syngja sem ég og gerði og hann las vers, Fil. 4:13. “ Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.” Það hangir í ramma í stofunni hjá okkur, Agla Marta skrautskrifaði það og gaf okkur í kveðjugjöf. Ég söng svo “ My life is in your hands” eftir Kirk Franklin, texti sem hefur styrkt mig mikið núna síðustu daga. Þetta fór nú allt vel en ég var svo stressuð að ég dofnaði upp í handleggjunum! Það er sko þúsund sinnum auðveldara að standa á sviði fyrir framan þúsund manns en í lítilli skólastofu og þurfa svo þar að auki að tala framandi tungumál! Þetta er nú samt allt saman að koma með enskuna. Kennslan fer fram á ensku þannig að maður er ekki bara að læra amharísku.
Í gær ákváðum við að fara aog heimsækja ljónagarð nokkurn sem staðsettur er hér í Addis og á að vera ferðamannaaðráttarafl. Krakkarnir voru voða spennt og hafa oft spurt hvenær þau fái að sjá ljónin. Þau höfðu séð myndir heima síðan ég var hér síðast. Við ákváðum því að skella okkur. Við máttum nú ekki seinni vera því að stuttu eftir að við komum var ljónunum gefið að éta og þá létu þau lítið fara fyrir sér. Krakkarnir voru samt ánægð. Það fyndnasta var samt að ég held að eþíópunum sem voru þarna hafi fundist meira spennandi að horfa á okkur en ljónin! Það er nú aðeins búið að gera garðinn huggulegri en hann var, búið að setja upp leikvöll fyrir börn, meira að segja með hringekju. Margrét Helga ætlaði að fá sér bunu en gugnaði svo rétt áður en hringekjan fór af stað. Það var dáldið dimmt þarna og mikið af fólki þannig að ég var svo sem ekkert hissa. En blessuð dýririn, ekki getur þetta nú verið mikið sældarlíf. Þau hrisngsóla í frekar litlum búrum miðað við stærð þeirra og er svo gefið hrátt kjöt að éta með reglulegu millibili. Þau litu svo sem ekkert illa út en ekki er þetta líkt því sem þau eiga að venjast úti í náttúrunni.
Eftir ljónaskoðunina fórum við svo á pizza italia sem selur bestu pitsur í Addis.
Í morgun fórum við í messu í ILC. Í dag byrjaði sunnudagaskólinn á því að öll börnin voru saman en svo fórum við upp með norðurlandabörnin þar sem þau fengu hugleiðingu á norsku og svo fengu þau að leika sér. Það hefur verið þannig að foreldrarnir skiptast á að sjá um sunnudagaskólann fyrir norrænu börnin og hafa þá hugleiðingu og taka með leikföng. Krökkunum fannst mjög gaman. Eftir messu fórum við á Hótel Yilma sem er hérna rétt hjá og fengum okkur að borða.- maður fer aðeins oftar út að borða hér en heima eins og þið takið eftir. Það er líka mun ódýrara hér og við getum leyft okkur það.
Á meðan við vorum að borða kom þessi líka úrhellisdemba. Kristján bar okkur öll inn úr bílnum, mig meðtalda sem Margréti Helgu og Jóel fannst ægilega sniðugt. Það var skítkalt hérna heima svo við kveiktum upp í arninum og kúrðum okkur undir sæng. Ég var síðan svo ægilega syfjuð eitthvað svo ég bara skreið upp í rúm. Margrét Helga og Jóel voru fljótlega komin og vildu kúra líka. Þau voru reyndar bara að hnoðast eitthvað og vesenast og endaði með að þau fóru fram. Jóel kom svo stuttu seinna aftur og lagðist hjá mér og sefur enn!! Hann hefur sofnað um hálffimmleitið og nú er klukkan að verða níu! Þau sofnuði líka í bílnum í gær, eru oft mjög þreytt um helgar þannig að það er gott að þau geta hvílt sig. Kl. sex kom Margrét Helga inn eftir að hafa verið að leika við Firðrik Pál úti og vildi bara fara beint í háttinn! Þetta hefur því verið mjög rólegt kvöld þar sem Dagbjartur Elí er líka búinn að sofa síðan hálf sex!!
Já ég gleymdi að segja frá því að við fórum í smá bíltúr út fyrir borgina í gær. Það var yndislegt að sjá græn engi og finna ferskt loft. Það er alveg rosaleg mengun hér í Addis. Við erum farin að þrá að komast eitthvað út fyrir borgina aftur og hugsa ég að við reynum fljótlega að fara eitthvert einhverja helgina.
En nú er dagur að kveldi kominn og ég geri ráð fyrir að verða vakin snemm a í fyrramálið eftir allan svefninn í dag og kvöld!
Góða nótt!
Ps. Dagbjartur Elí er búinn að læra að klappa saman lófunum!!
mánudagur, september 05, 2005
kominn september
5. september
Ég fékk fyrsta heimþrárkastið í gær sem náði alveg fram undir hádegi í dag. Mér finnst þetta nú vel af sér vikið miðað við mig, þ.e, að hafa ekki fengið neina heimþrá fyrr en eftir heilan mánuð.Auðvitað er þetta allt saman eðlilegt og eins og ég segi alltaf við stelpurnar í Hlíðinni sem eru með heimþrá, þá er það bara gott að maður sakni þeirra sem eru heima. Það sýnir bara hvað maður á gott að eiga fólk að sem sem þykir vænt um mann og manni þykir vænt um. Ég var skyndilega með hugann svo mikið heima, ég held að það hafi nú spilað inn í að ég er of langt í burtu til að geta t.d. sungið með kórnum mínum frábæra!! Svo bara helltist allt yfir mig í einni bunu. En það er allt að jafna sig . Allavega þá líður okkur mjög vel hér, ekki hafa áhyggjur af öðru. Óneitanlega er þetta samt skrítið allt saman. Ég finn líka að það er dáldið mikið annað að koma með fjölskyldu en einn og þurfa ekkert að hugsa um nema sjálfan sig.
Krakkarnir eru óðum að jafna sig á kvefpestinni. Dagbjartur Elí var loksins hitalaus á fimmtudaginn. Ég var farin að hafa dálitlar áhyggjur af honum. Þau eru enn öll með ljótan hósta og Jóel er hrikalega hás en þetta er allt í áttina.
Jóel varð þriggja ára á föstudaginn. Við sungum fyrir hann og færðum honum gjafir í rúmið. Hann var svo krúttlegur. Hann varð hálffeiminn litla skynnið. Svo var hann svo ánægður og glaður með gjafirnar sínar. Hann fékk svo að taka með sér snúða í leikskólann og gefa krökkunum. Þar var svo líka sungið fyrir hann og hann fékk kórónu sem hann var ægilega ánægður með. Seinnipartinn var svo smá kaffi fyrir hann. Hann vildi bara bjóða Friðriki Páli og Hörpu Vilborgu og Kíu og Ragga, svo við áttum fína stund með súkkulaðiköku og pönnukökum sem afmælisbarnið pantaða sérstaklega.
Á laugardaginn fórum við og heimsóttum bandarísk hjón Craig og Alison sem eru með okkur í málaskólanum. Þau eiga tvo stráka Zane og Ezra sem eru 4 og 2 ára. Krakkarnir voru voða feimin til að byrja með en voru svo farin að leika sér þegar á leið. Það var mjög gaman að hitta þau svona utan skólans. Þau fara svo til norður Eþíópíu eftir málanámið.
Á sunnudaginn fórum við í messu í ILC (international lutheran church). Ég fór með krökkunum í sunnudagaskólann sem var mjög skemmtilegur. Krökkunum fannst allvega voða gaman. Þau fengu m.a. að föndra sem þeim fanst ekki leiðinlegt. Það fer allt fram á ensku þarna en þau eru orðin vön að heyra mismunandi tungumál og ég túlkaði fyrir þau það mesta.
Eftir messu fórum við að borða á veitingasatað sem heitir Blue tops. Það er mjög ódýrt að fara út að borða hér svo við gerum það nokkuð oft. En allvega er þetta staður sem ég fór oft á áður. Fyrir utan er mjög mikið af betlurum og við vöktum auðvitað sérstaklega athygli með þrjá litla glókolla. Þetta getur tekið á því hvar sem maður fer hópast að manni fólk. Ég er eiginlega miklu viðkvæmari núna en ég var. Ég held það hafi eitthvað með það að gera að vera orðin móðir. Mér finnst alltaf erfitt að sjá litlu börnin sem eru að betla og eins konur með pínulítil ungabörn, ganga á milli bílanna í allri umferðinni og menguninni. Svo getur maður svo ósköp lítið gert finnst manni. Við gefum oft smápeninga eða brauð en auðvitað getur maður ekki hjálpað öllum.
Eftir máltíðina fórum við svo í smá bíltúr um borgina. Ég get ekki sagt beint að mér finnist Addis Abeba falleg borg svona í túristalegum skilningi (ef maður getur orðað það svo) en óneitanlega er hún sérstök og ég held það láti engan ósnortinn að heimsækja hana. Það hefur mikið breyst hér frá því ég var hér fyrir 10 árum. Það eru miklar byggingarframkvæmdir í gangi, mikið hefur risið af nýjum húsum og umferðin og mengunin hefur aukist töluvert. Mér finnst ég sjá meira af efnuðum Eþíópum á fínum bílum og á stöðum þar sem áður var aðeins hvítt fólk/útlendingar. Mín tilfinning er að bilið milli ríkra og fátækra sé að aukast. Fleiri virðast hafa það ágætt en eymdin er enn til staðar og margir sem ekki eiga til hnífs eða skeiðar. Börnin og unglingarnir eru mér ofarlega í huga. Ég bara bið þess að við fáum að vera verkfæri Guðs hér á meðal þessa fólks dag hvern.
Aftur að fjölskyldunni. Bóndinn var að koma úr fótbolta. Börnin eru farin að sofa og ég bara nokkuð óþreytt aldrei þessu vant. Ég var sofnuð í gærkvöld um 9 leitið og MH og JK sváfu alla nóttina í fyrsta skipti í langan tíma. DE rumskaði nokkrum sinnum en annars var þetta bara með besta móti.
Dagbjartur Elí er að þroskast svo mikið núna. Hann er farinn að sitja alveg sjálfur og finnst alveg rosalega gaman að sitja á gólfinu með dótið sitt og leika. Skemmtilegast finnst honum þó þegar systkini hans sitja hjá honum og leika við hann. Venjulega þegar við komum heim úr skólanum koma Margrét Helga og Jóel hlaupandi á móti okkur og þannig var það einni í dag. Þegar við komum að tröppunum sat Asnaku hjá Dagbjarti Elí sem sat í þvottabala í ganginum og var að leika sér. Þegar hann sá okkur reyndi hann að standa upp og ætlaði að koma til okkar eins og systkini hans þegar það tókst ekki varð hann voða sár og grét þangað til mamma tók hann í fangið og þá fagnaði hann okkur og knúsaði í bak og fyrir. Hann er alveg óttalega mikið krútt.
Jæja en nú er litla krúttið að kalla, ætli hann vilji ekki fá kvöldpelann sinn.
Ps. Takk fyrir allar kveðjurnar á síðunni. Það er alltaf jafngaman að fá kveðju og líka gaman að sjá hverjir lesa síðuna.
Ég fékk fyrsta heimþrárkastið í gær sem náði alveg fram undir hádegi í dag. Mér finnst þetta nú vel af sér vikið miðað við mig, þ.e, að hafa ekki fengið neina heimþrá fyrr en eftir heilan mánuð.Auðvitað er þetta allt saman eðlilegt og eins og ég segi alltaf við stelpurnar í Hlíðinni sem eru með heimþrá, þá er það bara gott að maður sakni þeirra sem eru heima. Það sýnir bara hvað maður á gott að eiga fólk að sem sem þykir vænt um mann og manni þykir vænt um. Ég var skyndilega með hugann svo mikið heima, ég held að það hafi nú spilað inn í að ég er of langt í burtu til að geta t.d. sungið með kórnum mínum frábæra!! Svo bara helltist allt yfir mig í einni bunu. En það er allt að jafna sig . Allavega þá líður okkur mjög vel hér, ekki hafa áhyggjur af öðru. Óneitanlega er þetta samt skrítið allt saman. Ég finn líka að það er dáldið mikið annað að koma með fjölskyldu en einn og þurfa ekkert að hugsa um nema sjálfan sig.
Krakkarnir eru óðum að jafna sig á kvefpestinni. Dagbjartur Elí var loksins hitalaus á fimmtudaginn. Ég var farin að hafa dálitlar áhyggjur af honum. Þau eru enn öll með ljótan hósta og Jóel er hrikalega hás en þetta er allt í áttina.
Jóel varð þriggja ára á föstudaginn. Við sungum fyrir hann og færðum honum gjafir í rúmið. Hann var svo krúttlegur. Hann varð hálffeiminn litla skynnið. Svo var hann svo ánægður og glaður með gjafirnar sínar. Hann fékk svo að taka með sér snúða í leikskólann og gefa krökkunum. Þar var svo líka sungið fyrir hann og hann fékk kórónu sem hann var ægilega ánægður með. Seinnipartinn var svo smá kaffi fyrir hann. Hann vildi bara bjóða Friðriki Páli og Hörpu Vilborgu og Kíu og Ragga, svo við áttum fína stund með súkkulaðiköku og pönnukökum sem afmælisbarnið pantaða sérstaklega.
Á laugardaginn fórum við og heimsóttum bandarísk hjón Craig og Alison sem eru með okkur í málaskólanum. Þau eiga tvo stráka Zane og Ezra sem eru 4 og 2 ára. Krakkarnir voru voða feimin til að byrja með en voru svo farin að leika sér þegar á leið. Það var mjög gaman að hitta þau svona utan skólans. Þau fara svo til norður Eþíópíu eftir málanámið.
Á sunnudaginn fórum við í messu í ILC (international lutheran church). Ég fór með krökkunum í sunnudagaskólann sem var mjög skemmtilegur. Krökkunum fannst allvega voða gaman. Þau fengu m.a. að föndra sem þeim fanst ekki leiðinlegt. Það fer allt fram á ensku þarna en þau eru orðin vön að heyra mismunandi tungumál og ég túlkaði fyrir þau það mesta.
Eftir messu fórum við að borða á veitingasatað sem heitir Blue tops. Það er mjög ódýrt að fara út að borða hér svo við gerum það nokkuð oft. En allvega er þetta staður sem ég fór oft á áður. Fyrir utan er mjög mikið af betlurum og við vöktum auðvitað sérstaklega athygli með þrjá litla glókolla. Þetta getur tekið á því hvar sem maður fer hópast að manni fólk. Ég er eiginlega miklu viðkvæmari núna en ég var. Ég held það hafi eitthvað með það að gera að vera orðin móðir. Mér finnst alltaf erfitt að sjá litlu börnin sem eru að betla og eins konur með pínulítil ungabörn, ganga á milli bílanna í allri umferðinni og menguninni. Svo getur maður svo ósköp lítið gert finnst manni. Við gefum oft smápeninga eða brauð en auðvitað getur maður ekki hjálpað öllum.
Eftir máltíðina fórum við svo í smá bíltúr um borgina. Ég get ekki sagt beint að mér finnist Addis Abeba falleg borg svona í túristalegum skilningi (ef maður getur orðað það svo) en óneitanlega er hún sérstök og ég held það láti engan ósnortinn að heimsækja hana. Það hefur mikið breyst hér frá því ég var hér fyrir 10 árum. Það eru miklar byggingarframkvæmdir í gangi, mikið hefur risið af nýjum húsum og umferðin og mengunin hefur aukist töluvert. Mér finnst ég sjá meira af efnuðum Eþíópum á fínum bílum og á stöðum þar sem áður var aðeins hvítt fólk/útlendingar. Mín tilfinning er að bilið milli ríkra og fátækra sé að aukast. Fleiri virðast hafa það ágætt en eymdin er enn til staðar og margir sem ekki eiga til hnífs eða skeiðar. Börnin og unglingarnir eru mér ofarlega í huga. Ég bara bið þess að við fáum að vera verkfæri Guðs hér á meðal þessa fólks dag hvern.
Aftur að fjölskyldunni. Bóndinn var að koma úr fótbolta. Börnin eru farin að sofa og ég bara nokkuð óþreytt aldrei þessu vant. Ég var sofnuð í gærkvöld um 9 leitið og MH og JK sváfu alla nóttina í fyrsta skipti í langan tíma. DE rumskaði nokkrum sinnum en annars var þetta bara með besta móti.
Dagbjartur Elí er að þroskast svo mikið núna. Hann er farinn að sitja alveg sjálfur og finnst alveg rosalega gaman að sitja á gólfinu með dótið sitt og leika. Skemmtilegast finnst honum þó þegar systkini hans sitja hjá honum og leika við hann. Venjulega þegar við komum heim úr skólanum koma Margrét Helga og Jóel hlaupandi á móti okkur og þannig var það einni í dag. Þegar við komum að tröppunum sat Asnaku hjá Dagbjarti Elí sem sat í þvottabala í ganginum og var að leika sér. Þegar hann sá okkur reyndi hann að standa upp og ætlaði að koma til okkar eins og systkini hans þegar það tókst ekki varð hann voða sár og grét þangað til mamma tók hann í fangið og þá fagnaði hann okkur og knúsaði í bak og fyrir. Hann er alveg óttalega mikið krútt.
Jæja en nú er litla krúttið að kalla, ætli hann vilji ekki fá kvöldpelann sinn.
Ps. Takk fyrir allar kveðjurnar á síðunni. Það er alltaf jafngaman að fá kveðju og líka gaman að sjá hverjir lesa síðuna.