Jóla hvað????
19. nóv. 05
Ég er alltaf að hugsa með mér að ég verði að fara að skrifa oftar svo þetta verði ekki alltaf svona svakalegar langlokur en það er bara svo mikið að gera – en allvega þá er ég byrjuðað skrifa eitthvað núna....
Ég var að fatta í dag að fyrsti sunnudagur í aðventu er eftir viku. Það er ekki alveg sama jólabrjálæðið hér og heima, eiginlega langt í frá og mér finnst það bara fínt, ég held maður njóti jólanna bara betur. Það eina sem minnir á jól eru pakkarnir sem farnir eru að berast okkur. Það verður heilmikið um að vera hér á aðventunni svo jólin ættu ekkert að fara framhjá okkur. Eþíópísku jólin eru ekki fyrr en í byrjun janúar auk þess sem þetta er ekki eins stór hátíð hjá þeim eins og okkur. Hér eru áramótin (eþíópsku sem eru í sept.) og páskarnir miklu stærri hátíðir. Mér skilst að þó séu vestrænar hefðir alltaf meira og meira að skjóta upp kollinum hér og eitthvað um að fólk sé farið að skiptast á gjöfum og skreyta eitthvað en ég held að það sé meira á meðal hinna efnuðu.
Það hefur verið mjög friðsælt að undanförnu og alríkislögreglan búin að sleppa 9 þúsund föngum úr haldi. Þessu er samt ekki lokið, þetta kraumar allt ennþá. Það er mikið af vopnuðum lögreglumönnum og hermönnum á götunum sem ég held að séu fyrst og fremst til að minna á valdið. En lífið gengur ss. aftur sinn vanagang, amk hjá okkur.
Sl. laugardag var grill hér á lóðinni. Það var farið út með stóla og borð og við grilluðum öll saman á veröndinni hjá Thomasi þýska sem er með okkur í skólanum. Svo var farið í leiki, spilað blak og Jorunn og Jörn buðu svo í kaffi úti á stétt. Þetta var voða gaman og verður örugglega endurtekið. Á sunnudaginn fórum við í kirkju, ég var að spila og svo út að borða á kínverskan stað ásamt Kíu og fjölskyldu og Randi og Tormod Bö og börnunum þeirra tveimur. Á mánudaginn fór ég bara í fyrsta tímann í skólanum því ég þurfti að fara með minnstamanninn í sprautu. Það gekk bara voða vel allt saman. Hann er að þroskast svo mikið núna. Kann að leika “týndur”, gengur allsstaðar meðfram og er farinn að príla upp tröppurnar- þannig að nú er friðurinn algjörlega úti! Svo er hann meira að segja farinn að segja nokkur orð. Ég var alveg búin að búa mig undir að hann yrði talsvert seinni til en hin þar sem hann er með svo mörg tungumál í kringum sig en svo virðist nú ekki vera. Auk þess að segja mamma og babba segir hann “da” sem þýðir takk og svo segir hann datt og “goy” (explosive g) sem er amharíska og þýði bíddu. Þetta er svo skemmtilegur tími og hann er svo mikil krúsídúlla þótt ég segi sjálf frá! Eftir sprautuna fékk hann að fara aðeins í heimsókn á leikskólann og fannst það nú ekki leiðinlegt, að vera með öllum stóru krökkunum! Margrét Helga, Jóel og Friðrik Páll þurftu auðvitað að sýna mér allar listir sínar og svo komu þau með okkur heim í bílnum.
Mig minnir að þriðjudagurinn hafi nú bara gengið venjulega fyrir sig og líka miðvikudagurinn nema hvað þá ákvað ég að gera aðra tilraun í dáldinn tíma til að fara út að hlaup og uppskar fyrir vikið slæmt astmakast- verra en síðast þegar ég reyndi. Ég var bara búin að vera sæmileg í nokkra daga svo ég ákvað að prófa en þetta er nú ekki skemmtilegt. Tuula gat bjargað mér um púst en ég var svo eftir mig eftir þetta að ég varð að vera heima á fimmtudagsmorguninn. Á fimmtudagskvöldið skiptum við svo liði fjölskyldan. Strákarnir höfðu það huggulegt hér heima en við Margrét Helga fórum á Misjonsforenings Basar á norska skólanum. Það var matur og kaffi og svo var happdrætti og tombóla. Það var alveg yndislegt að fara svona ein með litlu konunni. Hún var svo mikil dama í kjól og með veski og naut þess alveg í botn að fá að vera ein með mömmu. Ég held líka að strákarnir hafi haft það mjög gott hér heima. Þau þurfa stundum að fá smá tíma í sinhvoru lagi. Þetta var líka svo seint að Jóel hefði ekki haldið þetta út og heldur ekki Dagbjartur Elí.
Á föstudaginn fórum við svo í fjallgöngu með málaskólanum. Það var farið í þjóðgarðinn sem við fórum með Kíu og Ragga í haust en nú átti að ganga á fjallið. Síðustu vikur hefur verið glampandi sól og heiðskýrt en á fimmtudag og föstudag var skýjað og þoka og meira að segja dropar úr lofti þrátt fyrir að nú sé þurrkatími. En við héldum ótrauð af stað. Það var byrjað á því að borða injera og wodd og fleira góðgæti en svo var haldið af stað. Það var alveg skýjað og vorum við frekar svekkt yfir því þar sem það er útsýni þarna yfir alla Addis ef skyggni er gott. Þegar við vorum að nálgast toppinn byrjaði svo að rigna og það rigndi og rigndi á okkur svo allir voru orðnir mjög blautir og kaldir áður en langt um leið. Fæstir höfðu gert ráð fyrir þessu veðri í miðjum þurrkatímanum en svona getur þetta víst stundum verið og þá ekki síst í fjöllunum. Þetta minnti mann nú bara dáldið á göngu í íslensku sumarveðri! Það blés líka köldu svo maður var svona frekar slæptur þegar til baka var komið. Þar sem allir voru eins og dregnir af sundi stoppuðum við ekki lengi þegar niður var komið heldur héldum beint heim. Í þann mund sem við keyrðum af stað byrjaði að létta til og þegar við komum niður af fjallinu var orðið heiðskýrt. Einhver hafði á orði að þetta við hlytum að hafa varið 4 verstu klukkutímum þurrkatímans þarna uppi, amk veðurfarslega séð. Þrátt fyrir þetta var þetta bara mjög hressandi og skemmtilegt. Maður kynnist líka bæði nemendum og kennurum á annan hátt í svona ferð.
Litla fólkið var svo búið að bíða spennt eftir laugardeginum þar sem þá átti hið árlega Addis hlaup að fara fram. Á hverju ári hlaupa nemendur norska skólans og safna pening fyrir ákveðnum málefnum með því að safna áheitum. Í ár fara peningarnir til heimavistarskóla fyrir sómölsk börn í Filtu og til heimilis fyrir HIV smituð börn hér í Addis. Margrét Helga spurði á föstudagskvöldið þegar hún var að fara að sofa hvort jólin væru á morgun og þegar ég sagði nei spurði hún hvort það væri Addishlaup svo hún var mjög spennt. Þau drifu sig á fætur á laugardagsmorguninn og byrjuðu strax að hlaupa hér fyrir utan. Við fórum svo hér upp á seminarlóð þar sem hlaupið var haldið. Hlaupinn var 500m hringur og höfðu krakkarnir einn og hálfan klukkutíma til að hlaupa eins marga hringi og þau gátu. Margrét Helga hljóp 6 hringi og Jóel 4 og hefðu þau eflaust getað hlaupið fleiri en þau voru orðin frekar svöng. Síðan borðuðu allir saman áður en öllum þátttakendum voru afhent viðurkenningarsköl. Þetta var voða skemmtilegt og krakkarnir ánægð með daginn. Við ákváðum svo bara að vera heima og taka því rólega í gær enda frekar þreytt eftir hlaup og fjallgöngur undanfarna daga. Dagbjartur Elí hefur líka verið frekar órólegur í svefni undanfarið sem ég held að sé fyrst og fremst tanntöku um að kenna en veldur því auðvitað að maður er hálfsyfjaður alla daga. En þetta gengur nú allt yfir um síðir. Ætli ég segi þetta þá ekki bara gott í bili en enda á tveimur gullmolum. Ég læt líka fylgja með heimilisfangið okkar og netfang ef einhverjir vilja senda okkur kveðju um jólin.
Gullmolar:
Jóel kom auga á spegilmynd sína í sjónvarpinu og hrópaði upp yfir sig:”Nei, þarna er Ég Kristjánsson!”. Seinna var hann að athuga hvort þeirra ætti hvaða leikskólatösku:”Jú þetta er mín, hérna stendur Ég Kristjánsson!”
Margrét Helga:”Mamma þú átt að ná í vatn að drekka fyrir mig”
HVS: “Á ég að ná í vatn handa þér?”
MHK: “Já takk, kæra frú!”
Heimilisfangið okkar er
NLM (Norwegian Lutheran Mission)
PO. BOX 5540
Addis Abeba
Ethiopia
Netfangið: ethiopia2005@hotmail.com
“En vorar þjáningar voru það sem hann bar,og vor harmkvæli er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítilættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum við heilbrigðir.” Jes. 53:4-6
Ég er alltaf að hugsa með mér að ég verði að fara að skrifa oftar svo þetta verði ekki alltaf svona svakalegar langlokur en það er bara svo mikið að gera – en allvega þá er ég byrjuðað skrifa eitthvað núna....
Ég var að fatta í dag að fyrsti sunnudagur í aðventu er eftir viku. Það er ekki alveg sama jólabrjálæðið hér og heima, eiginlega langt í frá og mér finnst það bara fínt, ég held maður njóti jólanna bara betur. Það eina sem minnir á jól eru pakkarnir sem farnir eru að berast okkur. Það verður heilmikið um að vera hér á aðventunni svo jólin ættu ekkert að fara framhjá okkur. Eþíópísku jólin eru ekki fyrr en í byrjun janúar auk þess sem þetta er ekki eins stór hátíð hjá þeim eins og okkur. Hér eru áramótin (eþíópsku sem eru í sept.) og páskarnir miklu stærri hátíðir. Mér skilst að þó séu vestrænar hefðir alltaf meira og meira að skjóta upp kollinum hér og eitthvað um að fólk sé farið að skiptast á gjöfum og skreyta eitthvað en ég held að það sé meira á meðal hinna efnuðu.
Það hefur verið mjög friðsælt að undanförnu og alríkislögreglan búin að sleppa 9 þúsund föngum úr haldi. Þessu er samt ekki lokið, þetta kraumar allt ennþá. Það er mikið af vopnuðum lögreglumönnum og hermönnum á götunum sem ég held að séu fyrst og fremst til að minna á valdið. En lífið gengur ss. aftur sinn vanagang, amk hjá okkur.
Sl. laugardag var grill hér á lóðinni. Það var farið út með stóla og borð og við grilluðum öll saman á veröndinni hjá Thomasi þýska sem er með okkur í skólanum. Svo var farið í leiki, spilað blak og Jorunn og Jörn buðu svo í kaffi úti á stétt. Þetta var voða gaman og verður örugglega endurtekið. Á sunnudaginn fórum við í kirkju, ég var að spila og svo út að borða á kínverskan stað ásamt Kíu og fjölskyldu og Randi og Tormod Bö og börnunum þeirra tveimur. Á mánudaginn fór ég bara í fyrsta tímann í skólanum því ég þurfti að fara með minnstamanninn í sprautu. Það gekk bara voða vel allt saman. Hann er að þroskast svo mikið núna. Kann að leika “týndur”, gengur allsstaðar meðfram og er farinn að príla upp tröppurnar- þannig að nú er friðurinn algjörlega úti! Svo er hann meira að segja farinn að segja nokkur orð. Ég var alveg búin að búa mig undir að hann yrði talsvert seinni til en hin þar sem hann er með svo mörg tungumál í kringum sig en svo virðist nú ekki vera. Auk þess að segja mamma og babba segir hann “da” sem þýðir takk og svo segir hann datt og “goy” (explosive g) sem er amharíska og þýði bíddu. Þetta er svo skemmtilegur tími og hann er svo mikil krúsídúlla þótt ég segi sjálf frá! Eftir sprautuna fékk hann að fara aðeins í heimsókn á leikskólann og fannst það nú ekki leiðinlegt, að vera með öllum stóru krökkunum! Margrét Helga, Jóel og Friðrik Páll þurftu auðvitað að sýna mér allar listir sínar og svo komu þau með okkur heim í bílnum.
Mig minnir að þriðjudagurinn hafi nú bara gengið venjulega fyrir sig og líka miðvikudagurinn nema hvað þá ákvað ég að gera aðra tilraun í dáldinn tíma til að fara út að hlaup og uppskar fyrir vikið slæmt astmakast- verra en síðast þegar ég reyndi. Ég var bara búin að vera sæmileg í nokkra daga svo ég ákvað að prófa en þetta er nú ekki skemmtilegt. Tuula gat bjargað mér um púst en ég var svo eftir mig eftir þetta að ég varð að vera heima á fimmtudagsmorguninn. Á fimmtudagskvöldið skiptum við svo liði fjölskyldan. Strákarnir höfðu það huggulegt hér heima en við Margrét Helga fórum á Misjonsforenings Basar á norska skólanum. Það var matur og kaffi og svo var happdrætti og tombóla. Það var alveg yndislegt að fara svona ein með litlu konunni. Hún var svo mikil dama í kjól og með veski og naut þess alveg í botn að fá að vera ein með mömmu. Ég held líka að strákarnir hafi haft það mjög gott hér heima. Þau þurfa stundum að fá smá tíma í sinhvoru lagi. Þetta var líka svo seint að Jóel hefði ekki haldið þetta út og heldur ekki Dagbjartur Elí.
Á föstudaginn fórum við svo í fjallgöngu með málaskólanum. Það var farið í þjóðgarðinn sem við fórum með Kíu og Ragga í haust en nú átti að ganga á fjallið. Síðustu vikur hefur verið glampandi sól og heiðskýrt en á fimmtudag og föstudag var skýjað og þoka og meira að segja dropar úr lofti þrátt fyrir að nú sé þurrkatími. En við héldum ótrauð af stað. Það var byrjað á því að borða injera og wodd og fleira góðgæti en svo var haldið af stað. Það var alveg skýjað og vorum við frekar svekkt yfir því þar sem það er útsýni þarna yfir alla Addis ef skyggni er gott. Þegar við vorum að nálgast toppinn byrjaði svo að rigna og það rigndi og rigndi á okkur svo allir voru orðnir mjög blautir og kaldir áður en langt um leið. Fæstir höfðu gert ráð fyrir þessu veðri í miðjum þurrkatímanum en svona getur þetta víst stundum verið og þá ekki síst í fjöllunum. Þetta minnti mann nú bara dáldið á göngu í íslensku sumarveðri! Það blés líka köldu svo maður var svona frekar slæptur þegar til baka var komið. Þar sem allir voru eins og dregnir af sundi stoppuðum við ekki lengi þegar niður var komið heldur héldum beint heim. Í þann mund sem við keyrðum af stað byrjaði að létta til og þegar við komum niður af fjallinu var orðið heiðskýrt. Einhver hafði á orði að þetta við hlytum að hafa varið 4 verstu klukkutímum þurrkatímans þarna uppi, amk veðurfarslega séð. Þrátt fyrir þetta var þetta bara mjög hressandi og skemmtilegt. Maður kynnist líka bæði nemendum og kennurum á annan hátt í svona ferð.
Litla fólkið var svo búið að bíða spennt eftir laugardeginum þar sem þá átti hið árlega Addis hlaup að fara fram. Á hverju ári hlaupa nemendur norska skólans og safna pening fyrir ákveðnum málefnum með því að safna áheitum. Í ár fara peningarnir til heimavistarskóla fyrir sómölsk börn í Filtu og til heimilis fyrir HIV smituð börn hér í Addis. Margrét Helga spurði á föstudagskvöldið þegar hún var að fara að sofa hvort jólin væru á morgun og þegar ég sagði nei spurði hún hvort það væri Addishlaup svo hún var mjög spennt. Þau drifu sig á fætur á laugardagsmorguninn og byrjuðu strax að hlaupa hér fyrir utan. Við fórum svo hér upp á seminarlóð þar sem hlaupið var haldið. Hlaupinn var 500m hringur og höfðu krakkarnir einn og hálfan klukkutíma til að hlaupa eins marga hringi og þau gátu. Margrét Helga hljóp 6 hringi og Jóel 4 og hefðu þau eflaust getað hlaupið fleiri en þau voru orðin frekar svöng. Síðan borðuðu allir saman áður en öllum þátttakendum voru afhent viðurkenningarsköl. Þetta var voða skemmtilegt og krakkarnir ánægð með daginn. Við ákváðum svo bara að vera heima og taka því rólega í gær enda frekar þreytt eftir hlaup og fjallgöngur undanfarna daga. Dagbjartur Elí hefur líka verið frekar órólegur í svefni undanfarið sem ég held að sé fyrst og fremst tanntöku um að kenna en veldur því auðvitað að maður er hálfsyfjaður alla daga. En þetta gengur nú allt yfir um síðir. Ætli ég segi þetta þá ekki bara gott í bili en enda á tveimur gullmolum. Ég læt líka fylgja með heimilisfangið okkar og netfang ef einhverjir vilja senda okkur kveðju um jólin.
Gullmolar:
Jóel kom auga á spegilmynd sína í sjónvarpinu og hrópaði upp yfir sig:”Nei, þarna er Ég Kristjánsson!”. Seinna var hann að athuga hvort þeirra ætti hvaða leikskólatösku:”Jú þetta er mín, hérna stendur Ég Kristjánsson!”
Margrét Helga:”Mamma þú átt að ná í vatn að drekka fyrir mig”
HVS: “Á ég að ná í vatn handa þér?”
MHK: “Já takk, kæra frú!”
Heimilisfangið okkar er
NLM (Norwegian Lutheran Mission)
PO. BOX 5540
Addis Abeba
Ethiopia
Netfangið: ethiopia2005@hotmail.com
“En vorar þjáningar voru það sem hann bar,og vor harmkvæli er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítilættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum við heilbrigðir.” Jes. 53:4-6