Gleðilega hátíð!
28.des.2005
Þá er gamla bara lögst í rúmið! Mér tókst að næla mér í alveg sérdeilis skemmtilega pest, sem gekk bæði upp og niður af mér auk hita, hósta og kvefs svo eitthvað sé nefnt. Mér leið alveg skelfilega í gær en er nú öll að koma til. Maginn virðist vera kominn í lag aftur og ég komin með smá matarlist og hitinn er horfinn amk. í bili en ég er enn voða drusluleg eitthvað. Svona er þetta bara. Á svona stundum er alveg sérstaklegur lúxus að hafa heimishjálpir. Kristján fór með Margréti Helgu og Jóel í bæinn í gær, smá “æfingaferð” á flugvöllinn, því á mánudaginn koma vinir okkar frá Noregi og Kristján ætlar að sækja þau. Það er nú svona skemmtilegra að vera pottþéttur á leiðinni. Hann var síðan aftur að fara núna með þau í sund á Gihon hótelið. Allavega að tékka á því. Þar er barnalaug en vatnið þar er mjög kalt. Litla laugin hitnar amk. í sólinni. Ég fór þangað um daginn með vinkonu minni til að synda. Það er nefnilega fín 50m laug þarna en vatnið er sko bara kalt, ekki dropi af heitu vatni þannig að þetta var frekar ævintýralegt. Lofthitinn hér er búinn að vera rétt um 20° og fer alveg niður í 1-2° á nóttunni. Þetta var svona eins og að synda í jökulsárlóninu! Nei það er nú kanski ofsögum sagt en kalt var það. Mér tókst að synda allvega 7-800 m (ruglaðist reyndar í talningunni vegna kulda) en mér var sko illt í eyrunum og höfðinu og var svo að drepast í axlarliðnum í nokkra daga á eftir. Næst ætlum við að prófa að fara eftir hádegi þegar sólin allvega nær að hlýja manni. Svo verður þetta kanski skárra eftir áramót þegar það fer að hlýna og ekki verður jafnkalt á nóttunni.
Kristján kom fyrr en áætlað var úr ferðinni norður og ekki var það verra fyrir okkur. Hann var alveg alsæll og fékk að upplifa og sjá margt nýtt. Hann tók fullt af myndum bæði video og ljósmyndir sem ættu fljótlega að komast á netið.
Jólin já! Við áttum bara mjög góð jól hér. Við komumst í smá jólaskap við baksturinn og piparkökuhúsailminn í stofunni. Hangikjötið frá mömmu og pabba setti nú samt punktinn yfir i-ið. Ég sauð það auðvitað á Þorláksmessu auk rauðkálsins og þá kom sko alvöru jólailmur í húsið. Hangikjötið dugði okkur svo í þrjár máltíðir! (alla hátíðisdagana). Á aðfangadag fórum við í guðsþjónustu á Norska skólanum kl.4 fjögur sem var mjög fínt og fjölskylduvænt. Ég var bæði að spila og syngja svo við vorum mætt snemma. Svo bara komum við beint hingað heim og ég gerði matinn kláran. Litla fólkið átti dáldið erfitt með að bíða eftir pökkunum. Þetta eru fyrstu jólin sem þau eru virkilega meðvituð um þetta. (þeas. Margrét Helga og Jóel fylgir í kjölfarið) en við borðuðum nú samt í rólegheitum og litla fólkið borðaði hressilega af hangikjötinu! Svo sungum við nokkra jólasöngva eins og við erum vöna að gera á Karló og svo snerum við okkur að pakkaflóðinu. Minnsti maðurinn vissi auðvitað ekkert hvað um var að vera en var voða hrifinn af pappírnum, jú og auðvitað var hann ánægður með nýja dótið sitt. Það er alltaf gaman að fá nýtt dót. Jafnvel þótt maður sé bara pínulítill kall. Margrét Helga fékk fullt af prinsessudóti og Barbie og nú er búið að redda baðvandamáli miðjumannsin. Það hefur ss. verið stríð í hvert skipti þegar baða á Jóel en núna fékk hann ss. palymobát og þennan flotta þvottapoka í jólagjöf svo nú byrjar hann á morgnana að suða um að fá að fara í bað! Þau fengu svo mikið af fínum gjöfum, bæði fötum og dóti og voru alsæl. Við hjónin fengum líka góðar gjafir. Við fengum ma. Tvo DVD diska, annar þeirra var Nýtt líf eftir Þráinn Bertelsson. Við komumst að því að heimilisfaðirinn hér í næstu íbúð hafði aldrei séð myndina svo við buðum þeim hjónum í bíó á annan í jólum.
Á jóladag vorum við líka bara heima og borðuðum hangikjöt og svo var slegið saman í kaffi hér úti á stétt þar sem allir komu með sýnishorn af jólabakstrinum. Við erum bara búin að hafa þeað mjög náðugt og höfum slappað vel af, borðað góðan mat svona eins og jólafríið á að vera. Við söknum auðvitað fjölskyldunnar en svona er þetta bara og við áttum mjög gleðilega jól. Um áramótin erum við búin að bjóða Kíu og Ragga og krökkunum í mat. Þau eru í óða önn að pakka og undirbúa flutning til Omo Rate. Þau gera ráð fyrir að flytja á gestahúsið á morgun. Við eigum eftir að sakna þeirra en það er sárabót að fá vini okkar frá Noregi, ekki síst fyrir krakkana.
Ætli ég segi þetta ekki bara gott í bili. Held ég ætti aðeins að halla mér.
Ég vil þakka fyrir allar góðar kveðjur og gjafir sem við höfum fengið, bæði í pósti og tölvupósti. Það hefur ekki gengið sem skildi hjá mér að senda persónulegar kveðjur ennþá. Kanski það verði bara nýjárskveðjur!
Ég get nú amk. sagt hér gelðilega hátíð áfram og blessunarríkt komandi ár. Það eru komnar nýlegar myndir á myndsíðuna.
http://gallery.askur.org/fyrogflamme
Smá gullkorn í lokin:
Ég hef þessa sögu eftir Kristjáni: Krakkarnir voru í gær með pabba sínum að borða á veitingastað hér í borginni. Eins og alltaf vekja þau athygli og þjónarnir reyna oft að tal ensku við þau en Kristján sagði þessum að tala bara amharísku (þau skilja hana betur en enskuna!). Þjónninn spurði þá Jóel hvað hann héti og sá stutti svaraða bara án þess að hika að hann héti Tesfai! (einn af vöktunum hér á lóðinni heitir Tesfai)
“Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar” Jes. 40: 11
Þá er gamla bara lögst í rúmið! Mér tókst að næla mér í alveg sérdeilis skemmtilega pest, sem gekk bæði upp og niður af mér auk hita, hósta og kvefs svo eitthvað sé nefnt. Mér leið alveg skelfilega í gær en er nú öll að koma til. Maginn virðist vera kominn í lag aftur og ég komin með smá matarlist og hitinn er horfinn amk. í bili en ég er enn voða drusluleg eitthvað. Svona er þetta bara. Á svona stundum er alveg sérstaklegur lúxus að hafa heimishjálpir. Kristján fór með Margréti Helgu og Jóel í bæinn í gær, smá “æfingaferð” á flugvöllinn, því á mánudaginn koma vinir okkar frá Noregi og Kristján ætlar að sækja þau. Það er nú svona skemmtilegra að vera pottþéttur á leiðinni. Hann var síðan aftur að fara núna með þau í sund á Gihon hótelið. Allavega að tékka á því. Þar er barnalaug en vatnið þar er mjög kalt. Litla laugin hitnar amk. í sólinni. Ég fór þangað um daginn með vinkonu minni til að synda. Það er nefnilega fín 50m laug þarna en vatnið er sko bara kalt, ekki dropi af heitu vatni þannig að þetta var frekar ævintýralegt. Lofthitinn hér er búinn að vera rétt um 20° og fer alveg niður í 1-2° á nóttunni. Þetta var svona eins og að synda í jökulsárlóninu! Nei það er nú kanski ofsögum sagt en kalt var það. Mér tókst að synda allvega 7-800 m (ruglaðist reyndar í talningunni vegna kulda) en mér var sko illt í eyrunum og höfðinu og var svo að drepast í axlarliðnum í nokkra daga á eftir. Næst ætlum við að prófa að fara eftir hádegi þegar sólin allvega nær að hlýja manni. Svo verður þetta kanski skárra eftir áramót þegar það fer að hlýna og ekki verður jafnkalt á nóttunni.
Kristján kom fyrr en áætlað var úr ferðinni norður og ekki var það verra fyrir okkur. Hann var alveg alsæll og fékk að upplifa og sjá margt nýtt. Hann tók fullt af myndum bæði video og ljósmyndir sem ættu fljótlega að komast á netið.
Jólin já! Við áttum bara mjög góð jól hér. Við komumst í smá jólaskap við baksturinn og piparkökuhúsailminn í stofunni. Hangikjötið frá mömmu og pabba setti nú samt punktinn yfir i-ið. Ég sauð það auðvitað á Þorláksmessu auk rauðkálsins og þá kom sko alvöru jólailmur í húsið. Hangikjötið dugði okkur svo í þrjár máltíðir! (alla hátíðisdagana). Á aðfangadag fórum við í guðsþjónustu á Norska skólanum kl.4 fjögur sem var mjög fínt og fjölskylduvænt. Ég var bæði að spila og syngja svo við vorum mætt snemma. Svo bara komum við beint hingað heim og ég gerði matinn kláran. Litla fólkið átti dáldið erfitt með að bíða eftir pökkunum. Þetta eru fyrstu jólin sem þau eru virkilega meðvituð um þetta. (þeas. Margrét Helga og Jóel fylgir í kjölfarið) en við borðuðum nú samt í rólegheitum og litla fólkið borðaði hressilega af hangikjötinu! Svo sungum við nokkra jólasöngva eins og við erum vöna að gera á Karló og svo snerum við okkur að pakkaflóðinu. Minnsti maðurinn vissi auðvitað ekkert hvað um var að vera en var voða hrifinn af pappírnum, jú og auðvitað var hann ánægður með nýja dótið sitt. Það er alltaf gaman að fá nýtt dót. Jafnvel þótt maður sé bara pínulítill kall. Margrét Helga fékk fullt af prinsessudóti og Barbie og nú er búið að redda baðvandamáli miðjumannsin. Það hefur ss. verið stríð í hvert skipti þegar baða á Jóel en núna fékk hann ss. palymobát og þennan flotta þvottapoka í jólagjöf svo nú byrjar hann á morgnana að suða um að fá að fara í bað! Þau fengu svo mikið af fínum gjöfum, bæði fötum og dóti og voru alsæl. Við hjónin fengum líka góðar gjafir. Við fengum ma. Tvo DVD diska, annar þeirra var Nýtt líf eftir Þráinn Bertelsson. Við komumst að því að heimilisfaðirinn hér í næstu íbúð hafði aldrei séð myndina svo við buðum þeim hjónum í bíó á annan í jólum.
Á jóladag vorum við líka bara heima og borðuðum hangikjöt og svo var slegið saman í kaffi hér úti á stétt þar sem allir komu með sýnishorn af jólabakstrinum. Við erum bara búin að hafa þeað mjög náðugt og höfum slappað vel af, borðað góðan mat svona eins og jólafríið á að vera. Við söknum auðvitað fjölskyldunnar en svona er þetta bara og við áttum mjög gleðilega jól. Um áramótin erum við búin að bjóða Kíu og Ragga og krökkunum í mat. Þau eru í óða önn að pakka og undirbúa flutning til Omo Rate. Þau gera ráð fyrir að flytja á gestahúsið á morgun. Við eigum eftir að sakna þeirra en það er sárabót að fá vini okkar frá Noregi, ekki síst fyrir krakkana.
Ætli ég segi þetta ekki bara gott í bili. Held ég ætti aðeins að halla mér.
Ég vil þakka fyrir allar góðar kveðjur og gjafir sem við höfum fengið, bæði í pósti og tölvupósti. Það hefur ekki gengið sem skildi hjá mér að senda persónulegar kveðjur ennþá. Kanski það verði bara nýjárskveðjur!
Ég get nú amk. sagt hér gelðilega hátíð áfram og blessunarríkt komandi ár. Það eru komnar nýlegar myndir á myndsíðuna.
http://gallery.askur.org/fyrogflamme
Smá gullkorn í lokin:
Ég hef þessa sögu eftir Kristjáni: Krakkarnir voru í gær með pabba sínum að borða á veitingastað hér í borginni. Eins og alltaf vekja þau athygli og þjónarnir reyna oft að tal ensku við þau en Kristján sagði þessum að tala bara amharísku (þau skilja hana betur en enskuna!). Þjónninn spurði þá Jóel hvað hann héti og sá stutti svaraða bara án þess að hika að hann héti Tesfai! (einn af vöktunum hér á lóðinni heitir Tesfai)
“Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar” Jes. 40: 11
1 Comments:
Hæ og gleðilegt ár öll saman.
Ég var að velta því fyrir mér hvort Kristján væri með eitthvað msn eða e-mail.
Kær kveðja
Gunnar Sigurður
By
Nafnlaus, at 10:03 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home