Jólastemmning
16.des
Jæja þá erum við komin í jólafrí. Prófin gengu bara vel enda ekkert mjög erfið og kennararnir allt of góðir við okkur! En allavega þá finnst manni maður kunna eitthvað og það fyllir mann bjartsýni fyrir næstu törn. En jólafríið er mjög kærkomið. Mikið sem heilinn þarf að melta.
Það var haldin smá hátíð í dag í skólanum, útskrift fyrir þá sem voru að hætta og svo var boðið upp á injera og wodd, mjög huggulegt.
Ég er ein í kotinu með börnin núna. Kristjáni bauðst að fara með Craig vini okkar norður í land (um 14 klt akstur) þar sem hann og kona hans, Alison koma til með að starfa meðal gumu þjóðflokksins að málanámi loknu. Þetta er alveg lenst úti í buskanum og eru þau að undirbúa algjört grasrótarstarf. Hann er guðfræðingur og hún hjúkrunarfræðingur og svo eiga þau tvo syni 2 og 5 ára. Þetta er gott tækifæri fyrir Kristján að sjá meira af landinu. Ég hef ferðaðist heilmikið hér þegar ég var hér síðast svo ég hef einhvernvegin ekki eins mikla þörf fyrir það í bili allavega. Við erum nú samt strax farin að sakna hans og það verður gott að fá hann aftur heim á fimmtudaginn. Þetta verður lengsti tími sem við höfum verið aðskilin í einu síðan við giftum okkur. Ég ákvað að leyfa litla fólkinu að kúra í rúminu hjá mér í nótt og nú eru þau að kúrast og reyna að sofna. Þeim finnst það voða huggulegt. Við erum líka búin að hafa huggulegt kvöld eins og við reynum að gera alltaf á föstudagskvöldum. Horfum saman á mynd eða spilum, öll fjölskyldan og stubbarnir fá nammi.
Annars er búið að vera mikið að gera undanfarið. Ég er búin að vera að syngja með norræna kórnum á nokkrum stöðum, bæði á norska skólanum, í sænska sendiráðinu og í norskri sendiráðsmóttöku svo eitthvað sé nefnt. Þetta er bara mjög góður sönghópur og við stefnum allavega nokkur að því að halda áfram eftir áramót.
Síðasta föstudag voru jólatónleikar í norska skólanum og tóku meðal annars leikskólabörnin þátt. Þau höfðu föndrað ljósker sem þau báru inn íklædd engkabúningum. Ég held bara ég hafi sjaldan eða aldrei séð nokkuð jafnkrúttlegt! Jóel varð reyndar dáldið lítill í sér þegar hann uppgötvaði allt fólkið í salnum en mamma bara hélt í höndina á honum og þá var allt í lagi.
Sl. sunnudag var ég að spila í kirkjunni og stjórna Ten sing hópnum í söng. Það gekk mjög vel. Þau eru búin að taka svo miklum framförum krakkarnir. Það verður gaman að halda áfram að vinna með þeim eftir jól.
Ég er nú ekkert komin lengra með jólabakstur eða annan jólaundirbúning síðan ég skrifaði síðast. Ákvað að bíða þar til að prófum loknum. Ég ætla að reyna að búa til piparkökudeig í kvöld svo við getum gert hús á morgun. Það er eiginlega orðinn fastur liður hjá okkur. Svo ætla ég að baka enhverjar sortir í viðbót.
Í gær skruppum við með krakkana á Sheraton í sund til að fagna próflokum, það fannst þeim alveg æðislegt. Við héldum reyndar að það þyrfti ekki að borga fyrir krakkana en svo kom í ljós að borga þarf fullt fyrir 3 ára og eldri þannig að þetta er nú ekki beint ódýrt fyrir óbreytta kristniboða. En við ákváðum nú að fara samt þar sem við vorum búin að lofa krökkunum þessu og þetta er líka frábær sundlaug. Þarna er líka æðislegur leikvöllur sem er alltaf opinn og frítt inn sem við komum nú örugglega til með að nota okkur meira í framtíðinni. Þetta var allvega mjög góður dagur og við nutum þess vel að vera þarna.
Það verður mikið um að vera hér í næstu viku, jólaskemmtun í skólanum og svokallað “julespill” sem verður hér á Mekanissa. Þá er þess minnst sem gerðist á jólunum og jólaguðspjallið gert lifandi hér úti á lóð. Sett verður upp fjárhús og allir fá hlutverk í í sögunni. Ég hef einu sinni áður tekið þátt í þessu, fyrir 10 árum síðan og mér er það algjörlega ógleymanleg upplifun. Hér enginn snjór og fátt sem minnir á þá jólastemmningu sem maður þekkir að heiman en ég held að hér komist maður samt miklu nær því að upplifa raunverulega “jólastemmningu”. Hér sér maður hirða með hjarðir sínar og asna á hverju götuhorni. Ætli veðráttan sé ekki bara líka svipuð því sem var í Betlehem! Ég hlakka allvega til að fá að vera með í þessu aftur.
Eftir áramót fara svo Kía og fjölskylda til Ómó Rate. Sama dag og þau fara koma vinir okkar frá Noregi til að fara í málaskólann. Við höfum tekið að okkur að taka á móti þeim og vera þeim innan handar svona í byrjun. Það verður gaman að hitta þau aftur.
Þótt það sé sól og sumarhiti hér á daginn (reyndar held ég að lofthitinn sé nú ekki mikið meira en 20 ° og vindurinn er kaldur!!) þá er skítkalt á nóttunni og þar sem húsin eru óupphituð verður stundum hræðilega kalt inni á nóttunni og erfitt að skríða fram úr á morgnana. Við erum farin að láta Dagbjart Elí sofa í flísgalla yfir náttfötunum auk þess sem hann er líka í sokkabuxum, þvi hann sparkar alltaf af sér sænginni, það virkar mjög vel. Hann er allavega mátulega heitur á morgnana núna. En eftir jól fer nú að hlýna.
Börnin eru öll spræk og kát. Sá minnsti hefur verið voðalega kvefaður en er óðum að jafna sig.. Hann er orðinn mjög ákafur í að ganga og finnst æðislegt að fara í göngutúr í kringum húsið. Núorðið er nóg að leiða hann með annari hendi. Hann bætir líka jafnt og þétt við sig orðum og það virðist vera sem íslenskan og amharískan haldist nokkurnvegin í hendur hvað það varðar. Hann er líka farin að reyna að kalla á systkini sín, “óe!” og “ga” kallar hann.
Ætli ég láti ekki hér við sitja í bili. Ég þakka fyrir jólakveðjurnar sem farnar eru að berast okkur. Það er á listanum að fara að senda kveðjur líka en ég geri ráð fyrir að í ár verði þær, með nokkrum undantekningum þó, á tölvutæku formi. Það er líka aldrei að vita nema ég skrifi oftar á meðan við erum í fríi, lofa þó engu!
Gullmolar:
Jóel horfir smá stund á litla bróðir sinn og segir svo: Mamma ég sé stráin á honum! (hann átti við augnhárin!)
Margrét Helga var að spjalla við mig áður en hún fór að sofa:
Mamma þegar ég er orðin stór og byrjuð í skólanum og litlu bræðurnir mínir, báðir tveir, eru í leikskólanum þá passa ég þá alltaf ef einhver er að slá þá. Ef ég heyri þá gráta þá hleyp ég bara út og spyr þá hvað sé að og þá segja þeir:”uhuhu, Friðrik var að slá okkur” Þá hringi ég bara í ykkur, nei ég hringi í Ragga og Kíu og bið þau að koma og ræða við Friðrik og segja honum að segja fyrirgefðu. Mamma, ég tek bara símann með mér í skólann svo ég geti hringt í ykkur því ég verð stundum svo þreytt á alltaf að hugga litlu bræður mína þegar þeir fara að gráta, báðir tveir. (þetta er nokkurnvegin orðrétt eins og ég man það)
Margréti Helgu finnst gott að kúra á morgnana. Einn morguninn sagði hún mamma ég ætla bara að sofa í eina tímútur og svo kem ég.
Ég enda á orðum sem við vorum minnt á í skólanum í morgun:
“Sjá Guðs lamb, sem ber synd heimsins” Jóh.1:30
Það er þetta sem jólin snúast um.
Guð blessi ykkur áfram aðventuna.
Jæja þá erum við komin í jólafrí. Prófin gengu bara vel enda ekkert mjög erfið og kennararnir allt of góðir við okkur! En allavega þá finnst manni maður kunna eitthvað og það fyllir mann bjartsýni fyrir næstu törn. En jólafríið er mjög kærkomið. Mikið sem heilinn þarf að melta.
Það var haldin smá hátíð í dag í skólanum, útskrift fyrir þá sem voru að hætta og svo var boðið upp á injera og wodd, mjög huggulegt.
Ég er ein í kotinu með börnin núna. Kristjáni bauðst að fara með Craig vini okkar norður í land (um 14 klt akstur) þar sem hann og kona hans, Alison koma til með að starfa meðal gumu þjóðflokksins að málanámi loknu. Þetta er alveg lenst úti í buskanum og eru þau að undirbúa algjört grasrótarstarf. Hann er guðfræðingur og hún hjúkrunarfræðingur og svo eiga þau tvo syni 2 og 5 ára. Þetta er gott tækifæri fyrir Kristján að sjá meira af landinu. Ég hef ferðaðist heilmikið hér þegar ég var hér síðast svo ég hef einhvernvegin ekki eins mikla þörf fyrir það í bili allavega. Við erum nú samt strax farin að sakna hans og það verður gott að fá hann aftur heim á fimmtudaginn. Þetta verður lengsti tími sem við höfum verið aðskilin í einu síðan við giftum okkur. Ég ákvað að leyfa litla fólkinu að kúra í rúminu hjá mér í nótt og nú eru þau að kúrast og reyna að sofna. Þeim finnst það voða huggulegt. Við erum líka búin að hafa huggulegt kvöld eins og við reynum að gera alltaf á föstudagskvöldum. Horfum saman á mynd eða spilum, öll fjölskyldan og stubbarnir fá nammi.
Annars er búið að vera mikið að gera undanfarið. Ég er búin að vera að syngja með norræna kórnum á nokkrum stöðum, bæði á norska skólanum, í sænska sendiráðinu og í norskri sendiráðsmóttöku svo eitthvað sé nefnt. Þetta er bara mjög góður sönghópur og við stefnum allavega nokkur að því að halda áfram eftir áramót.
Síðasta föstudag voru jólatónleikar í norska skólanum og tóku meðal annars leikskólabörnin þátt. Þau höfðu föndrað ljósker sem þau báru inn íklædd engkabúningum. Ég held bara ég hafi sjaldan eða aldrei séð nokkuð jafnkrúttlegt! Jóel varð reyndar dáldið lítill í sér þegar hann uppgötvaði allt fólkið í salnum en mamma bara hélt í höndina á honum og þá var allt í lagi.
Sl. sunnudag var ég að spila í kirkjunni og stjórna Ten sing hópnum í söng. Það gekk mjög vel. Þau eru búin að taka svo miklum framförum krakkarnir. Það verður gaman að halda áfram að vinna með þeim eftir jól.
Ég er nú ekkert komin lengra með jólabakstur eða annan jólaundirbúning síðan ég skrifaði síðast. Ákvað að bíða þar til að prófum loknum. Ég ætla að reyna að búa til piparkökudeig í kvöld svo við getum gert hús á morgun. Það er eiginlega orðinn fastur liður hjá okkur. Svo ætla ég að baka enhverjar sortir í viðbót.
Í gær skruppum við með krakkana á Sheraton í sund til að fagna próflokum, það fannst þeim alveg æðislegt. Við héldum reyndar að það þyrfti ekki að borga fyrir krakkana en svo kom í ljós að borga þarf fullt fyrir 3 ára og eldri þannig að þetta er nú ekki beint ódýrt fyrir óbreytta kristniboða. En við ákváðum nú að fara samt þar sem við vorum búin að lofa krökkunum þessu og þetta er líka frábær sundlaug. Þarna er líka æðislegur leikvöllur sem er alltaf opinn og frítt inn sem við komum nú örugglega til með að nota okkur meira í framtíðinni. Þetta var allvega mjög góður dagur og við nutum þess vel að vera þarna.
Það verður mikið um að vera hér í næstu viku, jólaskemmtun í skólanum og svokallað “julespill” sem verður hér á Mekanissa. Þá er þess minnst sem gerðist á jólunum og jólaguðspjallið gert lifandi hér úti á lóð. Sett verður upp fjárhús og allir fá hlutverk í í sögunni. Ég hef einu sinni áður tekið þátt í þessu, fyrir 10 árum síðan og mér er það algjörlega ógleymanleg upplifun. Hér enginn snjór og fátt sem minnir á þá jólastemmningu sem maður þekkir að heiman en ég held að hér komist maður samt miklu nær því að upplifa raunverulega “jólastemmningu”. Hér sér maður hirða með hjarðir sínar og asna á hverju götuhorni. Ætli veðráttan sé ekki bara líka svipuð því sem var í Betlehem! Ég hlakka allvega til að fá að vera með í þessu aftur.
Eftir áramót fara svo Kía og fjölskylda til Ómó Rate. Sama dag og þau fara koma vinir okkar frá Noregi til að fara í málaskólann. Við höfum tekið að okkur að taka á móti þeim og vera þeim innan handar svona í byrjun. Það verður gaman að hitta þau aftur.
Þótt það sé sól og sumarhiti hér á daginn (reyndar held ég að lofthitinn sé nú ekki mikið meira en 20 ° og vindurinn er kaldur!!) þá er skítkalt á nóttunni og þar sem húsin eru óupphituð verður stundum hræðilega kalt inni á nóttunni og erfitt að skríða fram úr á morgnana. Við erum farin að láta Dagbjart Elí sofa í flísgalla yfir náttfötunum auk þess sem hann er líka í sokkabuxum, þvi hann sparkar alltaf af sér sænginni, það virkar mjög vel. Hann er allavega mátulega heitur á morgnana núna. En eftir jól fer nú að hlýna.
Börnin eru öll spræk og kát. Sá minnsti hefur verið voðalega kvefaður en er óðum að jafna sig.. Hann er orðinn mjög ákafur í að ganga og finnst æðislegt að fara í göngutúr í kringum húsið. Núorðið er nóg að leiða hann með annari hendi. Hann bætir líka jafnt og þétt við sig orðum og það virðist vera sem íslenskan og amharískan haldist nokkurnvegin í hendur hvað það varðar. Hann er líka farin að reyna að kalla á systkini sín, “óe!” og “ga” kallar hann.
Ætli ég láti ekki hér við sitja í bili. Ég þakka fyrir jólakveðjurnar sem farnar eru að berast okkur. Það er á listanum að fara að senda kveðjur líka en ég geri ráð fyrir að í ár verði þær, með nokkrum undantekningum þó, á tölvutæku formi. Það er líka aldrei að vita nema ég skrifi oftar á meðan við erum í fríi, lofa þó engu!
Gullmolar:
Jóel horfir smá stund á litla bróðir sinn og segir svo: Mamma ég sé stráin á honum! (hann átti við augnhárin!)
Margrét Helga var að spjalla við mig áður en hún fór að sofa:
Mamma þegar ég er orðin stór og byrjuð í skólanum og litlu bræðurnir mínir, báðir tveir, eru í leikskólanum þá passa ég þá alltaf ef einhver er að slá þá. Ef ég heyri þá gráta þá hleyp ég bara út og spyr þá hvað sé að og þá segja þeir:”uhuhu, Friðrik var að slá okkur” Þá hringi ég bara í ykkur, nei ég hringi í Ragga og Kíu og bið þau að koma og ræða við Friðrik og segja honum að segja fyrirgefðu. Mamma, ég tek bara símann með mér í skólann svo ég geti hringt í ykkur því ég verð stundum svo þreytt á alltaf að hugga litlu bræður mína þegar þeir fara að gráta, báðir tveir. (þetta er nokkurnvegin orðrétt eins og ég man það)
Margréti Helgu finnst gott að kúra á morgnana. Einn morguninn sagði hún mamma ég ætla bara að sofa í eina tímútur og svo kem ég.
Ég enda á orðum sem við vorum minnt á í skólanum í morgun:
“Sjá Guðs lamb, sem ber synd heimsins” Jóh.1:30
Það er þetta sem jólin snúast um.
Guð blessi ykkur áfram aðventuna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home