Gleðilegt nýtt ár!!!!
17.jan.
Afsakið laaangt hlé!! Ég ætla nú ekkert að vera að afsaka mig en það er búið að vera mikið að gera. Svo fékk ég nú bara alveg nóg af tölvunni um daginn. Það er búið að vera svo mikið vesen á póstinum (ástæðan fyrir að það varð aldrei úr almennilegum jólakveðjum sem ég ætlaði að senda í tölvupósti!- næstu jól nota ég sko bara gömlu góðu aðferðina!! En nóg um það.
Ég ætti að vera í skólanum í dag en sökum allsvakalegrar gubbupestar sem herjað hefur á litla fólkið er ég heima. Jóel byrjaði á miðvikudaginn síðasta. Ég hélt fyrst að þetta væri sama pestin og ég og Margrét Helga höfðum haft tveimur og fjórum vikum áður en svo reyndist nú ekki vera. Dagbjartur Elí fór svo að kasta upp á sunnudagskvöldið og Margrét Helga bættist í hópinn í gærmorgunn. Þetta er eiginlega erfiðast með Dagbjart Elí því hann er svo lítill greyið og getur ekkert sagt hvað er að. Hann guppaði alla aðfaranótt mánudagsins svo við sváfum óskum lítið og Margrét Helga var eins í allan gær dag. Þau eru búin að vera alveg hrikalega slöpp og með hita en eru nú að hressast. Ég veit ekki hvað margar vélar af rúmfötum voru þvegnar í gær auk þess sem húshjálpirnar þvoðu eitthvað í höndunum líka! Ég ákvað að fara ekkert í skólann í gær (fyrsti dagurinn eftir jólafrí) því maður þarf að hafa mömmu hjá sér þegar maður er svona lasinn. Enda var líka meir en nóg vinna fyrir okkur allar þrjár hérna með eitt frískt barn og tvö kastandi upp á hálftíma til klukkutíma fresti! Ég er líka heima í dag því þau eru enn talsvert slöpp þótt þau séu hætt að kasta upp og ég er líka of þreytt til að geta einbeitt mér að skólanum.
Jólafríið var alveg frábært. Ég var nú búin að skrifa um jólin sjálf en um áramótin komu Kía og fjölskylda og voru með okkur. Við borðuðum saman svínasteik, rækjur í forrétt og ís á eftir. Fyrr um daginn hafði Kristján búið til smá brennu með krökkunum sem við kveiktum í um 9 leitið og Kía og Raggi komu með nokkur blys og stjörnuljós svo þetta varð bara fínasta áramótaflugelda/brenna! Í staðinn fyrir skaup horfðum við aðeins á nýju Stuðmannamyndina sem Kristján fékk frá mömmu og pabba í jólagjöf. Gestirnir fóru síðan í fyrra lagi þar sem Raggi var hálflasin og þau stefndu á að keyra af stað til Omo Rate á mánudeginum. Við hjónin rétt héngum uppi fram yfir miðnætti með því að horfa á Jack Bauer og félaga í 24 (spennumyndaþáttröð sem sýnd hefur verið á stöð tvö og við gjörsamlega duttum onfaní í jólafríinu!)
2. janúar tókum við asvo á móti vinum okkar frá Noregi sem eru komin út til að hefja málanám. Ragnhild Myren er hjúkrunarfræðingur og staðsett í suður Omo (Líklegast í Omo Rate) og Ann Kristin sem er ljósmóðir, maðurinn hennar Geir Berget sem er hjúkrunarfræðingur og dóttir þeirra tæplega tveggja ára sem staðsett eru í Raitu í Ginnir. Fyrstu dagana borðuðu þau morgunmat hjá okkur auk þess sem við aðstoðuðum þau við að komast á milli staða og þess háttar. Margrét Helga og Jóel voru mjög glö að hitta þau, ekki síst Ragnhild sem er svo dugleg að sinna þeim. Þau fara oft yfir í heimsókn til hennar og finnst það alveg æðislegt. Það var gott fyrir þau að fá fólk sem þau þekktu því þau voru leiða að missa Friðrik Pál og Hörpu Vilborgu. Sérstaklega Jóel var alveg ómögulegur fyrstu vikuna eftir að þau fóru suðureftir. Þegar við spurðum hann hvað angraði hann kom í ljós að hann saknaði Friðriks Páls svo mikið. Það er heilmikmið mál að missa besta vin sinn frá sér. Þeir léku sér saman (og þau reyndar öll þrjú) frá morgni til kvölds alla daga svo það er ekki skrítið að eitthvað vanti. Honum leið samt betur að hafa talað um þetta. Ég er ekki viss um að hann hafi sjálfur fyrst gert sér grein fyrir hvað var að angra hann. En núna er hann að jafna sig. Þau vita líka að bráðum förum við á kristniboðaráðstefnuna í Awasa og þá hittast þau aftur.
Þau eru líka búin að eignast nýjan vin sem er bróðursonur Mörtu vinkonu minnar. Hann heitir Mickias og er jafngamall Margréti Helgu og á meira að segja sama afmælisdag og Jóel. Við vorum hjá Mörtu og fjölskyldu á Eþíópísku jólunum (7. jan) og þar smullu þau svo saman. Við höfum oft komið í heimsókn en þau hafa oft verið dáldið feimin hvort við annað en nú hafa þau náð vel saman. Ég sagði Mörtu að hún ætti endilega að koma með Micki í heimsókn og sl. fimmtudag komu þau. Jóel var reyndar veikur en Margrét Helga og Micki léku sér saman allan daginn. Hún neitaði meira að segja að leifa honum að fara heim og hann vildi ekki fara með Mörtu svo Asnakú fylgdi honum heim þegar hún fór.
Sl. laugardag var okkur boðið í svaka fimm ára afmælisveislu hjá Lars Halvor Hansen sem er sonur Ellenar og Alf Åge sem vinnur á norska sendiráðinu. Ég hef verið að syngja með þeim í norræna kórnum. Þetta var næstum eins og tívolí fyrir börnin. Þau búa í mjög fínu húsi með stóran garð og þar var stórt trambolín, kappakstursbílar, rólur og allt mögulegt. Svo voru þau með heilmikið prógram fyrir krakkana og svo var auðvitað fullt af kræsingum. Margrét Helga vildi ekki fara strax heim þegar við fórum svo hún fékk að vera lengur og fór heim með Lars og Solveig, dönskum nágrönnum okkar. Hún fékk svo aðeins að fara líka í heimsókn til þeirra og leika við yngstu stelpuna þeirra sem heitir Sille og er sex ára. Henni fannst þetta allt alveg frábært. Ég vona að þær geti aðeins náð saman því það eru engar aðrar stelpur hér á Mekanissa á hennar aldri. Bræðurnir voru orðnir svo þreyttir að þeir urðu að komast heim. Jóel nýstiginn upp úr gubbupest!
Á sunnudainn fór ég í kirkju með Margréti Helgu og Jóel þar sem ég átti að sjá um sunnudagaskólann fyrir litlu krakkana. Kristján var bara hema með minnsta manninn því það vara búinn að vera svo mikill flækingur á okkur síðustu dagana á undan og hann orðinn þreyttur eftir að hafa ekki náð almennilegum dagslúrum. Við borðuðum svo heima aldrei þessu vant á sunnudegi og Ragnhild borðaði með okkur svo fórum við á norka skólann þar sem það var “velkomst kaffe” fyrir vini okkar.
En nú er fríinu lokið og aftur kominn tími til að fylla heilann af amharískum sögnum í mismunandi myndum. Það eru svona blendnar tifinningar hjá mér að byrja í skólanum. Ég er mjög tilbúin að læra meiri amharísku en samtímist finnst mér ég hafa nóg að gera hér heima, þrátt fyrir að vera með tvær húshjálpir að ekki bætist svo erfitt nám ofaná! En með Guðs hjálp hefst þetta allt.
Ég held ég segi þetta gott í bili. Vona að það séu ekki allir búnir að gefast upp á að kíkja á síðuna! Ég fer fljótlega að bæta við myndum frá jólunum og svoleiðis.
Eitt gullkorn í lokin:
Við vorum í heimsókn hjá Torill Bö, sem er yfir gesthúsinu, á föstudaginn var. Eins og lesendur hafa tekið eftir höfðum við tvenn jól fyrst okkar og svo eþíópsk tveimur vikum senna. Á föstudaginn var Torill ekki búin að taka niður jólaskrautið svo Margrét Helga spurði mig:Mamma eru núna norsk jól?
18. janúar
Eitthvað gengur mér illa að koma þessum pistli á netið, annaðhvort get ég ekki opnað bloggið eða að tengingin virkar ekki. Svona er þetta nú hérna í Eþíópíu! Ég held þþá bara áfram að skrifa og svo verður bara að koma í ljós hvenær þetta svo birtist á netinu!
Ég var heima í dag líka því Margrét Helga byrjaði að kasta upp aftur í nótt og í morgun. Hún er enn óttalega slöpp en þó búin að halda niðri þeim litla mat sem hún hefur komið niður í dag. Hitinn er þó horfinn svo ég vona að þetta sé á réttri leið. Dagbjartur Elí er mikið hressari þótt hann hafi lítið úthald og borði lítið þá er hann farinn að vilja leika sér og orðinn aðeins líkari sjálfum sér. Það sér á þeim greyjunum og bara gott að minnsti maðurinn hafði dálítinn aukaforða að ganga á. Núna er samt bumban orðin nánast að engu og kinnarnar meira að segja farnar að minnka.
Á morgun er almennur frídagur hér í Eþíópíu þannig að ég byrja ekkert í skólanum fyrr en á föstudag og þá er bara hálfur skóladagur því það á að fara út að borða á Fin Fin sem er þjóðlegur veitingastaður. Kristján segir að það sé mun afslappaðra í skólanum núna og hægar farið í hlutina en fyrir jól. Ég er nú líka búin að læra heilmikið hérna heima með því að spjalla við húshjálpirnar og þær eru duglegar að kenna mér og leiðrétta þegar ég segi vitlaust sem mér finnst mjög gott. Ég er stundum alveg hissa á hvað við getum spjallað mikið miðað við hvað amharískan mín er hræðilega slitrótt!!
Jæja ætli ég geri ekki tilraun til að koma þessu á netið.....
“Öll veröldin fagni fyrir Drottni, þjónið Drottni með gleði,komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng. Vitið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss, og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. Gangið inn um hlið hans með lofsöng, inn í forgarða hans með sálmum, lofið hann vegsamið nafn hans. Því að Drottinn er góður, miskunn hans varið að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.” Sálm. 100
Afsakið laaangt hlé!! Ég ætla nú ekkert að vera að afsaka mig en það er búið að vera mikið að gera. Svo fékk ég nú bara alveg nóg af tölvunni um daginn. Það er búið að vera svo mikið vesen á póstinum (ástæðan fyrir að það varð aldrei úr almennilegum jólakveðjum sem ég ætlaði að senda í tölvupósti!- næstu jól nota ég sko bara gömlu góðu aðferðina!! En nóg um það.
Ég ætti að vera í skólanum í dag en sökum allsvakalegrar gubbupestar sem herjað hefur á litla fólkið er ég heima. Jóel byrjaði á miðvikudaginn síðasta. Ég hélt fyrst að þetta væri sama pestin og ég og Margrét Helga höfðum haft tveimur og fjórum vikum áður en svo reyndist nú ekki vera. Dagbjartur Elí fór svo að kasta upp á sunnudagskvöldið og Margrét Helga bættist í hópinn í gærmorgunn. Þetta er eiginlega erfiðast með Dagbjart Elí því hann er svo lítill greyið og getur ekkert sagt hvað er að. Hann guppaði alla aðfaranótt mánudagsins svo við sváfum óskum lítið og Margrét Helga var eins í allan gær dag. Þau eru búin að vera alveg hrikalega slöpp og með hita en eru nú að hressast. Ég veit ekki hvað margar vélar af rúmfötum voru þvegnar í gær auk þess sem húshjálpirnar þvoðu eitthvað í höndunum líka! Ég ákvað að fara ekkert í skólann í gær (fyrsti dagurinn eftir jólafrí) því maður þarf að hafa mömmu hjá sér þegar maður er svona lasinn. Enda var líka meir en nóg vinna fyrir okkur allar þrjár hérna með eitt frískt barn og tvö kastandi upp á hálftíma til klukkutíma fresti! Ég er líka heima í dag því þau eru enn talsvert slöpp þótt þau séu hætt að kasta upp og ég er líka of þreytt til að geta einbeitt mér að skólanum.
Jólafríið var alveg frábært. Ég var nú búin að skrifa um jólin sjálf en um áramótin komu Kía og fjölskylda og voru með okkur. Við borðuðum saman svínasteik, rækjur í forrétt og ís á eftir. Fyrr um daginn hafði Kristján búið til smá brennu með krökkunum sem við kveiktum í um 9 leitið og Kía og Raggi komu með nokkur blys og stjörnuljós svo þetta varð bara fínasta áramótaflugelda/brenna! Í staðinn fyrir skaup horfðum við aðeins á nýju Stuðmannamyndina sem Kristján fékk frá mömmu og pabba í jólagjöf. Gestirnir fóru síðan í fyrra lagi þar sem Raggi var hálflasin og þau stefndu á að keyra af stað til Omo Rate á mánudeginum. Við hjónin rétt héngum uppi fram yfir miðnætti með því að horfa á Jack Bauer og félaga í 24 (spennumyndaþáttröð sem sýnd hefur verið á stöð tvö og við gjörsamlega duttum onfaní í jólafríinu!)
2. janúar tókum við asvo á móti vinum okkar frá Noregi sem eru komin út til að hefja málanám. Ragnhild Myren er hjúkrunarfræðingur og staðsett í suður Omo (Líklegast í Omo Rate) og Ann Kristin sem er ljósmóðir, maðurinn hennar Geir Berget sem er hjúkrunarfræðingur og dóttir þeirra tæplega tveggja ára sem staðsett eru í Raitu í Ginnir. Fyrstu dagana borðuðu þau morgunmat hjá okkur auk þess sem við aðstoðuðum þau við að komast á milli staða og þess háttar. Margrét Helga og Jóel voru mjög glö að hitta þau, ekki síst Ragnhild sem er svo dugleg að sinna þeim. Þau fara oft yfir í heimsókn til hennar og finnst það alveg æðislegt. Það var gott fyrir þau að fá fólk sem þau þekktu því þau voru leiða að missa Friðrik Pál og Hörpu Vilborgu. Sérstaklega Jóel var alveg ómögulegur fyrstu vikuna eftir að þau fóru suðureftir. Þegar við spurðum hann hvað angraði hann kom í ljós að hann saknaði Friðriks Páls svo mikið. Það er heilmikmið mál að missa besta vin sinn frá sér. Þeir léku sér saman (og þau reyndar öll þrjú) frá morgni til kvölds alla daga svo það er ekki skrítið að eitthvað vanti. Honum leið samt betur að hafa talað um þetta. Ég er ekki viss um að hann hafi sjálfur fyrst gert sér grein fyrir hvað var að angra hann. En núna er hann að jafna sig. Þau vita líka að bráðum förum við á kristniboðaráðstefnuna í Awasa og þá hittast þau aftur.
Þau eru líka búin að eignast nýjan vin sem er bróðursonur Mörtu vinkonu minnar. Hann heitir Mickias og er jafngamall Margréti Helgu og á meira að segja sama afmælisdag og Jóel. Við vorum hjá Mörtu og fjölskyldu á Eþíópísku jólunum (7. jan) og þar smullu þau svo saman. Við höfum oft komið í heimsókn en þau hafa oft verið dáldið feimin hvort við annað en nú hafa þau náð vel saman. Ég sagði Mörtu að hún ætti endilega að koma með Micki í heimsókn og sl. fimmtudag komu þau. Jóel var reyndar veikur en Margrét Helga og Micki léku sér saman allan daginn. Hún neitaði meira að segja að leifa honum að fara heim og hann vildi ekki fara með Mörtu svo Asnakú fylgdi honum heim þegar hún fór.
Sl. laugardag var okkur boðið í svaka fimm ára afmælisveislu hjá Lars Halvor Hansen sem er sonur Ellenar og Alf Åge sem vinnur á norska sendiráðinu. Ég hef verið að syngja með þeim í norræna kórnum. Þetta var næstum eins og tívolí fyrir börnin. Þau búa í mjög fínu húsi með stóran garð og þar var stórt trambolín, kappakstursbílar, rólur og allt mögulegt. Svo voru þau með heilmikið prógram fyrir krakkana og svo var auðvitað fullt af kræsingum. Margrét Helga vildi ekki fara strax heim þegar við fórum svo hún fékk að vera lengur og fór heim með Lars og Solveig, dönskum nágrönnum okkar. Hún fékk svo aðeins að fara líka í heimsókn til þeirra og leika við yngstu stelpuna þeirra sem heitir Sille og er sex ára. Henni fannst þetta allt alveg frábært. Ég vona að þær geti aðeins náð saman því það eru engar aðrar stelpur hér á Mekanissa á hennar aldri. Bræðurnir voru orðnir svo þreyttir að þeir urðu að komast heim. Jóel nýstiginn upp úr gubbupest!
Á sunnudainn fór ég í kirkju með Margréti Helgu og Jóel þar sem ég átti að sjá um sunnudagaskólann fyrir litlu krakkana. Kristján var bara hema með minnsta manninn því það vara búinn að vera svo mikill flækingur á okkur síðustu dagana á undan og hann orðinn þreyttur eftir að hafa ekki náð almennilegum dagslúrum. Við borðuðum svo heima aldrei þessu vant á sunnudegi og Ragnhild borðaði með okkur svo fórum við á norka skólann þar sem það var “velkomst kaffe” fyrir vini okkar.
En nú er fríinu lokið og aftur kominn tími til að fylla heilann af amharískum sögnum í mismunandi myndum. Það eru svona blendnar tifinningar hjá mér að byrja í skólanum. Ég er mjög tilbúin að læra meiri amharísku en samtímist finnst mér ég hafa nóg að gera hér heima, þrátt fyrir að vera með tvær húshjálpir að ekki bætist svo erfitt nám ofaná! En með Guðs hjálp hefst þetta allt.
Ég held ég segi þetta gott í bili. Vona að það séu ekki allir búnir að gefast upp á að kíkja á síðuna! Ég fer fljótlega að bæta við myndum frá jólunum og svoleiðis.
Eitt gullkorn í lokin:
Við vorum í heimsókn hjá Torill Bö, sem er yfir gesthúsinu, á föstudaginn var. Eins og lesendur hafa tekið eftir höfðum við tvenn jól fyrst okkar og svo eþíópsk tveimur vikum senna. Á föstudaginn var Torill ekki búin að taka niður jólaskrautið svo Margrét Helga spurði mig:Mamma eru núna norsk jól?
18. janúar
Eitthvað gengur mér illa að koma þessum pistli á netið, annaðhvort get ég ekki opnað bloggið eða að tengingin virkar ekki. Svona er þetta nú hérna í Eþíópíu! Ég held þþá bara áfram að skrifa og svo verður bara að koma í ljós hvenær þetta svo birtist á netinu!
Ég var heima í dag líka því Margrét Helga byrjaði að kasta upp aftur í nótt og í morgun. Hún er enn óttalega slöpp en þó búin að halda niðri þeim litla mat sem hún hefur komið niður í dag. Hitinn er þó horfinn svo ég vona að þetta sé á réttri leið. Dagbjartur Elí er mikið hressari þótt hann hafi lítið úthald og borði lítið þá er hann farinn að vilja leika sér og orðinn aðeins líkari sjálfum sér. Það sér á þeim greyjunum og bara gott að minnsti maðurinn hafði dálítinn aukaforða að ganga á. Núna er samt bumban orðin nánast að engu og kinnarnar meira að segja farnar að minnka.
Á morgun er almennur frídagur hér í Eþíópíu þannig að ég byrja ekkert í skólanum fyrr en á föstudag og þá er bara hálfur skóladagur því það á að fara út að borða á Fin Fin sem er þjóðlegur veitingastaður. Kristján segir að það sé mun afslappaðra í skólanum núna og hægar farið í hlutina en fyrir jól. Ég er nú líka búin að læra heilmikið hérna heima með því að spjalla við húshjálpirnar og þær eru duglegar að kenna mér og leiðrétta þegar ég segi vitlaust sem mér finnst mjög gott. Ég er stundum alveg hissa á hvað við getum spjallað mikið miðað við hvað amharískan mín er hræðilega slitrótt!!
Jæja ætli ég geri ekki tilraun til að koma þessu á netið.....
“Öll veröldin fagni fyrir Drottni, þjónið Drottni með gleði,komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng. Vitið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss, og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. Gangið inn um hlið hans með lofsöng, inn í forgarða hans með sálmum, lofið hann vegsamið nafn hans. Því að Drottinn er góður, miskunn hans varið að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.” Sálm. 100
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home